Fleiri fréttir Rektor gagnrýnir aðgengi fatlaðra að háskólum hér á landi Í dag útskrifaði Keilir, miðstöð vísinda fræða og atvinnulífs, sína fyrstu nemendur. Runólfur Ágústsson, rektor skólans gagnrýndi í útskriftarræðu sinni aðgengi fatlaðra að háskólanámi hér á landi. Hann benti á að þeir skólar sem taki inn fatlaða nemendur, þurfi sjálfir að bera af slíku verulegan kostnað. Runólfur tók dæmi af Keili, en kostnaður skólans vegna aðkeyptrar túlkaþjónustu frá Samskiptamiðstöð heyrnalausra hleypur að hans sögn á milljónum króna næsta háskólaár. 9.8.2008 15:02 Allt að fjörutíu þúsund manns í Gleðigöngunni Mikið fjölmenni er nú í miðborg Reykjavíkur en Gleðiganga Hinsegin daga hófst á Hlemmi klukkan tvö. Blíðskaparveður er í bænum og áætlar lögreglan að 30 til 40 þúsund manns hafi lagt leið sína í miðbæinn af því tilefni. Gangan þykir aldrei hafa verið glæsilegri og taka um fjörutíu atriði þátt í henni. Þetta er í tíunda sinn sem Hinsegin dagar eru haldnir í Reykjavík. 9.8.2008 14:31 Rússar segja Georgíumenn stunda þjóðarmorð Erindreki Rússa hjá NATÓ segir að Georgíumenn stundi þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð á íbúum Suður-Ossetíu. Hann segir að átökin sem magnast hafa þar síðustu daga sé ekki hægt að kalla neitt annað en Rússneskir hermenn hafa barist við Georgíumenn sem reynt hafa að ná völdum í héraðinu sem lýst hefur yfir sjálfsstæði frá Georgíu. Suður-Ossetar hafa notið stuðnings Rússa í baráttu sinni fyrir sjálfstæði. 9.8.2008 13:31 Réttargæslumaður konunnar sammála lögreglu Þórdís Bjarnadóttir, lögmaður, er sammála yfirmanni kynferðisbrotadeildar höfuðborgarlögreglunnar sem sagði í viðtali við Fréttablaðið að nálgunarbann eigi að vera undir lögreglu komið. Hæstiréttur hafnaði á dögunum kröfu lögreglu um að framlengja nálgunarbann gagnvart manni sem grunaður er um að hafa ítrekað beitt konu sína grófu ofbeldi og misnotað hana kynferðislega. Þórdís er réttargæslumaður konunnar. 9.8.2008 13:20 Lokahönd lögð á undirbúning fyrir Hinsegin daga Undirbúningur fyrir gleðigöngu Hinsegin daga var í hámarki nú rétt fyrir hádegisfréttir þegar tugir sjálfboðaliða lögðu lokahönd á 30 metra orm með rúmlega tvö þúsund helíumblöðrum í öllum regnbogans litum. 9.8.2008 12:02 Átök einnig hafin í Abkasíu Átökin í Georgíu virðast nú vera að breiðast út en nýjustu fregnir hermað að herflugvélar hafi gert sprengjuárásir á landamærum Georgíu og Abkasíu. Abkasía er, líkt og Suður-Ossetía, sjálfstjórnarsvæði innan landamæra Georgíu sem lýst hefur yfir sjálfstæði. 9.8.2008 11:24 Drap mann og kastaði sér í dauðann Bandaríkjamaður lét lífið þegar kínverskur maður á fimmtugsaldri réðst á hann og tvo aðra í Pekíng í morgun. Árásarmaðurinn svipti sig lífi eftir árásina með því að stökkva út af háhýsi. Ekki er ljóst hvert tilefni árásarinnar var. 9.8.2008 09:41 Teknir í Leifsstöð Lögreglan á Suðurnesjum handtók í nótt þrjá aðila í tveimur aðskildum málum vegna fíkiniefnamisferlis. Allir voru þeir með tóbaksblandað hass í fórum sínum. Einn mannana var handtekinn í Reykjanesbæ en hinir tveir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir tveir síðarnefndu fengu gistingu hjá lögreglu þar sem þeir voru ekki í ástandi til að vera innan um almenning. 