Fleiri fréttir Fingralangir á ferli á Suðurlandi Nokkur þjófnaðarmál komu til kasta lögreglunnar á Selfossi í liðinni viku. Þannig var tilkynnt um innbrot í íbúð að Reykjabraut á Laugarvatni á föstudag. Þaðan var stolið skartgripum og áfengi. Sá sem þarna var að verki hafði spennt upp hurð til að komast inn í íbúðina þar sem hann rótaði heilmkið til. 27.10.2008 14:25 ÍAV segja upp 151 Íslenskir aðalverktakar hafa sagt upp 151 starfsmanni „í ljósi mikils samdráttar í íslensku efnahagslífi.“ Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að mikil óvissa sé um öflun nýrra verkefna og sökum þess neyðist ÍAV til þess að grípa til uppsagna. 27.10.2008 14:14 Seðlabankinn þurfi að afskrifa vel á annað hundrað milljarða Búist er við að Seðlabankinn þurfi að afskrifa vel á annað hundrað milljarða króna vegna taps á endurhverfum viðskiptum við fjármálastofnanir hér á landi. Þetta kom fram í máli Ásmundar Stefánssonar á opnum fundi efnahags- og skattanefndar. Vísaði Ásmundur til talnanna sem vinnutalna. 27.10.2008 14:11 Danir bjóða fátækum Íslendingum frítt á íshokkí Frændur okkar Danir vorkenna Íslendingum verulega í fjárhagskrísunni sem nú gengur yfir. Og það þótt íslenskir útrásarvíkingar hafi undanfarin ár dundað sér við að kaupa upp mörg sögufrægustu fyrirtæki landsins. 27.10.2008 14:11 Námsmenn erlendis fái 500.000 króna neyðarlán Garðar Stefánsson formaður Sambands íslenskra námsmanna erlendis segir forsendur úthlutunarreglna LÍN fyrir veturinn 2008-2009 brostnar. Í bréfi sem sent hefur verið menntamála- og fjármálaráðherra kemur fram að íslenskir námsmenn erlendis séu í miklum kröggum þar sem lán þeirra og sjálfsafafé dugi ekki lengur fyrir skjólagjöldum og lágmarksframfræslu. 27.10.2008 13:58 Mandelson situr sem fastast Peter Mandelson viðskiptaráðherra Bretlands segir ekki koma til greina að hann segi af sér embætti vegna samskipta sinna við rússneska auðkýfinginn Oleg Deripaska. 27.10.2008 13:56 Krabbameinsfélagið fær veglega gjöf Lyfjafyrirtækið Roche hefur ákveðið að styrkja söfnunarátak Krabbameinsfélags Íslands, bleiku slaufuna, með kr. 500.000. Styrkurinn fer til greiðslu á nýjum, stafrænum tækjabúnaði Leitarstöðvarinnar, sem auka mun líkurnar á því að brjóstakrabbamein greinist snemma. „Því fyrr sem brjóstakrabbamein greinist þeim mun meiri eru lífslíkurnar,“ segir í tilkynningu frá Roche og Krabbameinsfélaginu. 27.10.2008 13:51 Björgvin G: Bankahrunið kallar á endurskoðun í Evrópumálum Björgvin G. Sigurðsson sagði í Helsinki í dag að hrun bankakerfisins kalli á endurskoðun á evrópustefnunni á Íslandi. Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir Björgvini að tímarnir hafi breyst og að Íslendingar verði að taka umræðuna um Evrópusambandið til gagngerar endurskoðunnar. 27.10.2008 13:32 Veruleg óvissa um fjárþörf ríkisins Mikil óvissa er um það hversu mikla fjármuni íslenska ríkið þarf til þess að takast á við þá erfiðleika sem nú ganga yfir. Þetta kom fram í máli Friðriks Márs Baldurssonar, professors við Háskólann í Reykjavík, á á opnum fundi efnahags- og skattanefndar Alþingis nú eftir hádegið. 