Innlent

Forsetinn tekur á móti fyrstu forsetabifreiðinni

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tekur þessa stundina á Bessastöðum á móti forsetabifreið Sveins Björnssonar sem nýlega hefur verið endurgerð.

Bifreiðin er af Packard-gerð, frá árinu 1942, og var fyrsta forsetabifreiðin, notuð á upphafsárum Sveins Björnssonar í embætti forseta Íslands.

Bifreiðin er eign Þjóðminjasafns Íslands en verður geymd á Bessastöðum og notuð og sýnd við sérstök tækifæri. Af þessu tilefni heimsækir hópur félaga í Fornbílaklúbbi Íslands Bessastaði á fornbílum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×