9.8.2008 09:40 Átök magnast í Suður-Ossetíu Rússneski flugherinn hefur í nótt gert loftárásir á herstöðvar í borginni Gori í Georgíu á meðan georgíski herinn berst við uppreisnarmenn í Suður-Ossetíu. Fjölmargir óbreyttir borgarar hafa fallið. Fréttamenn hafa séð sært fólk flutt í ofboði úr íbúðarbyggingum sem hafa orðið fyrir sprengjum. Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir að 1500 manns hafi látið lífið. 9.8.2008 09:35 Bílbruni í Álftamýri Tveir bílar brunnu til kaldra kola í Álftamýri í nótt og sá þriðji skemmdist nokkuð. Að sögn lögreglu kom eldurinn upp í bíl á bílastæði og læsti sig síðan í þann við hliðina. Þeir eru báðir taldir ónýtir. Eldsupptök eru ókunn. Að öðru leyti var nóttin óvenju róleg að sögn lögreglu. 9.8.2008 09:31 Vinnutímalöggjöf gerir Iceland Express grikk Vísi barst í kvöld hringing frá móður með þrjú börn sem beið á Akureyrarflugvelli eftir flugi Iceland Express til Kaupmannahafnar. Bilun kom upp í flugvélinni sem átti upprunalega að fara í loftið klukkan 15.30. 8.8.2008 23:14 Clapton skemmtir í Egilshöll Talið er að um tólf þúsund manns hafi sótt tónleika gítarleikarans og söngvarans Eric Clapton í Egilshöllinni í kvöld. 8.8.2008 22:12 Öryggisráð SÞ boðað til neyðarfundar Sendiherrar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa óskað eftir nýjum neyðarfundi öryggisráðs stofnunarinnar til þess að fara yfir ástandið í Suður-Ossetíu og reyna að koma í veg fyrir að stríð brjótist út. 8.8.2008 19:35 John Edwards hélt framhjá bráðveikri eiginkonu sinni Demókratinn John Edwards, sem fyrr á árinu sóttist eftir að verða forsetaframbjóðandi flokksins, hefur viðurkennt framhjáhald með konu sem hann hitti á krá í New York árið 2006. 8.8.2008 20:48 Hringvegurinn um Öxnadal opnaður á ný eftir bílslys - fimm slasaðir Hringvegurinn hefur verið opnaður á ný við Hraun í Öxnadal en loka varð veginum á sjötta tímanum vegna áreksturs tveggja bifreiðar. 8.8.2008 19:19 N1 dregur eldsneytishækkanir tilbaka N1 lækkaði eldsneytisverð nú síðdegis en félagið hafði hækkað verð á bensínlítra um tvær krónur og dísilolíu um eina krónu fyrr í dag. Samsvaraði lækkunin þeirri hækkun sem varð fyrr í dag. 8.8.2008 19:00 Umhverfisverndarsinnar fagna Búðarhálsvirkjun Umhverfisverndarsinnar fagna því að Landsvirkjun ætli að hefja framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun að nýju. Raforkan verður meðal annars seld álverinu í Straumsvík, sem er að undirbúa aukna framleiðslu í verinu með tæknilegum endurbótum. 8.8.2008 18:33 Andstaða við för íslenskra ráðamanna til Kína Samkvæmt skoðanakönnun Capasent fyrir Stöð 2 er fjórðungur þeirra sem tóku afstöðu andvígur því að Forseti Íslands og Menntamálaráðherra séu viðstaddir Ólympíuleikana í Kína. 8.8.2008 18:29 Þjóðveginum lokað í Öxnadal Þjóðvegurinn hefur verið lokaður í báðar áttir við Hraun í Öxnadal vegna bílslyss sem varð fyrir skömmu, samkvæmt upplýsingu frá lögreglu. 8.8.2008 17:37 Með um fjörtíu pakkningar af amfetamíni innvortis Lögreglan á Suðurnesjum telur að efnin, sem fundust í iðrum liðlega tvítugs Litháa sem handtekinn var í Leifsstöð við komuna til landsins í fyrra, sé amfetamín. 8.8.2008 17:36 Ólympíueldurinn tendraður í Peking Ólympíueldurinn var nú á fimmta tímanum tendraður á Ólympíuleikvanginum í Peking í Kína en það markar setningu Ólympíuleikanna. 