Erlent

Fjölmiðlar í Kína formæla Dalai Lama

Fjölmiðlar í Kína formæla í dag Dalai Lama, leiðtoga Tíbeta. Hann er meðal annars kallaður glæpamaður.

Þetta gerist á sama tíma og fulltrúar leiðtogans koma til Kína til viðræðna um Tíbet. Þetta bendir ekki til þess að kínversk stjórnvöld séu ekki í neinu skapi til málamiðlana um framtíð landsins.

Opinbert málgagn Kínverja í Tíbet sagði meðal annars; "Þjóðhollir Tíbetar fordæma harðlega og hafna algerlega öllum þeim glæpum sem hinn fjórtándi Dalaí Lama og fylgismenn hans hafa framið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×