Kreppan má ekki koma í veg fyrir lausnir í loftslagsmálum 11. desember 2008 12:27 Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ. MYND/AF MYND/AP Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir fjármálakreppuna í heiminum ekki mega koma í veg fyrir að mörkuð verði stefna í loftslagsmálum fyrir komandi kynslóðir. Tillögur að nýjum loftslagssamningi eru nú ræddar á fundi Sameinuðu þjóðanna. Ráðherrar hundrað áttatíu og níu ríkja Sameinuðu þjóðanna eru nú í Poznan í Póllandi á loftslagsráðstefnunni þar. Á dagskrá er að koma sér saman um markmið um minnkandi losun gróðurhúsalofttegunda sem verða síðan frekar rædd og bundin í samkomulag á fundi í Kaupmannahöfn á næsta ári. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn fylgjast með og næstu kynslóðir treysta á þá sem nú stjórni. Ekki megi gera mistök í þessu ferli. ,,Næsta kynslóð fylgist með okkur. Okkur má ekki mistakast," segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ. Framkvæmdstjórinn leggur áherslu á að fjármálakreppan í heiminum megi ekki verða til að draga úr aðgerðum í loftslagsmálum. Margs konar kreppur séu að dynja yfir, á sviði efnahagsmála, í matvælaframleiðslu og umhverfismálum, taka verði á þeim öllum af festu. Það sem helst er tekist á um á fundinum í Poznan er stofnun sjóðs sem ríkari þjóðir leggja fé í og veitt verður úr til þróunarríkjum sem verða illa úti vegna loftslagsbreytinga. Lagt er til að Alþjóðabankinn hafi umsjón með fénu en það hugnast þróunarríkjum illa og vilja að sérstök stofnun verði sett á laggirnar - stofnun sem komi betur til móts við þarfir þessara ríkja en Alþjóðabankinn. Einnig er horft til leiðtoga Evrópusambandsríkja sem funda í Brussel í dag og á morgun. Þeir eiga eftir að semja um loftslags- og orkumálapakka en lagt hefur verið til að skera niður útblástur gróðurhúsalofttegunda um tuttugu prósent fyrir 2020 en um þrjátíu prósent takist alþjóðlegur samningur. Tekist verður á um þetta mál á leiðtogafundinum. Einnig er gagnrýnt að George Bush, fráfrandi Bandaríkjaforseti, sitji fundinn í Poznan en ekki Barack Obama, verðandi forseti. Obama hafi jú markað sér stefnu í umhverfismálum og taki við stórveldinu í næsta mánuði. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir fjármálakreppuna í heiminum ekki mega koma í veg fyrir að mörkuð verði stefna í loftslagsmálum fyrir komandi kynslóðir. Tillögur að nýjum loftslagssamningi eru nú ræddar á fundi Sameinuðu þjóðanna. Ráðherrar hundrað áttatíu og níu ríkja Sameinuðu þjóðanna eru nú í Poznan í Póllandi á loftslagsráðstefnunni þar. Á dagskrá er að koma sér saman um markmið um minnkandi losun gróðurhúsalofttegunda sem verða síðan frekar rædd og bundin í samkomulag á fundi í Kaupmannahöfn á næsta ári. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn fylgjast með og næstu kynslóðir treysta á þá sem nú stjórni. Ekki megi gera mistök í þessu ferli. ,,Næsta kynslóð fylgist með okkur. Okkur má ekki mistakast," segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ. Framkvæmdstjórinn leggur áherslu á að fjármálakreppan í heiminum megi ekki verða til að draga úr aðgerðum í loftslagsmálum. Margs konar kreppur séu að dynja yfir, á sviði efnahagsmála, í matvælaframleiðslu og umhverfismálum, taka verði á þeim öllum af festu. Það sem helst er tekist á um á fundinum í Poznan er stofnun sjóðs sem ríkari þjóðir leggja fé í og veitt verður úr til þróunarríkjum sem verða illa úti vegna loftslagsbreytinga. Lagt er til að Alþjóðabankinn hafi umsjón með fénu en það hugnast þróunarríkjum illa og vilja að sérstök stofnun verði sett á laggirnar - stofnun sem komi betur til móts við þarfir þessara ríkja en Alþjóðabankinn. Einnig er horft til leiðtoga Evrópusambandsríkja sem funda í Brussel í dag og á morgun. Þeir eiga eftir að semja um loftslags- og orkumálapakka en lagt hefur verið til að skera niður útblástur gróðurhúsalofttegunda um tuttugu prósent fyrir 2020 en um þrjátíu prósent takist alþjóðlegur samningur. Tekist verður á um þetta mál á leiðtogafundinum. Einnig er gagnrýnt að George Bush, fráfrandi Bandaríkjaforseti, sitji fundinn í Poznan en ekki Barack Obama, verðandi forseti. Obama hafi jú markað sér stefnu í umhverfismálum og taki við stórveldinu í næsta mánuði.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira