Fleiri fréttir

Starfsmenn Landsbanka í London áhyggjufullir

Fullkomin óvissa ríkir um starfsmenn Landsbankans í London er þar vinna á annað hundrað manns. Einn starfsmaður bankans sem Vísir ræddi við í morgun segir að margir starfsmenn séu í mjög vondum málum. Til að mynda fjölskyldufólk sem hefur skuldbundið sig í langtíma leigusamninga og jafnvel húsnæðislán sem er erfitt að losna út úr.

Geir boðar til blaðamannafundar

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15 í Iðnó. Ekki fengust upplýsingar í forsætisráðuneytinu hvort að Geir verði einn til svara á fundinum.

Um 550 starfsmenn Landsbankans missa vinnuna

Um 1000 manns munu starfa hjá Nýja Landsbanka sem tók til starfa í morgun. Allir koma úr röðum núverandi starfsmanna Landsbankans, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá bankanum.

Kauphöllinni lokað fram á mánudag

Kauphöll Íslands hefur verið lokað fram á mánudag vegna óvenjulegra markaðsaðstæðna eins og segir í tilkynningu. Er þar væntanlega vísað til hruns íslensku bankanna þriggja sem voru skráðir í Kauphöllina.

Össur vill slá skjaldborg um sparisjóðina

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, vill slá skjaldborg um þá sparisjóði sem eru vel reknir og hafa sterkar vaxtalínur inn í framtíðina. Þetta kom fram í þættinum Bylgjunni í bítið fyrr í morgun.

Þrír ráðherrar vilja umtalsverða stýrivaxtalækkun

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra vilja öll að Seðlabankinn lækki stýrivexti umtalsvert og það hið fyrsta.

Lést í kjölfar líkamsárásar

Vinnumaður á bóndabæ á Norður-Jótlandi lést í morgun eftir líkamsárás sem aðrir vinnumenn á bænum eru grunaðir um.

Kastaði hlaðinni byssu út um glugga

Grunaður innbrotsþjófur á Amager í Kaupmannahöfn kastaði hlaðinni skammbyssu út um gluggann á íbúð sinni þegar lögreglan bankaði upp á hjá honum í gær vegna gruns um að hann geymdi þýfi á heimilinu.

Óttast að fleiri kókaínpakkar hafi rekið á land

Lögreglan á Vestur-Jótlandi óttast að fleiri kókaínpakkar hafi rekið á land í nágrenni bæjarins Lemvig en við greindum frá því í gær að þrír pakkar, sem hver vó eitt kíló, hefðu fundist á ströndinni.

Lenti í Keflavík með meðvitundarlausan farþega

Farþegaþota frá Continental-flugfélaginu á leið frá Þýskalandi til Bandaríkjanna lenti á Keflavíkurflugvelli undir kvöld í gær, þar sem einn farþeganna hafði misst meðvitund.

Fundað í Stjórnarráðinu og víðar

Geir H. Haarde, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Össur Skarphéðinsson funduðu í Stjórnarráðinu nú í kvöld. Fundinum lauk um hálf tíu leytið en þá fór Geir heim til sín í fylgd tveggja lögreglumanna frá Ríkislögreglustjóra.

Sullenberger býður upp á FL Group á ensku

„Vegna fjölda áskorunar fólks og þar sem fjöldi allur af erlendum blaðamönnum eru nú staddir á Íslandi hef ég ákveðið að gera FL Group myndböndin á Ensku,“ segir Jón Gerald Sullenberger í pósti sem barst Vísi fyrr í kvöld.

Kaupþingsmenn á fund Fjármálaeftirlitsins

Forsvarsmenn Kaupþings, þeir Sigurður Einarsson stjórnarformaður og Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri, komu fyrir stundu út úr Fjármálaeftirlitinu en vildu ekki tjá sig um erindi sitt þangað. Sögðu þeir að tilkynningar yrði að vænta á morgun.

Sjálfstæðismenn vilja flýta álveri á Bakka

Á aðalfundi sjálfstæðisfélags Suður-Þingeyinga var samþykkt ályktun um að skora á stjórnvöld að hraða undirbúningi við álver á Bakka við Húsavík, þannig að framkvæmdir geti hafist sem fyrst. Telja sjálfstæðismenn þetta sérlega mikilvægt í ljósi síðustu atburða í efnahagsmálum, þar sem í ljós hefur komið nauðsyn þess að skjóta fleiri stoðum undir íslenskt efnahagslíf.

Ekki sanngjarnt að kalla okkur óreiðumenn

Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans segir ekki sanngjarnt að kalla forsvarsmenn bankanna óreiðumenn líkt og Davíð Oddsson gerði í Kastljósi gærkvöldsins. Sigurjón var gestur Kastljóss Sjónvarpsins í kvöld.

Missti meðvitund í háloftunum

Rétt fyrir kl. 16:00 lenti fugvél frá Continental flugfélaginu á Keflavíkurflugvelli vegna veikinda eins farþega um borð. Hann hafði misst meðvitund á meðan á flugi stóð og ákvað flugstjórinn að lenda í Keflavík.

Íslenskir námsmenn í vanda erlendis

Nokkuð er um að íslenskir námsmenn erlendis hafi ekki getað fært peninga milli landa. Fjölskylda með 3 börn í Danmörku hefur ekki getað millifært af reikningi sínum og á ekki fyrir mat þótt innistæður séu drjúgar á Íslandi.

