Erlent

Medvedev heitir því að verja samlanda í Suður-Ossetíu

Dmitri Medvedev Rússlandsforseti.
Dmitri Medvedev Rússlandsforseti. Mynd/AP

Forseti Rússlands Dmitry Medvedev heitir því að verja samlanda sína sem eru búsettir í Suður-Ossetíu. Átök brutust út þar í nótt á milli Georgíumanna og heimamanna þegar Georgíumenn umkringdu höfuðborg héraðsins, Tskhinvali. Medvedev hét því einnig að refsa þeim sem bæru ábyrgð á dauða samlanda sinna.

Medvedev taldi það lagalega skyldu sína að vernda rússneska borgara svæðisins en meira en 90 prósent íbúa svæðisins hafa rússneskt ríkifsfang. Mikil spenna hefur verið á milli Rússlands og Georgíu vegna Suður-Ossetíu og öðru héraði í Georgíu, Abkasíu. Hafa Rússar myndað hálfgert samband með yfirvöldum í héröðunum sem eru hliðholl aðskilanði við Georgíu.

Hvorki Georgíumenn né alþjóðasamfélagið hefur viðurkennt ríkisstjórnina í Suður-Ossetíu sem lítur sjálf á héraðið sem sjálfstætt ríki. Georgíumenn líta á stjórn Suður-Ossetíu sem glæpastjórn sem þurfi að uppræta.

Yfirmaður rússnesku friðargæslunnar í Tskhinvali segir að borgin sé illa farin eftir átökin í nótt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×