Innlent

Henti fíkniefnum inn á lóð Litla-Hrauns

Lögreglan á Selfossi handtók á miðvikudagskvöldi þrjá karlmenn á Eyrarbakka. Þeir voru grunaðir um að hafa kastað fíkniefnum inn á lóð fangelsisins á Litla-Hrauni.

Við leit á svæðinu fannst pakki sem innihélt hvítar töflur og duft. Þetta reyndist vera amfetamín, rúmlega 10 töflur og lítilræði af dufti. Einn hinna handteknu viðurkenndi að hafa verið með efnin og kastað pakkanum yfir girðinguna við Litla-Hraun, segir í dagbók lögrelgunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×