Innlent

Mannréttindaráð fagnaði afmæli mannréttindayfirlýsingar SÞ

Frá fundi mannréttindaráðs í gær.
Frá fundi mannréttindaráðs í gær.
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna lagði grunn að mannréttindakerfi nútímans og þó hún sé ekki lagalega bindandi þá hafa mörg ríki byggt stjórnarákvæði sín á henni. Hún hefur virkað sem sterkt tæki til að þrýsta á ríki til að virða hana og bæta löggjöf sína í samræmi við ákvæði hennar. Þetta sagði Marta Guðjónsdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar á fyrsta opna fundi ráðsins sem haldinn var í gær.

Fundurinn var haldinn í tilefni af 60 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hún var samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þann 10 desember 1948.

Marta minnti fundargesti á að Íslendingar stæðu framarlega á sviði mannréttinda. Það væri þó alltaf mikilvægt að hafa í huga að mannréttindi væru ekki sjálfgefin og að standa þurfi vörð um þau með upplýsingaflæði og fræðslu hvort sem væri á alþjóðlegum vettvangi eða á annarsstaðar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×