Erlent

Brown fær það óþvegið í breskum fjölmiðlum

Bresku morgunblöðin láta Gordon Brown forsætistráðherra Bretlands fá það óþvegið í morgun eftir mesta afhroð Verkamannaflokksins í kosningum í rúmlega 40 ár.

Flokkur tapaði stórt í nær öllum borgar- og sveitarstjórnarkosningunum í gær þar á meðal London. Fyrirsagnir á borð við "Fjöldamorðið í Maí" og "Langur blóðugur föstudagur Browns" eru upp á borðinu.

Í leiðara The Guardian segir að eins og málin standi núna eigi Brown á hættu að verða minnst sem lélegasta foringja í sögu Verkamannaflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×