Erlent

Öryggisráð SÞ boðað til neyðarfundar

SHA skrifar
Íbúar Tskhinvali, höfuðborgar Suður-Ossetíu, flýja frá heimilum sínum.
Íbúar Tskhinvali, höfuðborgar Suður-Ossetíu, flýja frá heimilum sínum. MYND/Reuters

Sendiherrar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa óskað eftir nýjum neyðarfundi öryggisráðs stofnunarinnar til þess að fara yfir ástandið í Suður-Ossetíu og reyna að koma í veg fyrir að stríð brjótist út.

Öryggisráðið mistókst fyrr í morgun að komast að niðurstöðu um sameiginlega ályktun vegna ástandsins. Rússaland, sem er ein af fastaþjóðum ráðsins og hefur þar jafnframt neitunarvald, reyndi þá að leggja fram ályktun sem krafðist þess að Georgíumenn legðu niður vopn. Ályktunin var hins vegar ekki samþykkt.

Harðir bardagar geisa nú á svæðinu og eru aðalátakasvæðin í og við höfuðborg Suður-Ossetíu, Tskhinvali.

Rússar sendu inn herlið sitt á svæðið fyrr í dag og hafa miklir skotbardagar geisað á milli þeirra og stjórnarhers Georgíumanna sem vilja koma í veg fyrir að héraðið lýsi yfir sjálfstæði frá Georgíu.

Átökin hafa stigmanst mjög hratt í dag sem hefur orðið til þess að alþjóðsamfélagið hefur lýst yfir miklum áhyggjum með stöðu mála. Hræðast margir að atburðirnir leiði til stríðs milli Rússlands og Georgíu, ef það er ekki einfaldlega hafið nú þegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×