Innlent

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir ökumanni og vitnum

Vegna rannsóknar á umferðarslysi á Lágengi í gærkvöldi óskar Lögreglan á Selfossi eftir því að ökumaður bifreiðarinnar gefi sig fram við lögreglu. Þá óskar lögreglan einnig eftir að fá upplýsingar frá vitnum, ef einhver eru. Sími Lögreglunnar á Selfossi er 480 1010.

Bifreið var ekið á unga stúlku á Lágengi á Selfossi um klukkan 19.00 í gærkvöldi. Ökumaður bifreiðarinnar fylgdi stúlkunni heim til hennar þar sem hann talaði við foreldra stúlkunnar. Foreldrar stúlkunnar fóru með hana á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til skoðunar hjá lækni og var hún síðan flutt áfram á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til frekari rannsókna.

Lögreglu var ekki tilkynnt um þetta slys fyrr en læknir Heilbrigðisstofnunarinnar hafði samband við lögreglu laust fyrir kl. 20:00




Fleiri fréttir

Sjá meira


×