Erlent

Segir Darling hafa vitað í hvað stefndi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Alistair Darling
Alistair Darling MYND/AP

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, vissi löngu fyrir fall íslensku bankanna í hvað stefndi.

Þetta segir frjálslyndi demókratinn Vince Cable sem telur Darling skulda sparifjáreigendum í Bretlandi útskýringar á því hvers vegna ekki hafi verið gripið til aðgerða áður en það var orðið of seint. Breska blaðið Daily Telegraph segir samtal Darling og Árna Mathiesen fjármálaráðherra vera til vitnis um að breska stjórnin hafi haft vitneskju um að íslensku bankarnir stefndu í þrot.

Þá kom það fram í Times um helgina að afritið af símtalinu sýndi að Darling hefði ekki mátt draga þær ályktanir af orðum íslensks starfsbróður síns að stjórnvöld hér á landi hygðust ekki standa við lagalegar skuldbindingar gagnvart viðskiptavinum IceSave.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×