27.10.2008 13:09 Henti fíkniefnum inn á lóð Litla-Hrauns Lögreglan á Selfossi handtók á miðvikudagskvöldi þrjá karlmenn á Eyrarbakka. Þeir voru grunaðir um að hafa kastað fíkniefnum inn á lóð fangelsisins á Litla-Hrauni. 27.10.2008 12:54 Búist við holskeflu hópuppsagna Tilkynningar um hópuppsagnir eru farnar að berast Vinnumálastofnun og umsóknum um atvinnuleysisbætur fjölgar dag frá degi. Búist er við holskeflu um mánaðamótin. 27.10.2008 12:11 Slapp úr fangabúðum FARC eftir átta ár Fyrrverandi kólumbískum þingmanni, Oscar Tulio Lizcano, tókst að flýja úr fangabúðum kólumbísku skæruliðasamtakanna FARC um helgina eftir að hafa verið haldið föngnum í átta ár djúpt í frumskógum Kólumbíu. 27.10.2008 12:10 Sýrlandsárásin var gerð til að stöðva ferðir vígamanna Bandarískur embættismaður segir að þeir hafi gert árás á Sýrland til þess að stöðva ferðir erlendra vígamanna þaðan til Íraks. Átta manns féllu í árásinni. 27.10.2008 12:07 Ingibjörg ekki á þingi Norðurlandaráðs af heilsufarsástæðum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, getur ekki, af heilsufarsástæðum, sótt þing Norðurlandaráðs í Helsinki í dag né fund Norðlægu víddarinnar í Pétursborg í Rússlandi, sem haldinn verður á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 27.10.2008 12:00 Frjálslyndir vilja faglegan Seðlabankastjóra Frjálslyndi flokkurinn ætlar að leggja fram frumvarp til breytingar á lögum um Seðlabankann, þar sem miðað er við að bankastjóri verði valinn á grundvelli faglegra hæfileika. 27.10.2008 12:00 Truflanir á GSM á Norðurlandi og Vestfjörðum Truflanir eru á GSM þjónustu á Norðurlandi og á Vestfjörðum vegna rofs á ljósleiðara. Í tilkynningu frá Vodafone segir að búið sé að staðsetja rofið og eru viðgerðarmenn á staðnum. 27.10.2008 11:42 Tvær konur slógust á Ísafirði Nokkuð var um tilkynningar um slagsmál í nágrenni við veitingastaði á Ísafirði um helgina. Aðfaranótt laugardagsins var einn maður færður í fangaklefa eftir slagsmál. 27.10.2008 11:33 Harry vill verða þyrluflugmaður í hernum Breski prinsinn Harry hyggur á frekara nám innan breska hersins og stefnir nú að að verða þyrluflugmaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni. Með þessu fylgir hann í fótspor bróður síns, Vilhjálms. 27.10.2008 11:28 Átjándu aldar bréf Georgs III hvalreki á sagnafjörur Föðurlegar áminningar og skammir en einnig stolt af syninum er meðal þess sem lesa má í nýfundnum bréfum frá Georg þriðja Englandskonungi til sonarins, Vilhjálms prins fjórða. 27.10.2008 11:10 Búið að sleppa lögguníðingunum úr Árbæ Gæsluvarðhald yfir fimm karlmönnum sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald vegna árásar á tvo lögregluþjóna um þarsíðustu helgi átti að renna út í dag. Þeim var hinsvegar öllum sleppt á föstudaginn og er rannsókn málsins á lokastigi. Þrír mannanna voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á miðvikudaginn í síðustu viku og bættust þeir í hóp tveggja annarra sem sátu í varðhaldi. 27.10.2008 11:05 Sýrlendingar æfir yfir árás Bandaríkjamanna Sýrlendingar eru æfir yfir því að bandarískt herlið hafi farið inn á sýrlenskt landsvæði nærri landamærum Íraks og myrt átta óbreytta borgara í gær. Fjögur börn eru sögð meðal hinna látnu. 