Fleiri fréttir

Læknar greiða atkvæði um kjarasamning

Kosning um samkomulag um nýjan kjarasamning sem samninganefnd Læknafélags Íslands og samninganefnd ríkisins komust að 1. október hófst í gær og stendur til hádegis 16. október. Kosningin er rafræn og fer fram í gegnum internetið.

Dæmdir fyrir tölvuþjófnað

Þrír menn hafa verið sakfelldir og dæmdir í skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir tölvuþjófnað á Suðurlandi.

Vill endurskoða starf SÞ og G8

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti kallar eftir því að starfsemi Sameinuðu þjóðanna og samtaka átta helstu iðnríkja heims verið endurskoðuð til þess að hin vaxandi efnhagsveldi fái aukið vægi.

Norðurlandabúum fjölgar um helming á einni öld

Norðurlandabúar eru nú um 25 milljónir eftir því sem segir í norrænu hagtöluárbókinni sem gefin er út árlega. Norðurlandabúar voru 12 milljónir árið 1900 og hefur fjöldi þeirra því tvöfaldast á rúmri öld. Á þessum tíma hefur Grænlendingum fjölgað nær fimmfalt, Íslendingum fjórfalt og Færeyingum þrefalt.

Ein tollgæsla - eitt tollumdæmi ályktar TFÍ

Einhugur er um það innan Tollvarðafélags Íslands að tollgæslan í landinu verði sameinuð undir eina stjórn og landið allt gert að einu tollumdæmi. Fjölmennur félagsfundur samþykkti ályktun þar að lútandi einróma í síðustu viku.

Innflutningsfyrirtæki finna glöggt fyrir gjaldeyrissveiflunum

„Við fylgjumst náið með gangi mála og sveiflur á gjaldeyrismarkaði hafa eðlilega mikil áhrif á innflutningsfyrirtæki,“ segir Edda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Karls K. Karlssonar ehf. sem flytur inn matvörur, kaffivélar og drykkjarvörur áfengar og óáfengar.

Extra Bladet safnaði fyrir Íslendinga

Extra Bladet hendir gaman að ástandinu á Íslandi og stóð fyrir söfnun fyrir eldfjallaeyju í kreppu sem rann á rassinn, eins og það er orðað.

Synti nakinn um fjármálahverfi

Nakinn miðaldra Vesturlandabúi var handtekinn í fjármálahverfi Tókýó í gær eftir að hann stakk sér til sunds í síki að viðstöddum fjölda áhorfenda.

Varað við fljúgandi hálku

Fljúgandi hálka er á Hellisheiði og þar hafa bílar farið út af. Einn hefur auk þess oltið og annar ekið á vírgirðingu á milli akreina, en enginn hefur slasast.

Stakk sambýlismanninn margsinnis

Deilum sambýlisfólks í Esbjerg í Danmörku lyktaði með því að rúmlega fertug kona stakk sambýlismann sinn margsinnis í brjóstið með hníf í gærkvöldi.

Kókaínreki á danskar fjörur

Pakkningar með mjög sterku kókaíni hefur í þrígang rekið á land í bænum Lemvig á Vestur-Jótlandi síðastliðna tvo daga.

Banki í gjörgæslu Fjármálaeftirlitsins

Stjórn Landsbankans hefur verið vikið frá. Hluthafar bankans tapa öllu sínu. FME tryggir áframhaldandi rekstur í skjóli nýrra laga. Óvíst að staðan hefði komið upp með láni frá Bandaríkjamönnum, segir fjármálaráðherra.

Fjármálaeftirlitið tekur yfir Glitni

Fjármálaeftirlitið hefur skipað sérstaka skilanefnd um rekstur Glitnis, með vísan í 5. grein laga um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði. Stjórn Glitnis óskaði eftir því bréflega á mánudagskvöld að Fjármálaeftirlitið nýtti sér nýfengnar heimildir í lögum til að flýta fyrirhuguðum hluthafafundi til samþykktar á aukningu hlutafjár félagsins um 600 milljónir evra í samræmi við hlutafjárloforð ríkisins.

„Ég söng aldrei þennan útrásarsöng“

Davíð Oddsson seðlabankastjóri var gestur í Kastljósi Sjónvarpsins nú í kvöld og fór þar um víðan völl. Hann sagði m.a að sendinefnd á vegum Seðlabankans fari til Moskvu að ræða hugsanlegt lán á næstu dögum. Þar verði tekið á móti nefndinni með jákvæðu hugarfari og Pútín sjálfur hafi heimilað með undirskrift sinni að þessar viðræður færu fram.

Welding áfram forstjóri Glitnis

Glitnir banki hf. tilkynnir hér með að Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að taka yfir vald hluthafafundar Glitnis banka hf. og víkja félagsstjórn í heild sinni frá störfum þegar í stað. FME hefur skipað skilanefnd sem tekur við öllum heimildum stjórnar þegar í stað.

Íslendingar ættu að leita ráða hjá Norðmönnum

Íslendingar ættu að leita til Norðmanna eftir ráðgjöf í þeim þrengingum sem nú standa yfir í landinu, segir Rögnvaldur Hannesson, professor við Viðskiptaháskóla Noregs. Rætt er við hann á norska viðskiptavefnum e24.no þar sem farið er yfir atburði dagsins og þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að leita til Rússa um lán.

