Innlent

Vilja nýsköpunarmiðstöð í Elliðaárdal

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar.
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar.

Borgarráð samþykkti á fundi í dag tillögu Samfylkingarinnar um að fela borgarstjóra að að kanna mögulega aðkomu Reykjavíkurborgar að þeirri hugmynd að komið verði upp tímabundnu nýsköpunarsetri í Toppstöðinni í Elliðaárdal.

,,Áhugamannahópur með þátttöku iðnaðarmanna, arkitekta, frumkvöðla og hönnuða hefur unnið að undirbúningi málsins, hugmyndavinnu, gerð viðskiptaáætlunar og samráði við ýmsa sem að málinu þurfa að koma," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, í tilkynningu.

Í greinargerð með tillögunni segir að sérstaklega áhugavert er að styðja við eitt þeirra fjölmörgu sjálfsprottnu verkefna á sviði nýsköpunar sem sprottið hafa fram í kjölfari hruns íslensks efnahagslífs og erfiðri stöðu atvinnumála.

Toppstöðin komst í eigu Reykjavíkurborgar frá Landsvirkjun nýverið með sérstökum samningi þar sem meðal annars voru kvaðir um niðurrif hússins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×