Innlent

Björgvin G: Bankahrunið kallar á endurskoðun í Evrópumálum

Björgvin G. Sigurðsson sagði í Helsinki í dag að hrun bankakerfisins kalli á endurskoðun á evrópustefnunni á Íslandi. Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir Björgvini að „tímarnir hafi breyst" og að Íslendingar verði að taka umræðuna um Evrópusambandið til gagngerar endurskoðunnar.

„Það er vaxandi þrýstingur á stjórnmálaflokkana að endurskoða stefnu sína í sambandi við aðild að Evrópusambandinu," sagði Björgvin við fréttamenn í Helsinki í dag en þar stendur yfir fundur Norðurlandaráðs.

Björgvin bætti því við að lánsfjárkreppan sem fór svo illa með íslenskt efnahagslíf hefði ekki haft svo víðtæk áhrif sem raunin varð ef Ísland hefði verið aðili að myntbandalagi Evrópu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×