Innlent

Myndir misfórust við fréttaflutning 1. maí

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hinn rétti Georg Páll Skúlason.
Hinn rétti Georg Páll Skúlason. MYND/Georg Páll

Þau leiðu mistök urðu við fréttaflutning af ræðu Georgs Páls Skúlasonar, formanns Félags bókagerðarmanna, á Ingólfstorgi í gær, 1. maí, að myndin sem birtist með fréttinni var af Gísla Einarssyni sjónvarpsmanni.

Sendi Georg Páll blaðamanni tölvupóst með leiðréttingu á mistökunum sem hann tók þó reyndar fram að hefðu verið allt annað en leið. Hefði fjölskylda hans haft af þeim allnokkurt gaman.

En þar sem reglan við fréttaflutning er sú hin sama og Ari hinn fróði Þorgilsson orðaði svo vel í skrifum sínum forðum, að ætíð bæri að hafa það er sannara reynist, fylgir hér leiðrétting á þessari myndbirtingu auk þess sem meðfylgjandi mynd er birt sem Georg Páll lét sjálfur í té. Er hann beðinn velvirðingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×