8.8.2008 17:05 Fyrrverandi og núverandi starfsmenn veitingastaðar grunaðir í hnífstungumáli Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem teknir voru vegna gruns um aðild að hnífstungu í miðborg Reykjavíkur. Ráðist var á erlendan karlmann aðfaranótt föstudagsins í síðustu viku og hann stunginn í bakið svo að mikið blæddi. 8.8.2008 16:41 Rússar ráðast á Georgíumenn Her Rússa er kominn inn í Tskhinvali, höfuðborg Suður-Ossetíu og eru byrjaðir að ráðast á Georgíumenn. Eru þetta fyrstu staðfestu átökin á milli Rússa og Georgíumanna. 8.8.2008 16:39 Telur að ofbeldismaðurinn haldi áfram að beita ógnunum ,,Maðurinn braut nálgunarbannið þó hann hafi ekki ráðist á konuna. Hann hafði samband við hana sem honum var ekki heimilt. Ég sé engin rök fyrir því maðurinn muni ekki halda áfram að beita konuna ofbeldi." 8.8.2008 16:30 Segja N1 skulda viðskiptavinum umtalsverða lækkun Forsvarsmenn Félags íslenskra bifreiðaeigenda segja olíufélagið N1 skulda viðskiptavinum sínum umtalsverða lækkun á verði eldsneytis í samræmi við lækkun heimsmarkaðsverðs. Þá segir einnig í harðorðum pistli á heimasíðu FÍB að tómt mál sé að tala um þjóðarsátt fyrir daufum eyrum olíukónganna hjá N1. 8.8.2008 16:17 Hafa áhyggjur af almennum borgurum í Suður-Ossetíu Alþjóðlegi Rauði krossinn krefst þess að mannúðarlög séu virt í Suður-Ossetíu og hafa þungar áhyggjur af almennum borgurum á svæðinu. Átök fara harðnandi í Suður-Ossetíu á milli Georgíu og aðskilnaðarsinna og eru hermenn Rússlands á leið inn í héraðið til stuðnings aðskilnaðarsinnum. 8.8.2008 15:49 Rússneskar sprengjuvélar inn á íslenska flugstjórnarsvæðið í gær Tvær rússneskar sprengjuflugvélar flugu inn í íslenska flugstjórnarsvæðið í gærmorgun og fóru einn hring í kringum landið. Þær flugu þó ekki upp að ströndinni heldur stóran hring í kringum landið. 8.8.2008 15:48 Nálgunarbanni ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, segir að nálgunarbanni sé ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum. ,,Forsendurnar eru í dómnum." 8.8.2008 15:30 Hvetja til stillingar í Suður-Ossetíu Evrópusambandið, Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hvöttu í dag deilendur í Georgíu og Suður-Ossetíu til þess að leggja strax niður vopn og hefja þess í stað viðræður. 8.8.2008 15:28 Utanríkisráðherra í heimsókn til Vestfjarða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra heldur til Vestfjarða á mánudaginn kemur til þess að funda með Fjórðungssambandi Vestfirðinga og framkvæmdastjórum sveitarfélaga. 8.8.2008 15:09 Búðarhálsvirkjun aftur á dagskrá - orka seld til Rio Tinto Alcan Landsvirkjun hefur ákveðið að hefja á ný framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun í Tungná. Orkan verður seld til Rio Tinto Alcan sem mun auka framleiðslu sína í Straumsvík og til Verne Holding sem hyggst reisa netþjónabú á gamla varnarliðssvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 8.8.2008 14:41 Mjög ólíklegt að nokkur Íslendingur sé í Suður-Ossetíu Mjög ólíklegt er að nokkur Íslendingur sé í Suður-Ossetíu þar sem stöðug átök hafa verið síðan í nótt. „Það eru nánast engar líkur á því að Íslendingar séu á svæðinu. Mjög erfitt er að komast inn í Suður-Ossetíu vegna strangrar landamæragæslu," segir Urður Gunnarsdóttir fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. 