Fleiri fréttir

Fingralangir á ferli á Suðurlandi

Nokkur þjófnaðarmál komu til kasta lögreglunnar á Selfossi í liðinni viku. Þannig var tilkynnt um innbrot í íbúð að Reykjabraut á Laugarvatni á föstudag. Þaðan var stolið skartgripum og áfengi. Sá sem þarna var að verki hafði spennt upp hurð til að komast inn í íbúðina þar sem hann rótaði heilmkið til.

ÍAV segja upp 151

Íslenskir aðalverktakar hafa sagt upp 151 starfsmanni „í ljósi mikils samdráttar í íslensku efnahagslífi.“ Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að mikil óvissa sé um öflun nýrra verkefna og sökum þess neyðist ÍAV til þess að grípa til uppsagna.

Seðlabankinn þurfi að afskrifa vel á annað hundrað milljarða

Búist er við að Seðlabankinn þurfi að afskrifa vel á annað hundrað milljarða króna vegna taps á endurhverfum viðskiptum við fjármálastofnanir hér á landi. Þetta kom fram í máli Ásmundar Stefánssonar á opnum fundi efnahags- og skattanefndar. Vísaði Ásmundur til talnanna sem vinnutalna.

Danir bjóða fátækum Íslendingum frítt á íshokkí

Frændur okkar Danir vorkenna Íslendingum verulega í fjárhagskrísunni sem nú gengur yfir. Og það þótt íslenskir útrásarvíkingar hafi undanfarin ár dundað sér við að kaupa upp mörg sögufrægustu fyrirtæki landsins.

Námsmenn erlendis fái 500.000 króna neyðarlán

Garðar Stefánsson formaður Sambands íslenskra námsmanna erlendis segir forsendur úthlutunarreglna LÍN fyrir veturinn 2008-2009 brostnar. Í bréfi sem sent hefur verið menntamála- og fjármálaráðherra kemur fram að íslenskir námsmenn erlendis séu í miklum kröggum þar sem lán þeirra og sjálfsafafé dugi ekki lengur fyrir skjólagjöldum og lágmarksframfræslu.

Mandelson situr sem fastast

Peter Mandelson viðskiptaráðherra Bretlands segir ekki koma til greina að hann segi af sér embætti vegna samskipta sinna við rússneska auðkýfinginn Oleg Deripaska.

Krabbameinsfélagið fær veglega gjöf

Lyfjafyrirtækið Roche hefur ákveðið að styrkja söfnunarátak Krabbameinsfélags Íslands, bleiku slaufuna, með kr. 500.000. Styrkurinn fer til greiðslu á nýjum, stafrænum tækjabúnaði Leitarstöðvarinnar, sem auka mun líkurnar á því að brjóstakrabbamein greinist snemma. „Því fyrr sem brjóstakrabbamein greinist þeim mun meiri eru lífslíkurnar,“ segir í tilkynningu frá Roche og Krabbameinsfélaginu.

Björgvin G: Bankahrunið kallar á endurskoðun í Evrópumálum

Björgvin G. Sigurðsson sagði í Helsinki í dag að hrun bankakerfisins kalli á endurskoðun á evrópustefnunni á Íslandi. Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir Björgvini að tímarnir hafi breyst og að Íslendingar verði að taka umræðuna um Evrópusambandið til gagngerar endurskoðunnar.

Veruleg óvissa um fjárþörf ríkisins

Mikil óvissa er um það hversu mikla fjármuni íslenska ríkið þarf til þess að takast á við þá erfiðleika sem nú ganga yfir. Þetta kom fram í máli Friðriks Márs Baldurssonar, professors við Háskólann í Reykjavík, á á opnum fundi efnahags- og skattanefndar Alþingis nú eftir hádegið.

Henti fíkniefnum inn á lóð Litla-Hrauns

Lögreglan á Selfossi handtók á miðvikudagskvöldi þrjá karlmenn á Eyrarbakka. Þeir voru grunaðir um að hafa kastað fíkniefnum inn á lóð fangelsisins á Litla-Hrauni.

Búist við holskeflu hópuppsagna

Tilkynningar um hópuppsagnir eru farnar að berast Vinnumálastofnun og umsóknum um atvinnuleysisbætur fjölgar dag frá degi. Búist er við holskeflu um mánaðamótin.