27.10.2008 10:47 Kópavogsbær veitir ráðgjöf í kreppunni Kópavogsbær hefur opnað vefsíðuna Hönd í hönd til að vekja athygli á „margháttaðri og samþættri“ þjónustu fyrir Kópavogsbúa í tengslum við ráðgjafaver sem sett var á laggirnar vegna hruns á fjármálamarkaði, eins og segir í tilkynningu. 27.10.2008 10:39 McCain tapar að mati veðbanka Útlitið er ekki gott fyrir John McCain, forsetaframbjóðanda repúblikana í Bandaríkjunum, þessa dagana. Flestar skoðanakannanir benda til þess að hann muni lúta í lægra haldi fyrir Barack Obama, frambjóðanda demókrata og ekki batnar staðan þegar horft er til mats veðbanka. 27.10.2008 10:19 Óttast að toppnum sé ekki náð Gylfi Arnbjörnsson, nýkjörinn forseti ASÍ, segir nýjar verðbólgutölur skelfilegar og óttast að toppnum sé ekki náð. Líkt og fram kom á Vísi í morgun mældist verðbólgan 15,9 prósent og jókst um 1,9 prósentustig frá því í september. „Þetta undirstrikar mikilvægi þess að við náum fram styrkingu krónunnar og trúverðugleika á gjaldeyrismörkuðum," segir Gylfi sem þó er bjartsýnn á framhaldið. 27.10.2008 10:01 Segir Rússa enn í viðræðum við Íslendinga um lán Alexei Kudrin, fjármálaráðherra Rússlands, staðfesti í dag að Rússar ættu enn í viðræðum við Íslendinga um hugsanlegt lán vegna efnahagsástandsins á Íslandi. Þetta kemur fram á fréttavef rússneska miðilsins RIA Novosti. 27.10.2008 09:50 Skortur á „bótoxi” tefur ísbjarnauppstoppun Gjaldeyriskrísan hefur tekið á sig alveg nýja mynd í Skagafirði, en ekki hefur tekist að klára uppstoppun á Ísbirninum sem veginn var á Þverárfjalli í byrjun júní né birnunni sem vegin var við Hraun þar sem beðið er eftir varafylliefni, bótoxi, frá Bandaríkjunum. 27.10.2008 09:47 Verðbólgan nærri 16 prósent Verðbólga í október reyndist 15,9 prósent og jókst um 1,9 prósentustig frá septembermánuði. Þetta sýna nýjar tölur Hagstofunnar sem í dag birti vísitölu neysluverðs fyrir október. Hún hafði hækkað um 2,16 prósent á milli mánaða. 27.10.2008 09:00 Viðræður milli Norður- og Suður-Kóreu Herstjórnendur frá Norður- og Suður-Kóreu hittust á fundi í morgun og ræddu þar meðal annars leiðir til að auka samskipti ríkjanna og bæta þau. 27.10.2008 07:19 Segir Darling hafa vitað í hvað stefndi Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, vissi löngu fyrir fall íslensku bankanna í hvað stefndi. 27.10.2008 07:17 Einn af aðalstjórnendum Arellano-Felix-hringsins gripinn Mexíkósk yfirvöld handtóku um helgina einn af áhrifamestu höfuðpaurum alræmds fíkniefnahrings sem hefur aðsetur í Tijuana. 27.10.2008 07:12 Til síldar á ný Síldveiðiskipin stefna nú á Breiðafjörð eftir að veður gekk þar niður og aftur er hægt að hefja veiðar. 27.10.2008 07:10 Brotist inn í Flóru og Kaffivagninn Brotist var inn í Kaffi Flóru í Laugardalnum og Kaffivagninn á Grandagarði í nótt. Á báðum stöðum var rótað um í leit að verðmætum, en ekki er ljóst hvort einhverju var stolið. 27.10.2008 07:08 Björgunarsveitir þurftu tvisvar sinnum að koma sama manni til bjargar Þrjár björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leituðu í kvöld manns á bíl sem saknað var en talið var að hann væri á leið frá Egilsstöðum til Vopnafjarðar. Veður hefur verið vont á þessu svæði. 