8.8.2008 14:36 Segir Jón Steinar hafa sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum Atli Gíslason, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, hafi sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum. 8.8.2008 14:24 Sigurður Tómas stýrir undirbúningi að nýju saksóknaraembætti Sigurður Tómas Magnússon, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, hefur verið ráðinn til að stýra undirbúningi að stofnun nýs embættis héraðssaksóknara. 8.8.2008 14:19 Ekki búið að tryggja viðbótarfjármagn vegna Hallgrímskirkju Fjármögnun fyrir viðbótarviðgerðir á steypuskemmdum á Hallgrímskirkjuturni hefur enn ekki verið tryggð. 8.8.2008 13:44 Borgarstjóri leitaði ráðgjafar vegna brottvikningar Ólafar Guðnýjar Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður staðfestir að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hafi ráðfært sig við hana um breytingar á skipan í skipulagsráði. Hún segist þó ekki hafa verið með í ráðum þegar hann tók þessa ákvörðun. 8.8.2008 13:30 Forseti Georgíu segir Rússa í stríði Míkhaíl Saakashvílí, forseti Georgíu, sagði í sjónvarpsviðtali í dag að Rússar hefðu hafið stríð gegn Georgíu. 8.8.2008 13:19 Enn verið að leita í braki Enn er verið að leita í braki lestar sem skall á hrunda brú í Tékklandi í morgun. Að minnsta kosti sex létust í slysinu en áður var haldið að tíu manns hefðu látist. Um var að ræða EuroCitylest á leið á milli Prag og Kraká. 8.8.2008 12:57 Opnunarhátíð Ólympíuleikanna hafin Setningarathöfn Ólympíuleikanna í Peking hófst nú í hádeginu. Þjóðarleiðtogar stórveldanna og önnur fyrirmenni hafa komið sér fyrir í heiðursstúkunum. 8.8.2008 12:39 Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að embættið hafi talið ríka ástæðu til að fara fram á áframhaldandi nálgunarbann manns sem ákærður hefur verið fyrir að beita sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. 8.8.2008 12:30 Segir borgarlögmann hafa staðfest að brottvikning hafi verið málefnaleg Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir það hrein ósannindi að brottvikning Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur sé byggð á ómálefnalegum ástæðum. Borgarlögmaður hafi staðfest það. 8.8.2008 12:25 Sprengjuleitarmenn í Gleðigöngunni á morgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun hafa sprengjuleitamenn á vegum sérsveitar Ríkislögreglustjóra tiltæka þegar Hinsegin dagar ná hápunkti með Gleðigöngu á morgun. 8.8.2008 12:05 Þriðji maðurinn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Héraðsdómur Reykjavíkur hefur að kröfu lögreglunnar úrskurðað þriðja manninn í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á útlending á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis aðfaranótt föstudagsins í síðustu viku. 8.8.2008 12:05 Medvedev heitir því að verja samlanda í Suður-Ossetíu Forseti Rússlands Dmitry Medvedev heitir því að verja samlanda sína sem eru búsettir í Suður-Ossetíu. Átök brutust út þar í nótt á milli Georgíumanna og heimamanna þegar Georgíumenn umkringdu höfuðborg héraðsins Tskhinvali. Medvedev hét einnig að refsa þeim sem bæru ábyrgð á dauða samlanda sína. 8.8.2008 11:49 Efnahagslægð á Spáni dregur úr fjölda innflytjenda Versnandi efnahagsaðstæður á Spáni hafa meðal annars leitt til þess að innflytjendum frá Afríku sem reyna að koma til landsins hefur fækkað. 8.8.2008 11:45 Sjá næstu 50 fréttir
