Innlent

Gefur til góðgerðamála í stað þess að senda jólakort

Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Þórunn Sveinbjarnardóttir.

Þeir sem búast við jólakorti frá umhverfisráðuneytinu verða fyrir vonbrigðum þetta árið. Ráðuneytið hefur ákveðið að verja andvirði jólakortanna til góðgerðarmála og hefur Þórunn Sveinbjarnardóttir, ráðherra, þegar afhent forsvarsmönnum Hugarafls og Geysi peningagjafir og fékk hvort félag hundrað þúsund krónur að gjöf.

Klúbburinn Geysir er ætlaður þeim hafa átt við geðræn veikindi að stríða. Markmið klúbbsins er að rjúfa félagslega einangrun klúbbfélaga og brúa bilið út í samfélagið á ný.

Markmið Hugarafls er m.a. að vinna að verkefnum sem geta bætt geðheilbrigðisþjónustu, vinna gegn fordómum og stuðla að atvinnusköpun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×