Erlent

Rússar ráðast á Georgíumenn

Her Rússa er kominn inn í Tskhinvali, höfuðborg Suður-Ossetíu og eru byrjaðir að ráðast á Georgíumenn. Eru þetta fyrstu staðfestu átökin á milli Rússa og Georgíumanna.

Yfirmenn í her Rússa segjast munu bregðast snögglega við ef Georgíumenn hefja skothríð og að öll skot á svæði rússneskra friðargæslu liða verði staðfastlega stöðvaðar.

George Bush Bandaríkjaforseti sem var við opnunarhátíð Ólympíleikanna fyrr í dag fylgist grant með stöðu mála í Georgíu hefur Reuters fréttastofan eftir talsmanni Hvíta Hússins Dönu Perino. Hún segir hann virða landsvæði Georgíu og heitir á stríðandi fylkingar að leggja niður vopn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×