Innlent

Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í febrúar yfir manni sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku sem gætti barna hans á kosninganótt aðfaranótt 13. maí 2007. Maðurinn skal sæta fangelsi í tvö ár auk þess sem hann skal griða stúlkunni 750 þúsund krónur í miskabætur.

Við ákvörðun refsingar var litið til þess að verknaðurinn var framinn gagnvart ungri stúlku sem var að gæta barna mannsins, en hann misnotaði sér aðstæður og braut gegn trúnaðartrausti sem ríkja átti í samskiptum þeirra. Þótti refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×