Veruleg óvissa um fjárþörf ríkisins 27. október 2008 13:09 Friðrik Már Baldursson. Mikil óvissa er um það hversu mikla fjármuni íslenska ríkið þarf til þess að takast á við þá erfiðleika sem nú ganga yfir. Þetta kom fram í máli Friðriks Márs Baldurssonar, professors við Háskólann í Reykjavík, á á opnum fundi efnahags- og skattanefndar Alþingis nú eftir hádegið. Boðað var til fundarins að kröfu Ögmundar Jónassonar, fulltrúa Vinstri - grænna í nefndinni. Vildi hann fá upplýsingar um lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og aðkomu hans að málum hér. Vildi hann jafnframt að Friðrik og Ásmundur Stefánsson, sem einnig sat fyrir svörum á fundinum, reifuðu verksvið sitt en þeir hafa haft á hendi samræmingu aðgerða stjórnvalda. Friðrik Már sagðist hafa verið kallaður að verkefninu þegar kreppan hefði verið að skella fyrir um þremur vikum. Hann hefði unnið fyrir forsætisráðuneytið. Það hefðu dunið yfir atburðir sem hið venjulega stjórnkerfi réði ekki við og því hefði þurft fleiri til að koma að vinnunni. Sagði Friðrik að hann hefði verið tengiliður við ýmsa aðila, þar á meðal Alþjóðagjaldeyrissjóðin, og að hans starfi væri formlega lokið með samkomulagi við sendinefnd sjóðsins á dögunum. Friðrik sagði enn fremur að samkomulagið við sjóðinn byggðist á áætlun íslenskra stjórnvalda um að ná efnahagslegum stöðugleika. Sagði hann forstjóra sjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, jákvæðan í garð lánsins sem gæfi vonir um samþykki stjórnar hans. Um væri að ræða tveggja milljarða dollara lán, 840 milljónir yrðu reiddar fram strax og um 1200 milljónir á næstu tveimur árum. Hins vegar væri veruleg óvissa um hver raunveruleg þörf íslenska ríkisins fyrir fjármuni og þegar nýtt bankakerfi kæmist af stað þyrfti að meta stöðuna á ný. Fram hefur komið að ríkið telji sig þurfa fjóra milljarða dollara til viðbótar við lán IMF og sagði Friðrik að þeir fjármunir þyrftu að koma frá öðrum þjóðum. Sú tala hefði verið sett fram til þess að menn hefðu borð fyrir báru og til þess að menn lentu ekki í gjaldeyrisþröng. Kjölfesta gæti þá myndast fyrir peninga- og gjaldeyrisstefnu. Sagði Friðrik að áætlun stjórnvalda miðaðist að því að endurvekja traust á íslenskum efnahag, styrkja stöðu ríksins og endureisa íslenskt bankakerfi. Þetta væri risavaxið verkefni og fyrirsjáanlegu væri verulegur samdráttur í efnahagslífinu. Hins vegar væri gert ráð fyrir að samdráttur yrði skammvinnur og að hagvöxtur næði sér á strik innan ekki of langs tíma. Friðrik sagði að nýjar aðstæður þýddu væntanlega að afgangur yrði af viðskiptajöfnuði jafnvel strax á þessum ársfjórðungi. Þá sagði hann að skuldir ríkissjóðs myndu aukast og endurfjármögnun bankanna, þar með talin Seðlabankans, yrði 700 milljarðar króna á næsta ári. Lán IMF væri ekki til þessa verkefna heldur til þess að efla gjaldeyrisvaraforðann. Þá væri það sameiginlegur skilningur hjá íslenskum stjórnvöldum og IMF að það væri óskynsamlegt að reyna að ná jöfnuði í ríkisrekstri á næsta ári en hins vegar þyrfti að setja fram trúgverðuga áætlun um það hvernig við myndum borga skuldir okkar. Það væri mikilvægt að opna á eðlileg viðskipti milli Íslands og annarra landa og ná tökum á genginu. Fyrsta skrefið væri að opna á eðlileg gjaldeyrisviðskipti en jafnframt að tryggja stöðugt gengi krónunnar. Hætta væri á því að þrýstingur myndaðist á krónuna þegar gjaldeyrisviðskipti yrðu aftur gerð eðlileg og fjármagn streymdi úr landi og því væri stórefling gjaldeyrisforðans nauðsynlegur þáttur. Friðrik sagði ábyrgð á málum ekki bara liggja hjá stjórnvöldum. Allir aðilar þyrtu að halda ró sinni. Krónan væri of lágt skráð og myndi styrkjast til lengri tíma. Þá sagði hann aðútflytjendur mættu ekki bíða með að flytja út vörur þar til gengið sig lengra niður heldur þyrftu þeir að koma með gjaldeyri inn í landið. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
