Erlent

Viðræður milli Norður- og Suður-Kóreu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá hersýningu í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu.
Frá hersýningu í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu.

Herstjórnendur frá Norður- og Suður-Kóreu hittust á fundi í morgun og ræddu þar meðal annars leiðir til að auka samskipti ríkjanna og bæta þau.

Þetta er í annað skiptið sem stjórnendur ríkjanna funda síðan í febrúar þegar ný ríkisstjórn tók við völdum í Suður-Kóreu. Fyrri fundurinn skilaði litlu, að sögn stjórnmálaskýrenda sem þó segja samskiptin vera að liðkast. Þriðji fundurinn er ráðgerður innan tíðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×