Rektor gagnrýnir aðgengi fatlaðra að háskólum hér á landi Í dag útskrifaði Keilir, miðstöð vísinda fræða og atvinnulífs, sína fyrstu nemendur. Runólfur Ágústsson, rektor skólans gagnrýndi í útskriftarræðu sinni aðgengi fatlaðra að háskólanámi hér á landi. Hann benti á að þeir skólar sem taki inn fatlaða nemendur, þurfi sjálfir að bera af slíku verulegan kostnað. Runólfur tók dæmi af Keili, en kostnaður skólans vegna aðkeyptrar túlkaþjónustu frá Samskiptamiðstöð heyrnalausra hleypur að hans sögn á milljónum króna næsta háskólaár. 9.8.2008 15:02
Allt að fjörutíu þúsund manns í Gleðigöngunni Mikið fjölmenni er nú í miðborg Reykjavíkur en Gleðiganga Hinsegin daga hófst á Hlemmi klukkan tvö. Blíðskaparveður er í bænum og áætlar lögreglan að 30 til 40 þúsund manns hafi lagt leið sína í miðbæinn af því tilefni. Gangan þykir aldrei hafa verið glæsilegri og taka um fjörutíu atriði þátt í henni. Þetta er í tíunda sinn sem Hinsegin dagar eru haldnir í Reykjavík. 9.8.2008 14:31
Rússar segja Georgíumenn stunda þjóðarmorð Erindreki Rússa hjá NATÓ segir að Georgíumenn stundi þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð á íbúum Suður-Ossetíu. Hann segir að átökin sem magnast hafa þar síðustu daga sé ekki hægt að kalla neitt annað en Rússneskir hermenn hafa barist við Georgíumenn sem reynt hafa að ná völdum í héraðinu sem lýst hefur yfir sjálfsstæði frá Georgíu. Suður-Ossetar hafa notið stuðnings Rússa í baráttu sinni fyrir sjálfstæði. 9.8.2008 13:31
Réttargæslumaður konunnar sammála lögreglu Þórdís Bjarnadóttir, lögmaður, er sammála yfirmanni kynferðisbrotadeildar höfuðborgarlögreglunnar sem sagði í viðtali við Fréttablaðið að nálgunarbann eigi að vera undir lögreglu komið. Hæstiréttur hafnaði á dögunum kröfu lögreglu um að framlengja nálgunarbann gagnvart manni sem grunaður er um að hafa ítrekað beitt konu sína grófu ofbeldi og misnotað hana kynferðislega. Þórdís er réttargæslumaður konunnar. 9.8.2008 13:20
Lokahönd lögð á undirbúning fyrir Hinsegin daga Undirbúningur fyrir gleðigöngu Hinsegin daga var í hámarki nú rétt fyrir hádegisfréttir þegar tugir sjálfboðaliða lögðu lokahönd á 30 metra orm með rúmlega tvö þúsund helíumblöðrum í öllum regnbogans litum. 9.8.2008 12:02
Átök einnig hafin í Abkasíu Átökin í Georgíu virðast nú vera að breiðast út en nýjustu fregnir hermað að herflugvélar hafi gert sprengjuárásir á landamærum Georgíu og Abkasíu. Abkasía er, líkt og Suður-Ossetía, sjálfstjórnarsvæði innan landamæra Georgíu sem lýst hefur yfir sjálfstæði. 9.8.2008 11:24
Drap mann og kastaði sér í dauðann Bandaríkjamaður lét lífið þegar kínverskur maður á fimmtugsaldri réðst á hann og tvo aðra í Pekíng í morgun. Árásarmaðurinn svipti sig lífi eftir árásina með því að stökkva út af háhýsi. Ekki er ljóst hvert tilefni árásarinnar var. 9.8.2008 09:41
Teknir í Leifsstöð Lögreglan á Suðurnesjum handtók í nótt þrjá aðila í tveimur aðskildum málum vegna fíkiniefnamisferlis. Allir voru þeir með tóbaksblandað hass í fórum sínum. Einn mannana var handtekinn í Reykjanesbæ en hinir tveir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir tveir síðarnefndu fengu gistingu hjá lögreglu þar sem þeir voru ekki í ástandi til að vera innan um almenning. 9.8.2008 09:40