26.10.2008 21:00 Bretar eru að skapa fordæmi fyrir samskipti við önnur ríki Aðgerðir Breta gagnvart Íslendingum eru stríðsaðgerðir, sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, í Mannamáli í kvöld. Ögmundur sagði að með þessum aðgerðum sínum gagnvart Íslandi væru Bretar að skapa öðrum ríkjum fordæmi. 26.10.2008 19:38 Íslensk stjórnvöld hefðu getað komið í veg fyrir milliríkjadeilu við Breta Daginn áður en neyðarlög voru sett á bankana buðust bresk yfirvöld til að taka alla Icesave reikninga undir sína ábyrgð á fimm dögum, gegn því að Seðlabankinn lánaði Landsbankanum 200 milljónir punda í tryggingu. 26.10.2008 18:30 Móðgun við Íslendinga að láta Breta sjá um varnir Fyrirhuguð koma breskra herflugvéla til Íslands í árslok er, í ljósi nýjustu atburða, móðgun við Íslendinga. Þetta segir í ályktun Kjördæmissambands framsóknarmanna í norðausturkjördæmi sem þingaði á Egilsstöðum um helgina. 26.10.2008 19:57 Einn af árásarmönnunum á Hverfisgötu handtekinn Lögreglan hefur handtekið einn af fjórmenningunum sem ruddust inn í hús við Hverfisgötu með bareflum klukkan tíu í gærkvöld og börðu fjóra menn. Tveir íbúanna voru fluttir á slysadeild með höfuðáverka. 26.10.2008 18:05 Þriggja ára drengur fótbrotnaði í Fjölskyldugarðinum Anthony Kristjánsson, sem er þriggja ára gamall drengur, fótbrotnaði illa þegar að hann var með foreldrum sínum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í gær. Hann var að renna sér í rennibraut þegar slysið var og fóturinn slóst til með fyrrgreindum afleiðingum. 26.10.2008 17:00 Norðmenn vilja hjálpa Íslendingum Norðmenn hafa skilning á aðstæðum Íslendinga og vilja aðstoða Íslendinga fjárhagslega. Þetta kom fram á fundi Steingríms J. Sigfússonar, formanni Vinstri grænna með Krisinu Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, og nánum ráðgjafa hennar. 26.10.2008 15:46 Hnífaskotskífumálið: Börnin fá þjónustu á BUGLi Börnin þrjú sem sættu alvarlegu ofbeldi af hendi föður síns á heimili þeirra á höfuðborgarsvæðinu gengur vel að aðlagast breyttum aðstæðum. 26.10.2008 14:18 Stöðvuðu smygl á 10 tonnum af kókaíni Kólumbíska lögreglan kom í gær í veg fyrir að meira en tíu tonnum af kókaíni yrði smyglað úr landi. Hún hefur þegar gerð upptæk yfir hundrað tonn af kókaíni það sem af er árinu. 26.10.2008 12:07 Mótmælin í gær vekja alheimsathygli Mótmælin í Reykjavík í gær, þar sem meðal annars var krafist afsagnar seðlabankastjóra, hafa vakið athygli fjölmiðla víða um heim. 26.10.2008 11:54 Hálka og ófærð víðsvegar um landið Það er hálka og skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum en hálkublettir víða á útvegum á Suðurlandi. Á Vesturlandi er víða nokkur hálka - og skafrenningur sumstaðar á heiðum. 26.10.2008 10:13 Hartnær 50 þúsund manns mótmæla yfirgangi Breta Tæplega fimmtíu þúsund manns hafa skrifað nafns sitt við þjóðarávarp til Breta á netsíðunni Indefence en síðan var opnuð á fimmtudaginn. Á síðunni er þeirri ákvörðun breskra stjórnvalde að beita hryðjuverkalögum gegn íslensku bönkunum mótmælt harðlega. 26.10.2008 10:08 Leidd fyrir dómara vegna óeirða á Sjálandi Í dag munu þrjár konur og 1 karlmaður koma fyrir dóm vegna óeirðanna við flóttamannabúðirnar í Sandholm á Sjálandi í gær. 26.10.2008 10:04 Sjá næstu 50 fréttir
