Erlent

Átök magnast í Suður-Ossetíu

Uppreisnarmaður frá Suður-Ossetíu.
Uppreisnarmaður frá Suður-Ossetíu.
Rússneski flugherinn hefur í nótt gert loftárásir á herstöðvar í borginni Gori í Georgíu á meðan georgíski herinn berst við uppreisnarmenn í Suður-Ossetíu. Fjölmargir óbreyttir borgarar hafa fallið. Fréttamenn hafa séð sært fólk flutt í ofboði úr íbúðarbyggingum sem hafa orðið fyrir sprengjum. Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir að 1500 manns hafi látið lífið.

Rússnesk yfirvöld segjast vera að gera allt sem þau geta til að draga Georgíumenn að samningaborðinu - og eru jafnframt að senda fleiri herdeildir inn í Suður-Ossetíu til að efla rússneska friðargæsluliðið þar. Rússneskar hersveitir streymdu inn í Suður-Ossetíu í allan gærdag eftir að Georgíumenn hófu sókn gegn uppreisnarmönnum í héraðinu, sem sagði sig úr lögum við Georgíu og hefur stjórnað sér sjálft í sextán ár.

Að minnsta kosti tólf rússneskir hermenn hafa fallið og 150 særst í bardögunum. Talsmaður rússneska hersins hefur staðfest að Georgíumenn hafi skotið niður tvær rússneskar herflugvélar.

Búist er við að Mikheil Saakashvili forseti Gorgíu muni í dag setja herlög í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×