Erlent

John Edwards hélt framhjá bráðveikri eiginkonu sinni

John Edwards.
John Edwards.

Demókratinn John Edwards, sem fyrr á árinu sóttist eftir að verða forsetaframbjóðandi flokksins, hefur viðurkennt framhjáhald með konu sem hann hitti á krá í New York árið 2006.

Í viðtali við ABC sjónvarpsstöðina viðurkenndi Edwards að hafa átt í tygjum við 44. ára gamla konu, Rielle Hunter að nafni, sem hann þó sagðist ekki elska. Jafnframt neitaði Edwards fyrir að vera faðir ungrar dóttur konunnar.

Eiginkona Edwards hefur undanfarið barist gegn ólæknandi krabbameini og hefur hann lengi neitað fyrir að halda framhjá henni, allt þar til nú.

Edwards var síðasti frambjóðandinn sem heltist úr lestinni hjá Demókrataflokknum áður en einvígi Barack Obama og Hillary Clinton um forsetaframbjóðendastöðuna hófst. Hann hefur einnig verið margnefndur í umræðunni um væntanlegan varaforsetaframbjóðanda Obama. Litlar líkur eru hins vegar taldar nú að hann endi sem slíkur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×