Fingralangir á ferli á Suðurlandi Nokkur þjófnaðarmál komu til kasta lögreglunnar á Selfossi í liðinni viku. Þannig var tilkynnt um innbrot í íbúð að Reykjabraut á Laugarvatni á föstudag. Þaðan var stolið skartgripum og áfengi. Sá sem þarna var að verki hafði spennt upp hurð til að komast inn í íbúðina þar sem hann rótaði heilmkið til. 27.10.2008 14:25
ÍAV segja upp 151 Íslenskir aðalverktakar hafa sagt upp 151 starfsmanni „í ljósi mikils samdráttar í íslensku efnahagslífi.“ Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að mikil óvissa sé um öflun nýrra verkefna og sökum þess neyðist ÍAV til þess að grípa til uppsagna. 27.10.2008 14:14
Seðlabankinn þurfi að afskrifa vel á annað hundrað milljarða Búist er við að Seðlabankinn þurfi að afskrifa vel á annað hundrað milljarða króna vegna taps á endurhverfum viðskiptum við fjármálastofnanir hér á landi. Þetta kom fram í máli Ásmundar Stefánssonar á opnum fundi efnahags- og skattanefndar. Vísaði Ásmundur til talnanna sem vinnutalna. 27.10.2008 14:11
Danir bjóða fátækum Íslendingum frítt á íshokkí Frændur okkar Danir vorkenna Íslendingum verulega í fjárhagskrísunni sem nú gengur yfir. Og það þótt íslenskir útrásarvíkingar hafi undanfarin ár dundað sér við að kaupa upp mörg sögufrægustu fyrirtæki landsins. 27.10.2008 14:11
Námsmenn erlendis fái 500.000 króna neyðarlán Garðar Stefánsson formaður Sambands íslenskra námsmanna erlendis segir forsendur úthlutunarreglna LÍN fyrir veturinn 2008-2009 brostnar. Í bréfi sem sent hefur verið menntamála- og fjármálaráðherra kemur fram að íslenskir námsmenn erlendis séu í miklum kröggum þar sem lán þeirra og sjálfsafafé dugi ekki lengur fyrir skjólagjöldum og lágmarksframfræslu. 27.10.2008 13:58
Mandelson situr sem fastast Peter Mandelson viðskiptaráðherra Bretlands segir ekki koma til greina að hann segi af sér embætti vegna samskipta sinna við rússneska auðkýfinginn Oleg Deripaska. 27.10.2008 13:56
Krabbameinsfélagið fær veglega gjöf Lyfjafyrirtækið Roche hefur ákveðið að styrkja söfnunarátak Krabbameinsfélags Íslands, bleiku slaufuna, með kr. 500.000. Styrkurinn fer til greiðslu á nýjum, stafrænum tækjabúnaði Leitarstöðvarinnar, sem auka mun líkurnar á því að brjóstakrabbamein greinist snemma. „Því fyrr sem brjóstakrabbamein greinist þeim mun meiri eru lífslíkurnar,“ segir í tilkynningu frá Roche og Krabbameinsfélaginu. 27.10.2008 13:51
Björgvin G: Bankahrunið kallar á endurskoðun í Evrópumálum Björgvin G. Sigurðsson sagði í Helsinki í dag að hrun bankakerfisins kalli á endurskoðun á evrópustefnunni á Íslandi. Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir Björgvini að tímarnir hafi breyst og að Íslendingar verði að taka umræðuna um Evrópusambandið til gagngerar endurskoðunnar. 27.10.2008 13:32
Veruleg óvissa um fjárþörf ríkisins Mikil óvissa er um það hversu mikla fjármuni íslenska ríkið þarf til þess að takast á við þá erfiðleika sem nú ganga yfir. Þetta kom fram í máli Friðriks Márs Baldurssonar, professors við Háskólann í Reykjavík, á á opnum fundi efnahags- og skattanefndar Alþingis nú eftir hádegið. 27.10.2008 13:09
