Erlent

Enn verið að leita í braki

Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. Mynd/AP

Enn er verið að leita í braki lestar sem skall á hrunda brú í Tékklandi í morgun. Að minnsta kosti sex létust í slysinu en áður var haldið að tíu manns hefðu látist. Um var að ræða EuroCitylest á leið á milli Prag og Kraká.

Ekki er vitað um þjóðerni þeirra látnu en báðar borgirnar eru vinsælir áningastaðir ferðamanna. Björgunarlið einbeitir sér nú að því að ná út lifandi sem enn er fast inni í vögnunum.

Var verið að gera upp brúnna en björgunarmenn telja að hún gæti hafa hrunið annaðhvort þegar lestin var að nálgast brúnna eða þegar hún var undir brúnni. Sjúkrabílar og þyrlur eru byrjaðar að ferja hina særðu á næsta spítala sem er í borginni Ostrava í Tékklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×