Erlent

Leidd fyrir dómara vegna óeirða á Sjálandi

Í dag munu þrjár konur og 1 karlmaður koma fyrir dóm vegna óeirðanna við flóttamannabúðirnar í Sandholm á Sjálandi í gær. Tvo þeirra eru ákærð fyrir gróft ofbeldi gegn lögreglumanni. Í fyrstu voru mótmælin friðsamleg en þróuðust þó þannig að út brutust óeirðir og fólk reyndi að komast inn fyrir vírgirðingu umhverfis búðirnar. Lögreglan beitti piparspreyi og táragasi og handtók 43 manns.um 500 manns eru í flóttamannabúðunum í Sandholm sem reknar eru af Rauða krossinum. Flestir sem þar eru býða þess að hælisumsókn þeirra sé afgreidd.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×