Erlent

Gúmmístígvél með gistinóttinni í Feneyjum

Hóteleigendur í Feneyjum hafa fundið upp á nýstárlegri leið til að laða til sín ferðamenn eftir að mikil flóð þar í byrjun mánaðarins. Samtök hóteleigenda bjóða nú upp á sérstakan „Flóð í Feneyjum" pakka, þar sem gistinóttin kostar 190 evrur, og frí gúmmístígvél og kort yfir þurrar gönguleiðir í borginni fylgja með í kaupbæti. Yfirborð sjávar á svæðinu í byrjun mánaðarins hækkaði um rúman einn og hálfan meter, og hefur ekki verið hærra í fjörtíu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×