Erlent

Nelson Mandela á lista yfir hryðjuverkamenn í Bandaríkjunum

Friðarverðlaunahafi Nóbels, Nelson Mandela, er á lista yfir hryðjuverkamenn í Bandaríkjunum. Af þeim sökum þarf hann að sækja um sérstakt leyfi í hvert sinn sem hann ætlar að heimsækja landið.

Blaðið USA Today greinir frá þessu og þar er haft eftir Condoleezzu Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna að málið sé "neyðarlegt". Nokkrir þingmenn hafa heitið því að breyta þessu og að færa Nóbelsverðlaunahafann af þessum lista.

Nelson Mandela var á sínum tíma meðlimur samtakanna ANC í Suður-Afríku en allir þeir sem skráðir eru í þau samtök þurfa að sækja sérstaklega um að fá að koma inn í Bandaríkin.

Öldungardeildarþingmaðurinn Judd Gregg segir að það séu mistök í skrifræðinu í Bandaríkjunum að meðlimir ANC séu settir á lista með öðrum hryðjuverkamönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×