Henti fíkniefnum inn á lóð Litla-Hrauns Lögreglan á Selfossi handtók á miðvikudagskvöldi þrjá karlmenn á Eyrarbakka. Þeir voru grunaðir um að hafa kastað fíkniefnum inn á lóð fangelsisins á Litla-Hrauni. 27.10.2008 12:54
Búist við holskeflu hópuppsagna Tilkynningar um hópuppsagnir eru farnar að berast Vinnumálastofnun og umsóknum um atvinnuleysisbætur fjölgar dag frá degi. Búist er við holskeflu um mánaðamótin. 27.10.2008 12:11
Slapp úr fangabúðum FARC eftir átta ár Fyrrverandi kólumbískum þingmanni, Oscar Tulio Lizcano, tókst að flýja úr fangabúðum kólumbísku skæruliðasamtakanna FARC um helgina eftir að hafa verið haldið föngnum í átta ár djúpt í frumskógum Kólumbíu. 27.10.2008 12:10
Sýrlandsárásin var gerð til að stöðva ferðir vígamanna Bandarískur embættismaður segir að þeir hafi gert árás á Sýrland til þess að stöðva ferðir erlendra vígamanna þaðan til Íraks. Átta manns féllu í árásinni. 27.10.2008 12:07
Ingibjörg ekki á þingi Norðurlandaráðs af heilsufarsástæðum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, getur ekki, af heilsufarsástæðum, sótt þing Norðurlandaráðs í Helsinki í dag né fund Norðlægu víddarinnar í Pétursborg í Rússlandi, sem haldinn verður á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 27.10.2008 12:00
Frjálslyndir vilja faglegan Seðlabankastjóra Frjálslyndi flokkurinn ætlar að leggja fram frumvarp til breytingar á lögum um Seðlabankann, þar sem miðað er við að bankastjóri verði valinn á grundvelli faglegra hæfileika. 27.10.2008 12:00
Truflanir á GSM á Norðurlandi og Vestfjörðum Truflanir eru á GSM þjónustu á Norðurlandi og á Vestfjörðum vegna rofs á ljósleiðara. Í tilkynningu frá Vodafone segir að búið sé að staðsetja rofið og eru viðgerðarmenn á staðnum. 27.10.2008 11:42
Tvær konur slógust á Ísafirði Nokkuð var um tilkynningar um slagsmál í nágrenni við veitingastaði á Ísafirði um helgina. Aðfaranótt laugardagsins var einn maður færður í fangaklefa eftir slagsmál. 27.10.2008 11:33
Harry vill verða þyrluflugmaður í hernum Breski prinsinn Harry hyggur á frekara nám innan breska hersins og stefnir nú að að verða þyrluflugmaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni. Með þessu fylgir hann í fótspor bróður síns, Vilhjálms. 27.10.2008 11:28
Átjándu aldar bréf Georgs III hvalreki á sagnafjörur Föðurlegar áminningar og skammir en einnig stolt af syninum er meðal þess sem lesa má í nýfundnum bréfum frá Georg þriðja Englandskonungi til sonarins, Vilhjálms prins fjórða. 27.10.2008 11:10
Búið að sleppa lögguníðingunum úr Árbæ Gæsluvarðhald yfir fimm karlmönnum sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald vegna árásar á tvo lögregluþjóna um þarsíðustu helgi átti að renna út í dag. Þeim var hinsvegar öllum sleppt á föstudaginn og er rannsókn málsins á lokastigi. Þrír mannanna voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á miðvikudaginn í síðustu viku og bættust þeir í hóp tveggja annarra sem sátu í varðhaldi. 27.10.2008 11:05
Sýrlendingar æfir yfir árás Bandaríkjamanna Sýrlendingar eru æfir yfir því að bandarískt herlið hafi farið inn á sýrlenskt landsvæði nærri landamærum Íraks og myrt átta óbreytta borgara í gær. Fjögur börn eru sögð meðal hinna látnu. 27.10.2008 10:47