Mikil óvissa er um það hversu mikla fjármuni íslenska ríkið þarf til þess að takast á við þá erfiðleika sem nú ganga yfir. Þetta kom fram í máli Friðriks Márs Baldurssonar, professors við Háskólann í Reykjavík, á á opnum fundi efnahags- og skattanefndar Alþingis nú eftir hádegið. Boðað var til fundarins að kröfu Ögmundar Jónassonar, fulltrúa Vinstri - grænna í nefndinni. Vildi hann fá upplýsingar um lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og aðkomu hans að málum hér. Vildi hann jafnframt að Friðrik og Ásmundur Stefánsson, sem einnig sat fyrir svörum á fundinum, reifuðu verksvið sitt en þeir hafa haft á hendi samræmingu aðgerða stjórnvalda. Friðrik Már sagðist hafa verið kallaður að verkefninu þegar kreppan hefði verið að skella fyrir um þremur vikum. Hann hefði unnið fyrir forsætisráðuneytið. Það hefðu dunið yfir atburðir sem hið venjulega stjórnkerfi réði ekki við og því hefði þurft fleiri til að koma að vinnunni. Sagði Friðrik að hann hefði verið tengiliður við ýmsa aðila, þar á meðal Alþjóðagjaldeyrissjóðin, og að hans starfi væri formlega lokið með samkomulagi við sendinefnd sjóðsins á dögunum. Friðrik sagði enn fremur að samkomulagið við sjóðinn byggðist á áætlun íslenskra stjórnvalda um að ná efnahagslegum stöðugleika. Sagði hann forstjóra sjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, jákvæðan í garð lánsins sem gæfi vonir um samþykki stjórnar hans. Um væri að ræða tveggja milljarða dollara lán, 840 milljónir yrðu reiddar fram strax og um 1200 milljónir á næstu tveimur árum. Hins vegar væri veruleg óvissa um hver raunveruleg þörf íslenska ríkisins fyrir fjármuni og þegar nýtt bankakerfi kæmist af stað þyrfti að meta stöðuna á ný. Fram hefur komið að ríkið telji sig þurfa fjóra milljarða dollara til viðbótar við lán IMF og sagði Friðrik að þeir fjármunir þyrftu að koma frá öðrum þjóðum. Sú tala hefði verið sett fram til þess að menn hefðu borð fyrir báru og til þess að menn lentu ekki í gjaldeyrisþröng. Kjölfesta gæti þá myndast fyrir peninga- og gjaldeyrisstefnu. Sagði Friðrik að áætlun stjórnvalda miðaðist að því að endurvekja traust á íslenskum efnahag, styrkja stöðu ríksins og endureisa íslenskt bankakerfi. Þetta væri risavaxið verkefni og fyrirsjáanlegu væri verulegur samdráttur í efnahagslífinu. Hins vegar væri gert ráð fyrir að samdráttur yrði skammvinnur og að hagvöxtur næði sér á strik innan ekki of langs tíma. Friðrik sagði að nýjar aðstæður þýddu væntanlega að afgangur yrði af viðskiptajöfnuði jafnvel strax á þessum ársfjórðungi. Þá sagði hann að skuldir ríkissjóðs myndu aukast og endurfjármögnun bankanna, þar með talin Seðlabankans, yrði 700 milljarðar króna á næsta ári. Lán IMF væri ekki til þessa verkefna heldur til þess að efla gjaldeyrisvaraforðann. Þá væri það sameiginlegur skilningur hjá íslenskum stjórnvöldum og IMF að það væri óskynsamlegt að reyna að ná jöfnuði í ríkisrekstri á næsta ári en hins vegar þyrfti að setja fram trúgverðuga áætlun um það hvernig við myndum borga skuldir okkar. Það væri mikilvægt að opna á eðlileg viðskipti milli Íslands og annarra landa og ná tökum á genginu. Fyrsta skrefið væri að opna á eðlileg gjaldeyrisviðskipti en jafnframt að tryggja stöðugt gengi krónunnar. Hætta væri á því að þrýstingur myndaðist á krónuna þegar gjaldeyrisviðskipti yrðu aftur gerð eðlileg og fjármagn streymdi úr landi og því væri stórefling gjaldeyrisforðans nauðsynlegur þáttur. Friðrik sagði ábyrgð á málum ekki bara liggja hjá stjórnvöldum. Allir aðilar þyrtu að halda ró sinni. Krónan væri of lágt skráð og myndi styrkjast til lengri tíma. Þá sagði hann aðútflytjendur mættu ekki bíða með að flytja út vörur þar til gengið sig lengra niður heldur þyrftu þeir að koma með gjaldeyri inn í landið.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira