Fleiri fréttir

Fánabrenna í mótmælum við Ráðherrabústaðinn

Efnahagsástandinu var mótmælt í Reykjavík og víðar í dag. Hörður Torfason tónlistamaður leiddi mótmæli sem hófust á Austurvelli klukkan þrjú en auk Harðar tóku til máls Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnarsambandsins og Einar Már Guðmundsson, rithöfundur.

Vilja aðildarviðræður við ESB strax

Stjórn kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi segir að hefja þurfi strax aðildarviðræður við ESB í ljósi efnahagsástandsins. Í yfirlýsingu krefst kjördæmisráðið uppgjörs við efnahags- og peningamálastefnu undanfarinna áratuga.

Hjólhýsi splundraðist í árekstri

Þriggja bíla árekstur varð við Esjuberg á Kjalarnesi fyrir stundu. Hjólhýsi sem var aftan í einum bílnum fauk út af veginum og sprakk að sögn sjúkraflutningamanna. Ekki er talið að fólkið sem var í bílunum hafi slasast alvarlega.

Dómsmálaráðuneytið auglýsir eftir nýjum lögreglustjóra

Dómsmálaráðuneytið auglýsir embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum laust til umsóknar í Morgunblaðinu á morgun. Jóhann R. Benediktsson gegndi áður embættinu en lét af embætti um síðustu mánaðamót vegna deilna við dómsmálaráðherra.

Fólki bjargað úr snjóflóði við Ólafsfjörð

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Dalvík og Ólafsfirði voru kallaðar út skömmu fyrir klukkan fjögur til að aðstoða fólk sem sat fast í snjóflóði á veginum milli Dalvíkur og Ólafsfjarðarganga.

Fjölmargir þáðu ókeypis súpu á Skólavörðustígnum

Góð aðsókn var að „Kjötsúpudegi" sem var haldinn hátíðlegur á Skólavörðustígnum í dag. Í boði var kjötsúpa með íslensku lambakjöti víðs vegar á Skólavörðustíg og grænmetissúpa úr lífrænt ræktuðu grænmeti fyrir utan Yggdrasil. Fjöldi fólks þáði veitingarnar sem í boði voru.

Kreppan má ekki valda einangrun í þjóðarsálinni

Háskóli Íslands brautskráði um 450 kandídata í dag. Við athöfnina voru þeir Jónatan Þórmundsson og Sigurður Líndal, frá Lagadeild og Søren Langvad frá Verkfræðideild sæmdir heiðursdoktornafnbót.

Styrkjum úthlutað til Vildarbarna

Í morgun, fyrsta vetradag, var í ellefta sinn úthlutað styrkjum úr sjóði Vildarbarna Icelandair. Að þessu sinni hlutu 23 börn og fjölskyldur þeirra styrk úr sjóðnum.

Erlendir fjölmiðlar fjalla mikið um lántökuna frá IMF

Víða er fjallað um lántöku Íslendinga hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í erlendum miðlum. Flestir gera þau nokkuð úr því að Ísland sé fyrsta vestræna ríkið sem fær lán frá sjóðnum frá árinu 1976.

Hálka víðsvegar á vegum landsins

Hálkublettir eru frá Reykjavík upp í Borgarfjörð en víða hálka í Dölum og á Snæfellsnesi samkvæmt Vegagerðinni. Fróðárheiði er þungfær.

Slagsmál í Borgarnesi

Lögreglan var kölluð að veitingahúsi í Borgarnesi í nótt þar sem slagsmál höfðu brotist út. Að sögn lögreglu voru það tveir menn sem höfðu sig mest í frammi og enduðu átökin með því að annar þeirra nefbrotnaði. Mennirnir tveir gistu fangageymslur lögreglunnar í nótt en voru látnir lausir í morgunsárið.

Kirkjuþing sett í dag

Biskup Íslands setur Kirkjuþing Þjóðkirkjunnar nú klukkan 10 í Grensáskirkju. Fimmtíu ár eru liðin frá því að þingið var fyrst haldið og er þess jafnframt minnst að 75 ár eru liðin frá því að Kirkjuráð tók fyrst til starfa.

Flóðskemmdir á Húsavík

Mikið flóð varð í Húsavík vegna óveðursins sem geisaði á Norðurlandi í gærkvöld og urðu skemmdir á mannvirkjum við Húsavíkurhöfn, til dæmis á hafnarvog, saltskemmu auk þess sem það flæddi inn í Naustavararhúsið. Á héraðsfréttavefnum 640.is er haft eftir Stefáni Stefánssyni hafnarverði að enn sé ekki ljóst hvort um mikið tjón sé að ræða.

Samfélag offitusjúklinga kaus sér formann

Félagar í Samfélagi offitusjúklinga, sem eru leiðandi fag- og vísindasamtök á sviði offitu, kusu Robert Kushner lækni í embætti formanns, á ársfundi samtakanna sem fram fór þann 3-7 október síðastliðinn.

Hvetur til fjölskyldustundar á morgun

Reykjavíkurborg býður borgarbúum upp á fjölskyldudagskrá undir yfirskriftinni „Gerum okkur dagamun" á morgun, fyrsta vetrardag. Ókeypis aðgangur verður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, sundlaugar, söfn og menningarstofnanir borgarinnar þennan dag. Víða verður boðið upp á skemmti- og fræðsludagskrá.

Ófært um Víkurskarð og Melrakkasléttu

Veðurstofan varar við stórhríð á Norðurlandi í kvöld og nótt. Það er ófært og stórhríð á Víkurskarði, ófært er um Melrakkastléttu, og á Vesturlandi er ófært um Fróðárheiði.

Formaður VG andvígur aðstoð frá IMF

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, er andvígur því að óska eftir stuðningi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann segir það vera mat sitt að önnur úrræði hafi ekki verið reynd til þrautar og að kringumstæður, skilmálar og það ferli sem framundan er, ef leitað verði til sjóðsins, sé allt mjög varhugavert.

HÍ brautskráir um 450 stúdenta á morgun

Haustbrautskráning kandídata frá Háskóla Íslands, fer fram í Háskólabíói á morgun, laugardaginn 25. október. Háskólahátíð hefst klukkan eitt eftir hádegi en henni lýkur um klukkan þrjú.

Flugstöðin á Akureyri var opin í nótt

Vegna fréttar í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag vilja starfsmenn flugstöðvarinnar á Akureyri koma því á framfæri að flugstöðin var opin í alla nótt og starfsmenn á þönum við að útvega teppi, kodda og gistingu. Fjöldi manns kaus frekar að bíða í flugstöðinni en að gista í bænum.

Andlit Annþórs verður á húsi Listasafns Reykjavíkur

Andliti handrukkarans Annþórs Kristjáns Karlssonar verður varpað á hús Listasafns Reykjavíkur. Annþór er ásamt fleirum þáttakandi í myndlistarsýningunni „Allir gera sem þeir geta" sem sýnd hefur verið í Listasafninu undanfarnar vikur.

Ríflega hundrað sagt upp hjá Kaupþingi

Forsvarsmenn Kaupþings eru byrjaðir að tilkynna því fólki sem ekki fær vinnu áfram um uppsagnir. Að sögn Friðberts Traustasonar framkvæmdarstjóra samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja er um ríflega 100 manns að ræða.

Sex japanskir túnfiskbátar í Reykjavíkurhöfn

Sex japanskir túnfiskveiðibátar eru nú í Reykjavíkurhöfn en þeir komu hingað til lands í gærdag. Bátarnir koma til hafnar nú vegna veðurs og taka í leiðinni olíu og vistir og í einu tilfelli verður skipt um hluta af áhöfn.

ASÍ vill aðildarviðræður við ESB

Alþýðusamband Íslands samþykkti nú fyrir stundu tillögu sem forysta sambandsins lagði fyrir ársfund sambandsins um að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og taki í framhaldinu upp evru sem gjaldmiðil.

Staðall um launajafnrétti

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa farið þess á leit við Staðlaráð Íslands að það hafi umsjón með gerð staðals sem notaður verði til að sannreyna hvort launa- og starfsmannastefna stofnana og fyrirtækja samræmist stefnu um launajafnrétti kynja og jafnrétti við ráðningar og uppsagnir.

Vill reka breska sendiherrann úr landi

Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslynda flokksins vill slíta stjórnmálasamstarfinu við Bretland og reka breska sendiherrann úr landi. Hann segir bresk stjórnvöld gera ósanngjarnar kröfur á íslendinga og þeir ættu að skammast sín.

IMF: Krefjast þess ekki að dregið verði úr fjárlagahalla

Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins héldu blaðamannafund í Karphúsinu í framhaldi af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að óskað verði eftir aðstoð frá sjóðnum. Á ráðherrafundinum var sagt að ekki væri hægt að fara út í þau skilyrði sem sjóðurinn setji fyrir aðstoðinni en á fundinum í Karphúsinu var þó rætt um aðgerðirnar. Sjóðurinn mun ekki krefjast þess að fjárlög skili hagnaði, heldur sé beinlínis reiknað með miklum hallafjárlögum til að byrja með.