Pólverjarnir á leið heim með Iceland Express

Matthías Imsland forstjóri Iceland Express segir að fyrirtækið finni fyrir mikilli aukningu í flugi til Póllands upp á síðkastið. Flugfélagið flýgur einu sinni í viku til Póllands og margir hafa keypt sér miða aðra leiðina. Matthías segir að í lang flestum tilvikum sé um Pólverja að ræða.

Lýst eftir 16 ára pilti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að Viðari Marel Magnússyni. Hann fór frá unglingaheimilinu Háholti í Borgarnesi á mánudag, en þar hefur hann dvalið að undanförnu.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn svartsýnn á ástandið

Seðlabankar margra helstu ríkja heims lækkuðu stýrivexti sína í dag til að bregðast við fjármálakreppnunni. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir kreppuna sem dynji á heiminum þá verstu síðan á fjórða áratug síðustu aldar.

Ekkert fast í hendi

Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru hér á landi að fylgjast með þróun efnahagsmála, en stjórnvöld hafa enn ekki beðið þá um aðstoð. Forsætisráðherra segir að gengi íslensku krónunnar verði óstöðugt á næstunni. Hann ræddi við alla norrænu forsætisráðherrana í gær, en ekkert er fast í hendi.

Lögregla leitar að 6 ára einhverfum pilti í Breiðholti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að sex ára gömlum pilti í Breiðholti. Pilturinn sem er einhverfur var staddur á leiksvæði við Fellaskóla í Breiðholti en lögreglu barst tilkynning um hvarf piltsins um fimm leytið í dag.

Íslensk kona fannst látin í Færeyjum

Íslensk kona á sjötugsaldri sem leitað hefur verið að í Færeyjum er fundin. Hún reyndist látin eftir því sem segir á vefnum Dimmalættingi.

Verkfæri í óskilum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú eiganda verkfæranna á meðfylgjandi mynd. Sá hinn sami getur vitjað þeirra á lögreglustöðinni við Hverfisgötu gegn framvísun staðfestingar á eignarhaldi.

Fundað með Rússum um lán á þriðjudag

Fulltrúar íslenskra stjórnvalda funda á þriðjudaginn með rússneskum stjórnvöldum um hugsanlegt lán Rússa til Seðlabanka Íslands. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra á blaðamannafundi í Iðnó.

Lögreglan varar við bankasvindlurum

Ríkislögreglustjóra er kunnugt um að almenningi hér á landi hafi borist símtöl erlendis frá þar sem fólki er boðið að leggja fjármuni sína inn á bankareikninga í útlöndum.

Reynt að koma í veg fyrir að allt fé í peningamarkaðssjóðum tapist

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, segir að verið sé að vinna að því að útfæra lausnir sem verði til þess að fólk sem lagt hefur sparnað sinn í peningamarkaðssjóði fái að minnsta kosti hluta þess sparnaðar bættan. Peningamarkaðssjóðir njóta ekki sömu verndar og aðrir innlánareikningar og því hefur litið út fyrir að þessi sparnaður fólks sé tapaður, fari bankarnir í þrot.

Ráðstafanir gerðar fyrir utanríkisviðskipti

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi gert ráðstafanir þannig að erlend viðskipti íslenskra fyrirtækja geti farið fram á eðlilegan hátt. Á blaðamannafundi Iðnó í dag kom fram að hnökrar hefðu verið á þessum viðskiptum en Seðlabankanum hefði verið falið að leysa hnúta og gefa út ábyrgðaryfirlýsingar til viðbótar við yfirlýsingum viðskiptabanka.

Íslenski sendiherrann fundaði í Downingstræti

Sendiherra Íslands í Bretlandi, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, fór eftir hádegi í dag til fundar í Downingstræti 10 við háttsetta embættismenn í forsætisráðuneyti og fjármálaráðuneyti Bretlands.

Ísland hækkar á lista yfir samkeppnishæfni

Þrátt fyrir umrót í viðskiptalífinu undanfarið ár hækkar Ísland á lista Alþjóðaefnahagsráðsins um samkeppnishæfni þjóða úr 23. sæti 2007-2008 í 20. sæti 2008-2009.

Grunnþjónusta skerðist ekki á höfuðborgarsvæðinu

Þrátt fyrir að núverandi ástand hafi leitt til til versnandi fjárhags sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu verður lögð áhersla á að tryggja rekstur sveitarfélaganna með með óbreyttum hætti á komandi mánuðum og að öll grunn- og velferðarþjónusta sem þau veita íbúunum mun ekki skerðast.

Enginn vildi tala á Alþingi

Sú óvenjulega staða kom upp þegar þingfundur Alþingis hófst klukkan hálf tvö áðan þegar enginn þingmaður tók til máls undir liðnum störf þingsins.

Lengri biðröð en vanalega hjá Mæðrastyrksnefnd

Vikuleg afgreiðsla Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur hefst klukkan 14 og segir Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður nefndarinnar, að fjölmennari hópur en oft áður bíði nú eftir aðstoð. ,,Það er alltaf einhver biðröð og ég viðurkenni að hún er lengri en vanalega."

Árásarmanna enn leitað

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn tveggja manna sem eru grunaðir um rán og líkamsárás á Laugavegi um hálffjögurleytið aðfaranótt sunnudags.

Sjá næstu 50 fréttir