Innlent

Tveir sluppu ómeiddir er þyrla nauðlenti

Tveir sluppu ómeiddir er þyrla nauðlenti við Kleifarvatn núna rétt fyrir hádegið. Um var að ræða litla þyrlu af Hughes 300 gerð frá Þyrluþjónustunni.

Sindri Steingrímsson rekstarstjóri Þyrluþjónustunnar segir að þyrlan hafi verið í venjulegu útsýnisflug er óhappið var og voru tveir karlmenn um borð. Sluppu þeir ómeiddir frá nauðlendingunni en miklar skemmdir urðu á þyrlunni, raunar má telja hana ónýta.

Sindri segir að ekki liggi ljóst fyrir um tildrög þessa óhapps. Menn frá Rannsóknarnefnd flugslysa eru á leið á staðinn og munu hefja rannsókn sína á næstu mínútum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×