Kópavogsbær veitir ráðgjöf í kreppunni Kópavogsbær hefur opnað vefsíðuna Hönd í hönd til að vekja athygli á „margháttaðri og samþættri“ þjónustu fyrir Kópavogsbúa í tengslum við ráðgjafaver sem sett var á laggirnar vegna hruns á fjármálamarkaði, eins og segir í tilkynningu. 27.10.2008 10:39
McCain tapar að mati veðbanka Útlitið er ekki gott fyrir John McCain, forsetaframbjóðanda repúblikana í Bandaríkjunum, þessa dagana. Flestar skoðanakannanir benda til þess að hann muni lúta í lægra haldi fyrir Barack Obama, frambjóðanda demókrata og ekki batnar staðan þegar horft er til mats veðbanka. 27.10.2008 10:19
Óttast að toppnum sé ekki náð Gylfi Arnbjörnsson, nýkjörinn forseti ASÍ, segir nýjar verðbólgutölur skelfilegar og óttast að toppnum sé ekki náð. Líkt og fram kom á Vísi í morgun mældist verðbólgan 15,9 prósent og jókst um 1,9 prósentustig frá því í september. „Þetta undirstrikar mikilvægi þess að við náum fram styrkingu krónunnar og trúverðugleika á gjaldeyrismörkuðum," segir Gylfi sem þó er bjartsýnn á framhaldið. 27.10.2008 10:01
Segir Rússa enn í viðræðum við Íslendinga um lán Alexei Kudrin, fjármálaráðherra Rússlands, staðfesti í dag að Rússar ættu enn í viðræðum við Íslendinga um hugsanlegt lán vegna efnahagsástandsins á Íslandi. Þetta kemur fram á fréttavef rússneska miðilsins RIA Novosti. 27.10.2008 09:50
Skortur á „bótoxi” tefur ísbjarnauppstoppun Gjaldeyriskrísan hefur tekið á sig alveg nýja mynd í Skagafirði, en ekki hefur tekist að klára uppstoppun á Ísbirninum sem veginn var á Þverárfjalli í byrjun júní né birnunni sem vegin var við Hraun þar sem beðið er eftir varafylliefni, bótoxi, frá Bandaríkjunum. 27.10.2008 09:47
Verðbólgan nærri 16 prósent Verðbólga í október reyndist 15,9 prósent og jókst um 1,9 prósentustig frá septembermánuði. Þetta sýna nýjar tölur Hagstofunnar sem í dag birti vísitölu neysluverðs fyrir október. Hún hafði hækkað um 2,16 prósent á milli mánaða. 27.10.2008 09:00
Viðræður milli Norður- og Suður-Kóreu Herstjórnendur frá Norður- og Suður-Kóreu hittust á fundi í morgun og ræddu þar meðal annars leiðir til að auka samskipti ríkjanna og bæta þau. 27.10.2008 07:19
Segir Darling hafa vitað í hvað stefndi Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, vissi löngu fyrir fall íslensku bankanna í hvað stefndi. 27.10.2008 07:17
Einn af aðalstjórnendum Arellano-Felix-hringsins gripinn Mexíkósk yfirvöld handtóku um helgina einn af áhrifamestu höfuðpaurum alræmds fíkniefnahrings sem hefur aðsetur í Tijuana. 27.10.2008 07:12
Til síldar á ný Síldveiðiskipin stefna nú á Breiðafjörð eftir að veður gekk þar niður og aftur er hægt að hefja veiðar. 27.10.2008 07:10
Brotist inn í Flóru og Kaffivagninn Brotist var inn í Kaffi Flóru í Laugardalnum og Kaffivagninn á Grandagarði í nótt. Á báðum stöðum var rótað um í leit að verðmætum, en ekki er ljóst hvort einhverju var stolið. 27.10.2008 07:08
Björgunarsveitir þurftu tvisvar sinnum að koma sama manni til bjargar Þrjár björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leituðu í kvöld manns á bíl sem saknað var en talið var að hann væri á leið frá Egilsstöðum til Vopnafjarðar. Veður hefur verið vont á þessu svæði. 26.10.2008 21:00
