Erlent

Segir Rússa enn í viðræðum við Íslendinga um lán

Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands.
Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands. MYND/AP

Alexei Kudrin, fjármálaráðherra Rússlands, staðfesti í dag að Rússar ættu enn í viðræðum við Íslendinga um hugsanlegt lán vegna efnahagsástandsins á Íslandi. Þetta kemur fram á fréttavef rússneska miðilsins RIA Novosti.

Þar segir að fregnir hafi borist af því að Rússar hafi hætt við að lána Íslendingum fé en þær ber Kudrin til baka.  Íslensk sendinefnd var í Rússlandi fyrr í mánuðinum þar sem rætt var um hugsanlegt lán en engin niðurstaða fékkst á fundum með fulltrúum rússneskra stjórnvalda.

Til stóð að Rússar lánuðu Íslendingum fjóra milljarða evra, um 600 milljarða króna, en fram kom í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra á föstudag að upphæðin yrði að líkindum ekki svo há vegna aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fleiri landa að málum hér á landi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×