Erlent

Rússar segja Georgíumenn stunda þjóðarmorð

Dimitry Medvedev, forseti Rússlands.
Dimitry Medvedev, forseti Rússlands.
Erindreki Rússa hjá NATÓ segir að Georgíumenn stundi þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð á íbúum Suður-Ossetíu. Hann segir að átökin sem magnast hafa þar síðustu daga sé ekki hægt að kalla neitt annað en Rússneskir hermenn hafa barist við Georgíumenn sem reynt hafa að ná völdum í héraðinu sem lýst hefur yfir sjálfsstæði frá Georgíu. Suður-Ossetar hafa notið stuðnings Rússa í baráttu sinni fyrir sjálfstæði.

Dmitry Medvedev forseti Rússlands sagði í símtali við George Bush Bandaríkjaforseta í dag, að eina leiðin til að lægja öldurnar í héraðinu væri tafarlaust brotthvarf georgískra hermanna frá átakasvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×