Innlent

Samtök iðnaðarins mótmæla lögum um hækkun áfengisgjalds

Samtök iðnaðarins mótmæla harðlega lögum Alþingis um hækkun áfengisgjalds, sem felur í sér tæplega 39% hækkun álagningar á bjór. Samtökin telja að þetta gangi í berhögg við þá stefnumörkun að örva íslenska framleiðslu.

Samtök iðnaðarins segja, í bréfi til efnahags- og skattanefndar Alþingis, að íslenskir bjórframleiðendur hafi staðið sig vel í samkeppni við innflutning og markaðshlutdeild þeirra fari vaxandi. Það sé óskynsamlegt að hækka álögur með þessum hætti á íslenskri framleiðslu sem eigi í fullu tré við innflutning.

Samtök iðnaðarins segja að sé það talið nauðsynlegt að auka tekjur ríkissjóðs í gegnum ÁTVR sé skynsamlegt að gera það þannig úr garði að sterkari drykkir en bjór beri þá hækkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×