Innlent

BSRB óskar formlega eftir fundi með ríkisstjórninni

BSRB formlega óskað eftir fundi með ríkisstjórninni, oddvitum stjórnarflokkanna auk fjármálaráherra og félagsmálaráðherra, áður en frekari samningaviðræður færu fram.

BSRB félögin sem eiga lausa samninga við ríkið og koma sameiginlega að samningaborði vilja fá að vita hvernig ríkisstjórnin ætli að efna gefin fyrirheit um kjarabætur til til umönnunarstétta og annarra hópa innan almannaþjónustunnar þar sem launagliðnun hefur orðið mikil og manneklu gætt sökum bágra kjara.

„Það gengur ekki upp að bjóða upp á langtímasamning út kjörtímabilið án þess að bóli á efndum þessara fyrirheita", segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Hann segist hafa óskað eftir því að þeim skilaboðum yrði komið á framfæri við ríkisstjórnina fyrir fund hennar í gær að þessi krafa kynni að berast frá BSRB. Á samningafundinum var það síðan formlega gert einsog rækilega hefur verið tíundað í fjölmiðlum.

„Engin viðbrögð hafa borist frá ríkisstjórninni", segir Ögmundur. „Það er engu líkara en ríkisstjórnin sofi Þyrnirósarsvefni. Ég mun halda samninganefndum BSRB upplýstum um hvort heldur er viðbrögð eða viðbragðaleysi ríkisstjórnarinnar. Hún má vita að þetta mun hún ekki geta sofið af sér."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×