Stoltenberg vill veita Íslandi 500 milljóna evra lán

Í Kastljósi Sjónvarpsins kom fram að Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs héldi því fram að Noregur væri til í að veita Íslandi 500 milljón evra lán. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sem þar var í viðtali svaraði því þannig til að allt væri hey í harðindum.

Þýskir fíkniefnasmyglarar áfram í gæsluvarðhaldi

Þýskur karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna.

Norðmenn vilja íslenska vini

Forsætisráðherra segir Íslendinga hafa þurft að leita sér nýrra vina í þrengingunum núna, eftir að rótgrónir vinir hafi ekki rétt hjálparhönd. Iðnaðarráðherra segir Bandaríkin gefa Íslendingum fingurinn. Fjármálaráðherra Noregs segir Norðmenn tilbúna í viðræður um aðstoð, en íslensk stjórnvöld hafi ekki leitað eftir henni.

Lögreglan leitar enn tveggja manna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn tveggja manna sem eru grunaðir um rán og líkamsárás á Laugavegi um hálffjögurleytið aðfaranótt sunnudags.

Ætlum að verja fjölskyldurnar í borginni

Aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar vegna breytinga í fjármála- og atvinnuumhverfi var samþykkt samhljóða í borgarstjórn fyrr í dag með öllum greiddum atkvæðum. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir samstöðuna sem náðist um málið í borgarstjórn skipta miklu máli.

Ölgerðin lækkar verð

Frá og með deginum í dag mun Ölgerðin lækka verð á öllum innfluttum mat og sérvörum um sex til níu prósent.

Auglýsa Ísland sem ódýran áfangastað

Forsvarsmenn Icelandair hafa hrint af stað auglýsingaherferð á markaðssvæðum sínum í útlöndum þar sem fólki er bent á að hversu hagkvæmur áfangastaður Ísland er orðið.

Meta þörfina fyrir fjármálaþjónustumiðstöð

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, segir að fullur kraftur sé í vinnu ráðuneyta, stofnanna og ýmissa samstarfsaðila til að samræma og tryggja ráðgjöf og þjónustu við þá sem þurfa á slíku að halda vegna þeirra fjármálaþrenginga sem nú ganga yfir.

Emergency law

On October 6th Icelandic Parliament passed an emergency law due to special circumstances on the financial market. The law took effect immediately.

SA stofna vinnuhóp til að fylgjast með ástandinu

Samtök atvinnulífsins hafa stofnað vinnuhóp til að fylgjast með afleiðingum fjármálakreppunnar fyrir atvinnulífið í landinu. Í tilkynningu frá SA segir að vinnuhópurinn sé skipaður fulltrúum allra aðildarsamtaka SA og fulltrúa Viðskiptaráðs Íslands.

Lögreglan í Færeyjum leitar íslenskrar konu

Lögreglan í Færeyjum leitar nú íslenskrar konu sem er 61 árs gömul og úr Hafnarfirði. Ekkert hefur spurt til hennar síðan á laugardag. Hún átti bókað flug til Íslands í gærkvöld en skilaði sér aldrei í flugið. Kringvarp Forøyja segir að konunnar sé leitað bæði á sjó og landi. Bátar, þyrla og leitarhundar séu notaðir við leitina.

Gjaldskrár óbreyttar í Reykjavík

Aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar vegna breytinga í fjármála- og atvinnuumhverfi var samþykkt samhljóða í borgarstjórn fyrr í dag með öllum greiddum atkvæðum.

Óskynsamlegt að lýsa yfir auknum þorskkvóta

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að það yrði mjög óskynsamlegt af sinni hálfu að lýsa því yfir að til stæði að auka þorskkvóta. Slíkar ákvarðanir eigi sjávarútvegsráðherra að taka á grundvelli ráðlegginga vísindamanna.

Fjármagn fyrir seinni áfanga álvers tryggt

Forsvarsmenn Norðuráls sem vinna að því að byggja álver í Helguvík segja ekkert að vanbúnaði fyrir fyrirtækið að ráðast í seinni áfanga álversins, fjármagn sé tryggt. Í tilkynningu frá Reykjanesbæ segir að framkvæmdir við byggingu kerskála hafi hafist í september og að þær gangi samkvæmt áætlun.

Óttast um hag sinn og fjölskyldna sinna

Starfsfólk í Landsbankanum er uggandi yfir sínum hag eftir að skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók yfir stjórn Landsbankans í samræmi við nýsamþykkt lög.

Yoko Ono til Íslands á morgun

Yoko Ono, ekkja bítilsins Johns Lennon, er væntanleg til landsins á morgun til að afhenda friðarverðlaun Lennon-Ono og tendra ljósið á friðarsúlunni í Viðey.

Fjárhagsáhyggjur fólks aukast

Fleiri Íslendingar leita sér aðstoðar vegna kvíða tengdum fjárhagsáhyggjum samkvæmt Sigurbjörgu Jónu Ludvigsdóttur hjá Kvíðameðferðarmiðstöðinni.

Búast við sprengingu í fjölda ferðamanna

Ísland er í kjölfar algjörs hruns krónunnar orðinn einn hagkvæmasti áfangastaður ferðamanna. Þetta segir blaðamaður This is London, og hefur það eftir sérfræðingum að búist sé við "minniháttar sprengingu" í straumi ferðamanna til landsins.

Sjá næstu 50 fréttir