Bretar eru að skapa fordæmi fyrir samskipti við önnur ríki Aðgerðir Breta gagnvart Íslendingum eru stríðsaðgerðir, sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, í Mannamáli í kvöld. Ögmundur sagði að með þessum aðgerðum sínum gagnvart Íslandi væru Bretar að skapa öðrum ríkjum fordæmi. 26.10.2008 19:38
Íslensk stjórnvöld hefðu getað komið í veg fyrir milliríkjadeilu við Breta Daginn áður en neyðarlög voru sett á bankana buðust bresk yfirvöld til að taka alla Icesave reikninga undir sína ábyrgð á fimm dögum, gegn því að Seðlabankinn lánaði Landsbankanum 200 milljónir punda í tryggingu. 26.10.2008 18:30
Móðgun við Íslendinga að láta Breta sjá um varnir Fyrirhuguð koma breskra herflugvéla til Íslands í árslok er, í ljósi nýjustu atburða, móðgun við Íslendinga. Þetta segir í ályktun Kjördæmissambands framsóknarmanna í norðausturkjördæmi sem þingaði á Egilsstöðum um helgina. 26.10.2008 19:57
Einn af árásarmönnunum á Hverfisgötu handtekinn Lögreglan hefur handtekið einn af fjórmenningunum sem ruddust inn í hús við Hverfisgötu með bareflum klukkan tíu í gærkvöld og börðu fjóra menn. Tveir íbúanna voru fluttir á slysadeild með höfuðáverka. 26.10.2008 18:05
Þriggja ára drengur fótbrotnaði í Fjölskyldugarðinum Anthony Kristjánsson, sem er þriggja ára gamall drengur, fótbrotnaði illa þegar að hann var með foreldrum sínum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í gær. Hann var að renna sér í rennibraut þegar slysið var og fóturinn slóst til með fyrrgreindum afleiðingum. 26.10.2008 17:00
Norðmenn vilja hjálpa Íslendingum Norðmenn hafa skilning á aðstæðum Íslendinga og vilja aðstoða Íslendinga fjárhagslega. Þetta kom fram á fundi Steingríms J. Sigfússonar, formanni Vinstri grænna með Krisinu Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, og nánum ráðgjafa hennar. 26.10.2008 15:46
Hnífaskotskífumálið: Börnin fá þjónustu á BUGLi Börnin þrjú sem sættu alvarlegu ofbeldi af hendi föður síns á heimili þeirra á höfuðborgarsvæðinu gengur vel að aðlagast breyttum aðstæðum. 26.10.2008 14:18
Stöðvuðu smygl á 10 tonnum af kókaíni Kólumbíska lögreglan kom í gær í veg fyrir að meira en tíu tonnum af kókaíni yrði smyglað úr landi. Hún hefur þegar gerð upptæk yfir hundrað tonn af kókaíni það sem af er árinu. 26.10.2008 12:07
Mótmælin í gær vekja alheimsathygli Mótmælin í Reykjavík í gær, þar sem meðal annars var krafist afsagnar seðlabankastjóra, hafa vakið athygli fjölmiðla víða um heim. 26.10.2008 11:54
Hálka og ófærð víðsvegar um landið Það er hálka og skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum en hálkublettir víða á útvegum á Suðurlandi. Á Vesturlandi er víða nokkur hálka - og skafrenningur sumstaðar á heiðum. 26.10.2008 10:13
Hartnær 50 þúsund manns mótmæla yfirgangi Breta Tæplega fimmtíu þúsund manns hafa skrifað nafns sitt við þjóðarávarp til Breta á netsíðunni Indefence en síðan var opnuð á fimmtudaginn. Á síðunni er þeirri ákvörðun breskra stjórnvalde að beita hryðjuverkalögum gegn íslensku bönkunum mótmælt harðlega. 26.10.2008 10:08
Leidd fyrir dómara vegna óeirða á Sjálandi Í dag munu þrjár konur og 1 karlmaður koma fyrir dóm vegna óeirðanna við flóttamannabúðirnar í Sandholm á Sjálandi í gær. 26.10.2008 10:04