Innlent

Búist við holskeflu hópuppsagna

Tilkynningar um hópuppsagnir eru farnar að berast Vinnumálastofnun og umsóknum um atvinnuleysisbætur fjölgar dag frá degi. Búist er við holskeflu um mánaðamótin.

Starfsmenn Vinnumálastofnunar taka saman tilkynningar um hópuppsagnir um mánaðarmótin, en nú síðustu daga hafa þeim þegar borist tíðindi frá atvinnurekendum, einkum smáum og millistórum fyrirtækjum.

Hjá þessum fyrirtækjum er verið að segja upp um 20 til 30 manns að meðaltali. Fregnir um enn frekari uppsagnir í byggingariðnaðinum liggja í loftinu og samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun er greinilegt að víða eru uppsagnir í gangi í stórum stíl.

Síðustu tvær vikur hafa 50 til 100 umsóknir um atvinnuleysisbætur borist Vinnumiðluninni daglega, en búist er við mun meira álagi í byrjun nóvember hjá stofnuninni.

Atvinnuleysi mælist nú 2,2 prósent, en því er spáð að það verði allt að í 5% um áramótin.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×