Átök magnast í Suður-Ossetíu Rússneski flugherinn hefur í nótt gert loftárásir á herstöðvar í borginni Gori í Georgíu á meðan georgíski herinn berst við uppreisnarmenn í Suður-Ossetíu. Fjölmargir óbreyttir borgarar hafa fallið. Fréttamenn hafa séð sært fólk flutt í ofboði úr íbúðarbyggingum sem hafa orðið fyrir sprengjum. Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir að 1500 manns hafi látið lífið. 9.8.2008 09:35
Bílbruni í Álftamýri Tveir bílar brunnu til kaldra kola í Álftamýri í nótt og sá þriðji skemmdist nokkuð. Að sögn lögreglu kom eldurinn upp í bíl á bílastæði og læsti sig síðan í þann við hliðina. Þeir eru báðir taldir ónýtir. Eldsupptök eru ókunn. Að öðru leyti var nóttin óvenju róleg að sögn lögreglu. 9.8.2008 09:31
Vinnutímalöggjöf gerir Iceland Express grikk Vísi barst í kvöld hringing frá móður með þrjú börn sem beið á Akureyrarflugvelli eftir flugi Iceland Express til Kaupmannahafnar. Bilun kom upp í flugvélinni sem átti upprunalega að fara í loftið klukkan 15.30. 8.8.2008 23:14
Clapton skemmtir í Egilshöll Talið er að um tólf þúsund manns hafi sótt tónleika gítarleikarans og söngvarans Eric Clapton í Egilshöllinni í kvöld. 8.8.2008 22:12
Öryggisráð SÞ boðað til neyðarfundar Sendiherrar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa óskað eftir nýjum neyðarfundi öryggisráðs stofnunarinnar til þess að fara yfir ástandið í Suður-Ossetíu og reyna að koma í veg fyrir að stríð brjótist út. 8.8.2008 19:35
John Edwards hélt framhjá bráðveikri eiginkonu sinni Demókratinn John Edwards, sem fyrr á árinu sóttist eftir að verða forsetaframbjóðandi flokksins, hefur viðurkennt framhjáhald með konu sem hann hitti á krá í New York árið 2006. 8.8.2008 20:48
Hringvegurinn um Öxnadal opnaður á ný eftir bílslys - fimm slasaðir Hringvegurinn hefur verið opnaður á ný við Hraun í Öxnadal en loka varð veginum á sjötta tímanum vegna áreksturs tveggja bifreiðar. 8.8.2008 19:19
N1 dregur eldsneytishækkanir tilbaka N1 lækkaði eldsneytisverð nú síðdegis en félagið hafði hækkað verð á bensínlítra um tvær krónur og dísilolíu um eina krónu fyrr í dag. Samsvaraði lækkunin þeirri hækkun sem varð fyrr í dag. 8.8.2008 19:00
Umhverfisverndarsinnar fagna Búðarhálsvirkjun Umhverfisverndarsinnar fagna því að Landsvirkjun ætli að hefja framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun að nýju. Raforkan verður meðal annars seld álverinu í Straumsvík, sem er að undirbúa aukna framleiðslu í verinu með tæknilegum endurbótum. 8.8.2008 18:33
Andstaða við för íslenskra ráðamanna til Kína Samkvæmt skoðanakönnun Capasent fyrir Stöð 2 er fjórðungur þeirra sem tóku afstöðu andvígur því að Forseti Íslands og Menntamálaráðherra séu viðstaddir Ólympíuleikana í Kína. 8.8.2008 18:29
Þjóðveginum lokað í Öxnadal Þjóðvegurinn hefur verið lokaður í báðar áttir við Hraun í Öxnadal vegna bílslyss sem varð fyrir skömmu, samkvæmt upplýsingu frá lögreglu. 8.8.2008 17:37
Með um fjörtíu pakkningar af amfetamíni innvortis Lögreglan á Suðurnesjum telur að efnin, sem fundust í iðrum liðlega tvítugs Litháa sem handtekinn var í Leifsstöð við komuna til landsins í fyrra, sé amfetamín. 8.8.2008 17:36
Ólympíueldurinn tendraður í Peking Ólympíueldurinn var nú á fimmta tímanum tendraður á Ólympíuleikvanginum í Peking í Kína en það markar setningu Ólympíuleikanna. 8.8.2008 17:05