Slapp úr fangabúðum FARC eftir átta ár

Fyrrverandi kólumbískum þingmanni, Oscar Tulio Lizcano, tókst að flýja úr fangabúðum kólumbísku skæruliðasamtakanna FARC um helgina eftir að hafa verið haldið föngnum í átta ár djúpt í frumskógum Kólumbíu.

Ingibjörg ekki á þingi Norðurlandaráðs af heilsufarsástæðum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, getur ekki, af heilsufarsástæðum, sótt þing Norðurlandaráðs í Helsinki í dag né fund Norðlægu víddarinnar í Pétursborg í Rússlandi, sem haldinn verður á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Frjálslyndir vilja faglegan Seðlabankastjóra

Frjálslyndi flokkurinn ætlar að leggja fram frumvarp til breytingar á lögum um Seðlabankann, þar sem miðað er við að bankastjóri verði valinn á grundvelli faglegra hæfileika.

Truflanir á GSM á Norðurlandi og Vestfjörðum

Truflanir eru á GSM þjónustu á Norðurlandi og á Vestfjörðum vegna rofs á ljósleiðara. Í tilkynningu frá Vodafone segir að búið sé að staðsetja rofið og eru viðgerðarmenn á staðnum.

Tvær konur slógust á Ísafirði

Nokkuð var um tilkynningar um slagsmál í nágrenni við veitingastaði á Ísafirði um helgina. Aðfaranótt laugardagsins var einn maður færður í fangaklefa eftir slagsmál.

Harry vill verða þyrluflugmaður í hernum

Breski prinsinn Harry hyggur á frekara nám innan breska hersins og stefnir nú að að verða þyrluflugmaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni. Með þessu fylgir hann í fótspor bróður síns, Vilhjálms.

Búið að sleppa lögguníðingunum úr Árbæ

Gæsluvarðhald yfir fimm karlmönnum sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald vegna árásar á tvo lögregluþjóna um þarsíðustu helgi átti að renna út í dag. Þeim var hinsvegar öllum sleppt á föstudaginn og er rannsókn málsins á lokastigi. Þrír mannanna voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á miðvikudaginn í síðustu viku og bættust þeir í hóp tveggja annarra sem sátu í varðhaldi.

Sýrlendingar æfir yfir árás Bandaríkjamanna

Sýrlendingar eru æfir yfir því að bandarískt herlið hafi farið inn á sýrlenskt landsvæði nærri landamærum Íraks og myrt átta óbreytta borgara í gær. Fjögur börn eru sögð meðal hinna látnu.

Kópavogsbær veitir ráðgjöf í kreppunni

Kópavogsbær hefur opnað vefsíðuna Hönd í hönd til að vekja athygli á „margháttaðri og samþættri“ þjónustu fyrir Kópavogsbúa í tengslum við ráðgjafaver sem sett var á laggirnar vegna hruns á fjármálamarkaði, eins og segir í tilkynningu.

McCain tapar að mati veðbanka

Útlitið er ekki gott fyrir John McCain, forsetaframbjóðanda repúblikana í Bandaríkjunum, þessa dagana. Flestar skoðanakannanir benda til þess að hann muni lúta í lægra haldi fyrir Barack Obama, frambjóðanda demókrata og ekki batnar staðan þegar horft er til mats veðbanka.

Óttast að toppnum sé ekki náð

Gylfi Arnbjörnsson, nýkjörinn forseti ASÍ, segir nýjar verðbólgutölur skelfilegar og óttast að toppnum sé ekki náð. Líkt og fram kom á Vísi í morgun mældist verðbólgan 15,9 prósent og jókst um 1,9 prósentustig frá því í september. „Þetta undirstrikar mikilvægi þess að við náum fram styrkingu krónunnar og trúverðugleika á gjaldeyrismörkuðum," segir Gylfi sem þó er bjartsýnn á framhaldið.

Segir Rússa enn í viðræðum við Íslendinga um lán

Alexei Kudrin, fjármálaráðherra Rússlands, staðfesti í dag að Rússar ættu enn í viðræðum við Íslendinga um hugsanlegt lán vegna efnahagsástandsins á Íslandi. Þetta kemur fram á fréttavef rússneska miðilsins RIA Novosti.

