Innlent

Íslenskir námsmenn í vanda erlendis

Nokkuð er um að íslenskir námsmenn erlendis hafi ekki getað fært peninga milli landa. Fjölskylda með 3 börn í Danmörku hefur ekki getað millifært af reikningi sínum og á ekki fyrir mat þótt innistæður séu drjúgar á Íslandi.

Nokkuð misjafnar sögur berast frá námsmönnum sem eru við nám erlendis. Sumir hafa þurft að bíða í nokkra daga eftir að millifærsla milli landa gangi í gegn en slíkt tók aðeins örfáar mínútur fyrir 2 vikum.

Á netbanka Danske Bank blasa við íslendingum varnaðarorð um að millifærslur frá og til íslands geti tekið lengri tíma en vanalega vegna óstöðugleika í fjármálum landsins. Þá er einnig bent á það að farið verði sérstaklega yfir allar færslur.

Jóhanna Ýr Jónsdóttir er námsmaður í danmörku og býr þar ásamt manni sínum og þremur börnum. Hún fékk þessi svör í þjónustubanka sínum, Glitni, þegar hún reyndi að millifæra.

Í máli forsætisráðherra á blaðamannafundi fyrr í dag kom fram að seðlabankinn muni tryggja að öll erlend bankaviðskipti verði komin í eðlilegt horf eftir helgi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×