Fyrrverandi og núverandi starfsmenn veitingastaðar grunaðir í hnífstungumáli Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem teknir voru vegna gruns um aðild að hnífstungu í miðborg Reykjavíkur. Ráðist var á erlendan karlmann aðfaranótt föstudagsins í síðustu viku og hann stunginn í bakið svo að mikið blæddi. 8.8.2008 16:41
Rússar ráðast á Georgíumenn Her Rússa er kominn inn í Tskhinvali, höfuðborg Suður-Ossetíu og eru byrjaðir að ráðast á Georgíumenn. Eru þetta fyrstu staðfestu átökin á milli Rússa og Georgíumanna. 8.8.2008 16:39
Telur að ofbeldismaðurinn haldi áfram að beita ógnunum ,,Maðurinn braut nálgunarbannið þó hann hafi ekki ráðist á konuna. Hann hafði samband við hana sem honum var ekki heimilt. Ég sé engin rök fyrir því maðurinn muni ekki halda áfram að beita konuna ofbeldi." 8.8.2008 16:30
Segja N1 skulda viðskiptavinum umtalsverða lækkun Forsvarsmenn Félags íslenskra bifreiðaeigenda segja olíufélagið N1 skulda viðskiptavinum sínum umtalsverða lækkun á verði eldsneytis í samræmi við lækkun heimsmarkaðsverðs. Þá segir einnig í harðorðum pistli á heimasíðu FÍB að tómt mál sé að tala um þjóðarsátt fyrir daufum eyrum olíukónganna hjá N1. 8.8.2008 16:17
Hafa áhyggjur af almennum borgurum í Suður-Ossetíu Alþjóðlegi Rauði krossinn krefst þess að mannúðarlög séu virt í Suður-Ossetíu og hafa þungar áhyggjur af almennum borgurum á svæðinu. Átök fara harðnandi í Suður-Ossetíu á milli Georgíu og aðskilnaðarsinna og eru hermenn Rússlands á leið inn í héraðið til stuðnings aðskilnaðarsinnum. 8.8.2008 15:49
Rússneskar sprengjuvélar inn á íslenska flugstjórnarsvæðið í gær Tvær rússneskar sprengjuflugvélar flugu inn í íslenska flugstjórnarsvæðið í gærmorgun og fóru einn hring í kringum landið. Þær flugu þó ekki upp að ströndinni heldur stóran hring í kringum landið. 8.8.2008 15:48
Nálgunarbanni ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, segir að nálgunarbanni sé ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum. ,,Forsendurnar eru í dómnum." 8.8.2008 15:30
Hvetja til stillingar í Suður-Ossetíu Evrópusambandið, Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hvöttu í dag deilendur í Georgíu og Suður-Ossetíu til þess að leggja strax niður vopn og hefja þess í stað viðræður. 8.8.2008 15:28
Utanríkisráðherra í heimsókn til Vestfjarða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra heldur til Vestfjarða á mánudaginn kemur til þess að funda með Fjórðungssambandi Vestfirðinga og framkvæmdastjórum sveitarfélaga. 8.8.2008 15:09
Búðarhálsvirkjun aftur á dagskrá - orka seld til Rio Tinto Alcan Landsvirkjun hefur ákveðið að hefja á ný framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun í Tungná. Orkan verður seld til Rio Tinto Alcan sem mun auka framleiðslu sína í Straumsvík og til Verne Holding sem hyggst reisa netþjónabú á gamla varnarliðssvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 8.8.2008 14:41
Mjög ólíklegt að nokkur Íslendingur sé í Suður-Ossetíu Mjög ólíklegt er að nokkur Íslendingur sé í Suður-Ossetíu þar sem stöðug átök hafa verið síðan í nótt. „Það eru nánast engar líkur á því að Íslendingar séu á svæðinu. Mjög erfitt er að komast inn í Suður-Ossetíu vegna strangrar landamæragæslu," segir Urður Gunnarsdóttir fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. 8.8.2008 14:36
