Fleiri fréttir

Krúnukúgarinn fékk fimm ára fangelsisdóm

Íslendingurinn Paul Aðalsteinsson öðru nafni Ian Strachan var í dag sakfelldur fyrir að hafa reynt að kúga 50 þúsund sterlingspund út úr meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar.

Helike lever - hurrah

Þær gleðifregnir hafa borist frá Danmörku að tík hennar hátignar Margrétar Þórhildar drottningar muni lifa af bílslysið sem hún varð fyrir á dögunum.

Bannað að vera með hunda í Heiðmörk

Kvartanir hafa undanfarið borist Hundaeftirliti Reykjavíkur og stjórn hestamannafélagsins Fáks vegna lausagöngu hunda á svæði Fáks. Hundaeftirlitsmenn hafa rætt við hundaeigendur og bent þeim á að lausaganga hunda er bönnuð.

Grímseyjarferjan kostaði 533 milljónir króna

Endanlegur kostnaður við Grímseyjarferju reyndist 533 milljónir króna sem ríflega þreföld sú upphæð sem fyrsta kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vegagerðarinnar um kaup og endurnýjun á Grímseyjarferjunni Sæfara.

Kerstin Fritzl ekki hugað líf

Læknar í Austurríki telja ólíklegt að Kerstin Fritzl lifi af veikindi sín. Hún hefur verið í dauðadái á sjúkrahúsi síðan hún var leyst úr kjallaraprísund föður síns.

Sektaður fyrir að kýla mann í rútu

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann til greiðslu hundrað þúsund króna í sekt fyrir að hafa slegið annan mann í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð undir augabrún og mar á augnloki og kinn.

Vel tekið á móti ólympíueldinum í Hong Kong

Hlaupið var með ólympíueldinn í gegn Hong Kong í morgun. Mikil mótmæli hafa víða orðið í þeim tuttugu löndum þar sem hlaupið hefur verið með eldinn undanfarið en mótmælendurnir vilja berjast fyrir mannréttindum Tíbeta.

Eiginkona Fritzl yfirheyrð í dag

Austurríska lögreglan ætlar að yfirheyra eiginkonu Josef Fritzl til kanna hvort satt sé að hún hafi í raun og veru ekkert vitað um þann hrylling sem átti sér stað í kjallara þeirra hjóna.

Dómsmálaráðherra misskilur tollalögin

Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir dómsmálaráðherra misskilja tollalögin þegar hann notar þau sem rök fyrir því að stía í sundur lög- og tollgæslu á Suðurnesjum. Skýrt sé kveðið á um það í lögunum að lögreglustjórar fari með tollstjórn.

Versta útkoma Verkamannaflokksins í 40 ár

Breski Verkamannaflokkurinn beið afhroð í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn hefur ekki fengið verri niðurstöðu í slíkum kosningum í yfir fjörtíu ár.

„Aldrei auðvelt að taka ákvörðun um ákæru“

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segist ekki tjá sig um einstök mál við fjölmiðla. Í Fréttablaðinu í dag er hann sakaður um kaldlyndi af Helgu Jónsdóttur í lesendabréfi. Maður hennar var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hegningar- og umferðarlagabrot þrátt fyrir ítrekaðar óskir Helgu um að falla frá ákæru.

Sportbíllinn á ofsahraða fyrr um kvöldið

Ökumaður sportbílsins sem endaði á steinvegg við Rauðarárstíg um hálf tvö leytið í nótt hafði fyrr um kvöldið ekið á ofsahraða í miðbænum. Annar ökumaður varð vitni að akstrinum og tilkynnti til lögreglu.

Félögum í BÍ fækkaði milli áranna 2006 og 2007

Félögum í Blaðamannfélagi Íslands fækkaði um tæplega 40 á milli áranna 2006 og 2007 samkvæmt tölum Hagstofunnar um fjölda félagsmanna í félögum fjölmiðlafólks og auglýsingahönnuða.

