Innlent

Teknir í Leifsstöð

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í nótt þrjá aðila í tveimur aðskildum málum vegna fíkiniefnamisferlis. Allir voru þeir með tóbaksblandað hass í fórum sínum. Einn mannana var handtekinn í Reykjanesbæ en hinir tveir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir tveir síðarnefndu fengu gistingu hjá lögreglu þar sem þeir voru ekki í ástandi til að vera innan um almenning.

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og þá hafði Lögregla afskipti af ölvuðum manni sem brást illa við því og var hann vistaður í fangahúsi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×