Skortur á „bótoxi” tefur ísbjarnauppstoppun

Gjaldeyriskrísan hefur tekið á sig alveg nýja mynd í Skagafirði, en ekki hefur tekist að klára uppstoppun á Ísbirninum sem veginn var á Þverárfjalli í byrjun júní né birnunni sem vegin var við Hraun þar sem beðið er eftir varafylliefni, bótoxi, frá Bandaríkjunum.

Verðbólgan nærri 16 prósent

Verðbólga í október reyndist 15,9 prósent og jókst um 1,9 prósentustig frá septembermánuði. Þetta sýna nýjar tölur Hagstofunnar sem í dag birti vísitölu neysluverðs fyrir október. Hún hafði hækkað um 2,16 prósent á milli mánaða.

Viðræður milli Norður- og Suður-Kóreu

Herstjórnendur frá Norður- og Suður-Kóreu hittust á fundi í morgun og ræddu þar meðal annars leiðir til að auka samskipti ríkjanna og bæta þau.

Til síldar á ný

Síldveiðiskipin stefna nú á Breiðafjörð eftir að veður gekk þar niður og aftur er hægt að hefja veiðar.

Brotist inn í Flóru og Kaffivagninn

Brotist var inn í Kaffi Flóru í Laugardalnum og Kaffivagninn á Grandagarði í nótt. Á báðum stöðum var rótað um í leit að verðmætum, en ekki er ljóst hvort einhverju var stolið.

Bretar eru að skapa fordæmi fyrir samskipti við önnur ríki

Aðgerðir Breta gagnvart Íslendingum eru stríðsaðgerðir, sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, í Mannamáli í kvöld. Ögmundur sagði að með þessum aðgerðum sínum gagnvart Íslandi væru Bretar að skapa öðrum ríkjum fordæmi.

Móðgun við Íslendinga að láta Breta sjá um varnir

Fyrirhuguð koma breskra herflugvéla til Íslands í árslok er, í ljósi nýjustu atburða, móðgun við Íslendinga. Þetta segir í ályktun Kjördæmissambands framsóknarmanna í norðausturkjördæmi sem þingaði á Egilsstöðum um helgina.

Einn af árásarmönnunum á Hverfisgötu handtekinn

Lögreglan hefur handtekið einn af fjórmenningunum sem ruddust inn í hús við Hverfisgötu með bareflum klukkan tíu í gærkvöld og börðu fjóra menn. Tveir íbúanna voru fluttir á slysadeild með höfuðáverka.

Þriggja ára drengur fótbrotnaði í Fjölskyldugarðinum

Anthony Kristjánsson, sem er þriggja ára gamall drengur, fótbrotnaði illa þegar að hann var með foreldrum sínum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í gær. Hann var að renna sér í rennibraut þegar slysið var og fóturinn slóst til með fyrrgreindum afleiðingum.

Norðmenn vilja hjálpa Íslendingum

Norðmenn hafa skilning á aðstæðum Íslendinga og vilja aðstoða Íslendinga fjárhagslega. Þetta kom fram á fundi Steingríms J. Sigfússonar, formanni Vinstri grænna með Krisinu Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, og nánum ráðgjafa hennar.

Stöðvuðu smygl á 10 tonnum af kókaíni

Kólumbíska lögreglan kom í gær í veg fyrir að meira en tíu tonnum af kókaíni yrði smyglað úr landi. Hún hefur þegar gerð upptæk yfir hundrað tonn af kókaíni það sem af er árinu.

Hálka og ófærð víðsvegar um landið

Það er hálka og skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum en hálkublettir víða á útvegum á Suðurlandi. Á Vesturlandi er víða nokkur hálka - og skafrenningur sumstaðar á heiðum.

Hartnær 50 þúsund manns mótmæla yfirgangi Breta

Tæplega fimmtíu þúsund manns hafa skrifað nafns sitt við þjóðarávarp til Breta á netsíðunni Indefence en síðan var opnuð á fimmtudaginn. Á síðunni er þeirri ákvörðun breskra stjórnvalde að beita hryðjuverkalögum gegn íslensku bönkunum mótmælt harðlega.

Sjá næstu 50 fréttir