Erlent

Ólympíueldurinn tendraður í Peking

Eldurinn mun loga á leikvanginum til loka Ólympíuleikanna.
Eldurinn mun loga á leikvanginum til loka Ólympíuleikanna. MYND/AP

Ólympíueldurinn var nú á fimmta tímanum tendraður á Ólympíuleikvanginum í Peking í Kína en það markar setningu Ólympíuleikanna.

Það var Hu Jintao, forseti Kína, sem setti Ólympíuleikana við hátíðlega athöfn eftir að fulltrúar keppnisþjóða höfðu gengið inn á leikvanginn. Talið er að um milljarður manna hafi fylgst með setningarathöfn leikanna um víða veröld en viðstaddir hátíðina voru meðal annars 80 þjóðarleiðtogar. Athöfnin var hátt í fjórar klukkustundir en hún hófst laust eftir tólf á hádegi að íslenskum tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×