Innlent

Ljósmyndari Víkurfrétta hlaut þrenn alþjóðleg verðlaun

Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta, vann til þrennra aðalverðlauna í gærkvöldi þegar úrslitin voru tilkynnt í alþjóðlegu PX3 ljósmyndakeppnninni í París.

Greint er frá þessu á vef Víkurfrétta. Þar segir að Ellert sigraði í flokki atvinnumanna í náttúruljósmyndum fyrir myndröð sína Colors of the Nature sem sýnir náttúrufegurð háhitasvæðanna í Krýsuvík. Hann hlaut einnig fyrstu verðlaun í flokknum Nature - Earth fyrir þessa sömu myndröð.

Þá fékk Ellert fyrstu verðlaun fyrir myndröð sína af glitskýjum yfir Íslandi í flokknum Nature - Sky.

Þess má geta að hann hlaut heiðursviðurkenningu fyrir glitskýjaseríuna við veitingu International Photography Awards verðlaunana á síðasta ári þar sem hann hlaut alls þrjár heiðursviðurkenningar fyrir náttúruljósmyndun í flokki atvinnumanna. Eitt settið af þeirri myndröð er í eigu Listasafns Reykjanesbæjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×