Fulltrúar Dalai Lama funda með Kínverjum á morgun

Fulltrúar á vegum Dalai Lama, andlegs leiðtoga Tíbeta, funda á morgun með kínverskum leiðtogum um stöðu mála í Tíbet eftir óeirðir í héraðinu í mars. Frá þessu greindi útlagastjórn Tíbets í dag.

Alþjóðlegir stöðumælaþjófar í miðborginni

Rannsóknarlögreglumenn handtóku tvo erlenda menn á tvítugsaldri aðfaranótt fimmtudags. Lögreglan hafði fylgst með mönnunum um nokkurt skeið eftir að hafa fengið upplýsingar um veru þeirra á landinu frá lögreglu– og tollayfirvöldum.

Kviknakinn á Suðurlandsvegi

Lögreglan á Selfossi stöðvaði í fyrrinótt erlenda konu sem reyndist vera ölvuð undir stýri. Eftir að búið var að taka úr henni blóðsýni og taka af henni skýrslu, hringdi hún í sambýlismann sinn af sama þjóðerni, og bað hann að sækja sig á lögreglustöðina.

Skoðunarferðir á slóðum Madeleine

Íbúar í portúgalska bænum Praia da Luz eru bálreiðir yfir óforskömmuðum ferðamálafrömuðum þar í bæ. Bærinn komst í fréttirnar þegar Madeileine McCann hvarf þar í fyrra en málið vakti heimsathygli og gerir enn.

Tsvangirai tekur ekki mark á úrslitunum

Stjórnarandstaðan í Zimbabve segist ekki taka mark á kosningatölunum sem loksins hafa verið gefnar út í landinu en kosningarnar fóru fram 29 mars.

Palestínumálið rætt í London

Sáttasemjarar í deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs munu hittast á fundi í Lundúnum til þess að ræða málefni Palestínumanna.

Bráðdrepandi vírus í Kína

Bráðdrepandi vírus hefur skotið upp kollinum í austurhluta Kína. Tuttugu og eitt barn hefur þegar látist af hans völdum og eru þrjú þúsund manns smitaðir. Talið er að vírusinn hafi tekið að breiðast út í byrjun mars en yfirvöld greindu ekki frá því fyrr en á sunnudaginn var.

Bush vill auka matvælaaðstoð

George Bush bandaríkjaforseti hefur hvatt þingið til þess að samþykkja áætlun hans um aukna matvælaaðstoð til þriðja heimsins. Um er að ræða 770 milljónir bandaríkjadala eða tæpa 58 milljarða íslenskra króna.

Lögregla hafði afskipti af laxveiðimönnum á Naustabryggju

Lögreglan í Reykjavík hafði í gær afskipti af mönnum sem voru að renna fyrir lax á Naustabryggju, skammt frá Gullinbrú í Grafarvogi. Ekki fer sögum af afla en lax gengur oft inn í voginn á leið sinni upp í Elliðaárnar.

Myndatökumaður laus úr Guantanamo

Bandaríkjamenn hafa sleppt myndatökumanni Al Jaseera sjónvarpsstöðvarinnar, Sami al-Hadji úr haldi en hann hefur dúsað í Guantanamo fangelsinu síðustu sex árin.

Eyðilagði sportbílinn og hljóp undan löggunni

Ökuferð ölvaðs ökuníðings á glæ nýjum opnum sportbíl, endaði á steinvegg við Rauðarárstíg í Reykjavík í nótt. þá tók við spretthlaup undan laganna vörðum, sem náðu honum skömmu síðar.

Faldi rifflana í kjarri

Maður sem var handtekinn í bænum Austurhlíð í Gnúpverjahreppi í gærmorgun, eftir að hafa skotið önd og álft og kveikt síðan í sinu, vísaði í gærkvöldi á tvo stóra riffla, sem leitað hafði verið á bænum í allan gærdag.

Einn stærsti ósigur Verkamannaflokksins í áratugi

Verkamannaflokkurinn í Bretlandi virðist hafa beðið afhroð í sveitarstjórnakosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Útlit er fyrir að flokkurinn verði sá þriðji stærsti á landsvísu.

Sjá næstu 50 fréttir