Segir Jón Steinar hafa sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum Atli Gíslason, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, hafi sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum. 8.8.2008 14:24
Sigurður Tómas stýrir undirbúningi að nýju saksóknaraembætti Sigurður Tómas Magnússon, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, hefur verið ráðinn til að stýra undirbúningi að stofnun nýs embættis héraðssaksóknara. 8.8.2008 14:19
Ekki búið að tryggja viðbótarfjármagn vegna Hallgrímskirkju Fjármögnun fyrir viðbótarviðgerðir á steypuskemmdum á Hallgrímskirkjuturni hefur enn ekki verið tryggð. 8.8.2008 13:44
Borgarstjóri leitaði ráðgjafar vegna brottvikningar Ólafar Guðnýjar Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður staðfestir að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hafi ráðfært sig við hana um breytingar á skipan í skipulagsráði. Hún segist þó ekki hafa verið með í ráðum þegar hann tók þessa ákvörðun. 8.8.2008 13:30
Forseti Georgíu segir Rússa í stríði Míkhaíl Saakashvílí, forseti Georgíu, sagði í sjónvarpsviðtali í dag að Rússar hefðu hafið stríð gegn Georgíu. 8.8.2008 13:19
Enn verið að leita í braki Enn er verið að leita í braki lestar sem skall á hrunda brú í Tékklandi í morgun. Að minnsta kosti sex létust í slysinu en áður var haldið að tíu manns hefðu látist. Um var að ræða EuroCitylest á leið á milli Prag og Kraká. 8.8.2008 12:57
Opnunarhátíð Ólympíuleikanna hafin Setningarathöfn Ólympíuleikanna í Peking hófst nú í hádeginu. Þjóðarleiðtogar stórveldanna og önnur fyrirmenni hafa komið sér fyrir í heiðursstúkunum. 8.8.2008 12:39
Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að embættið hafi talið ríka ástæðu til að fara fram á áframhaldandi nálgunarbann manns sem ákærður hefur verið fyrir að beita sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. 8.8.2008 12:30
Segir borgarlögmann hafa staðfest að brottvikning hafi verið málefnaleg Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir það hrein ósannindi að brottvikning Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur sé byggð á ómálefnalegum ástæðum. Borgarlögmaður hafi staðfest það. 8.8.2008 12:25
Sprengjuleitarmenn í Gleðigöngunni á morgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun hafa sprengjuleitamenn á vegum sérsveitar Ríkislögreglustjóra tiltæka þegar Hinsegin dagar ná hápunkti með Gleðigöngu á morgun. 8.8.2008 12:05
Þriðji maðurinn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Héraðsdómur Reykjavíkur hefur að kröfu lögreglunnar úrskurðað þriðja manninn í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á útlending á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis aðfaranótt föstudagsins í síðustu viku. 8.8.2008 12:05
Medvedev heitir því að verja samlanda í Suður-Ossetíu Forseti Rússlands Dmitry Medvedev heitir því að verja samlanda sína sem eru búsettir í Suður-Ossetíu. Átök brutust út þar í nótt á milli Georgíumanna og heimamanna þegar Georgíumenn umkringdu höfuðborg héraðsins Tskhinvali. Medvedev hét einnig að refsa þeim sem bæru ábyrgð á dauða samlanda sína. 8.8.2008 11:49
Efnahagslægð á Spáni dregur úr fjölda innflytjenda Versnandi efnahagsaðstæður á Spáni hafa meðal annars leitt til þess að innflytjendum frá Afríku sem reyna að koma til landsins hefur fækkað. 8.8.2008 11:45