Innlent

Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir að tveir fólksbílar rákust saman á Miklubraut í Reykjavík um klukkan hálf eitt í nótt.

Svo virðist sem ökumaður annars bílsins, karlmaður á þrítugsaldri sem einnig er grunaður um ölvun, hafi misst stjórn á bíl sínum í beygju með þeim afleiðingum að hann keyrði yfir umferðareyju og lenti á bíl sem var að koma úr gagnstæðri átt.

Ökumaður og farþegi í þeim bíl voru fluttir á slysadeild. Bílarnir skemmdust mikið og þurfti að beita klippum til að ná fólkinu út. Fólkið slasaðist þó ekki alvarleg að sögn lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×