Erlent

ESB vill alþjóðlegt kosningaeftirlit í Simbabve

Robert Mugabe.
Robert Mugabe. MYND/AP

Evrópusambandið fór fram á það í dag að heimilað yrði að senda alþjóðlega kosningaeftirlitsmenn til þess að fylgjast með seinni umferð forsetakosninganna í Simbabve.

Fram kom fyrr í dag að Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hefði fengið 48 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna en Robert Mugabe 43. Tsvangirai fékk ekki tilskilinn meirihluta samkvæmt talningu kjörstjórnar og því þarf að kjósa aftur.

Talsmaður framkvæmdastjórnar ESB sagði enn fremur að kosningarnar yrðu að vera frjálsar og heiðarlegar en óttast er að Mugabe forseti og stuðningsmenn hans reyni að hafa rangt við í seinni umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×