IMF mun gera ráð fyrir kostnaði vegna Bretadeilu

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, fullyrðir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) mun í áætlunum sínum fyrir Ísland gera ráð fyrir útgjöldum vegna deilunnar við Breta og Hollendinga.

IMF lánið endurgreitt á árunum 2012-2015

Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum fyrir stundu svöruðu Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir spurningum fréttamanna. Þar sagði Geir að nú væri formlega búið að óska eftir 2 milljarða dollara aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Ferlið tæki hinsvegar um 10 daga og færi allt að óskum kæmu rúmar 800 milljónir bandaríkjadala strax í kjölfarið. Hann sagði að í dag hefði verið haft samband við aðra seðlabanka og hann mun sérstaklega ræða málin við norræna kollega sína á fundi í Helsinki á mánudaginn.

Ekkert í skilyrðum sjóðsins sem ekki er hægt að ganga að

Þau Geir Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynntu rétt í þessu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að óska eftir aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Greint hefur verið frá því að sjóðurinn leggi til tvo milljarða dollara en ekki verður að sinni sagt frá þeim efnahagslegu skilyrðum sem sjóðurinn gerir.

Bankastjóri Nýja Glitnis með 1750 þúsund á mánuði

Stjórn Nýja Glitnis, í samráði við framkvæmdastjórn bankans, hefur samþykkt launaramma fyrir stjórnendur og starfsmenn bankans. Í því felst að mánaðarlaun bankastjóra verða 1750 þúsund krónur.

Óskað eftir IMF aðstoð: Sjóðurinn lánar tvo milljarða dollara

Ríkisstjórnin hefur formlega óskað eftir samstarfi við Alþjóða­gjaldeyris­sjóðinn um að koma á efnahagslegum stöðugleika á Íslandi. Viðræður á milli fulltrúa Íslands og sjóðsins um fyrirkomulag samstarfsins hafa staðið yfir um nokkurt skeið. Unnin hefur verið ítarleg efna­hagsáætlun í samráði við fulltrúa sjóðsins með það að markmiði að koma á efna­hags­legum stöðugleika á nýju.

Sex milljarðar dollara í aðstoð

Fréttastofa Reuters hefur það eftir heimildarmönnum sem tengjast viðræðum Íslendinga við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að Íslendingar fái samtals lánsloforð að upphæð 6 milljörðum dollara, rúmlega 720 milljarða íslenskra. Milljarður dollara er frá IMF en afgangurinn frá öðrum þjóðum, þar á meðal Norðurlandaþjóðunum.

Siðareglur borgarfulltrúa að verða til

Vinnu starfshóps sem skipaður var til að ljúka við gerð siðareglna borgarfulltrúa gengur vel, að sögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra.

Rauði krossinn opnar skrifstofu í Malaví

Rauði kross Íslands hefur opnað skrifstofu í Lilongwe höfuðborg Malaví. Þar mun Hólmfríður Garðarsdóttir starfa sem heilbrigðisráðgjafi Rauða krossins og fylgist með heilbrigðisverkefnum sem Rauði krossinn rekur í landinu.

Eitt dýrasta námskeið sögunnar

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að undanfarið hafi Íslendingar undanfarið sótt eitt dýra námskeið sögunnar.

IMF boðar til blaðamannafundar í Karphúsinu

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur boðað til blaðamannafundar í Karphúsinu, Borgartúni 21, klukkan 15:00 í dag. Fundurinn er haldinn í kjölfarið á blaðamannafundi sem Ríkisstjórnin hefur boðað til í Ráðherrabústaðnum klukkan 14:15.

Vel gengur að manna frístundaheimili borgarinnar

Undanfarna daga og vikur hefur gengið vel að manna frístundaheimili Reykjavíkurborgar. ,,Fyrir tveimur vikum vantaði um 44 starfsmenn og er sú tala nú komin niður í 27," er haft eftir Soffíu Pálsdóttur, skrifstofustjóra hjá ÍTR, á heimasíðu borgarinnar.

Líkt og meirihlutinn hafi eitthvað að fela

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn er neikvæður og tregur til að veita skýr svör þegar kemur að ýmsum útgjöldum borgarsjóðs, að mati Ólafs F. Magnúsonar borgarfulltrúa.

Sjá næstu 50 fréttir