Innlent

Mikil ölvun í miðbæ Reykjavíkur

Mikil ölvun var í miðbæ Reykjavíkur í nótt og hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í nógu að snúast.

Alls fengu tíu að gista fangageymslur. Til handalögmála kom á milli tveggja manna á skemmtistaðnum Ölver og var annar þeirra handtekinn.

Þá voru fimm teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis og einn fyrir ávana- og fíkniefnaakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×