Innlent

Ellefu þúsund aldraðir áttu hlutabréf í bönkunum

MYND/GVA

Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók þátt í umræðu utan dagskrár um peningamarkaðssjóði viðskiptabankanna í dag. Þar benti hann á að margir ættu um sárt að binda eftir fall bankanna.

Að sögn Péturs áttu ellefu þúsund aldraðir Íslendingar hlutabréf í bönkunum og lætur nærri að þar sé um að ræða þriðja hvern aldraða einstakling á landinu. Pétur segir að meðaltalseign þessa fólks hafi verið um þrjár milljónir króna en alls hafi aldraðir átt um þrjátíu milljarða sem nú eru allir tapaðir. Það jafnast á við Ellilífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar Ríkisins á einu ári.

Að sögn Péturs áttu samtals 47 þúsund Íslendingar bréf í bönkunum þremur og töðuðu þeir um 130 milljörðum króna í bankahruninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×