Fleiri fréttir

Krotað á flugvél El Al

Veggjakrot með skilaboðum í þágu Palestínumanna var skrifað á arabísku inn í farangusgeymslu El Al flugvélar. Veggjakrotið uppgötvaðist þegar verið var að afferma vélina á Malpensa flugvelli í Mílanó. Atvikið hefur vakið áhyggjur meðal Ísrela um flugvallaöryggi á Ítalíu.

BNA: Afsögn þýðir ekki stríð við Íran

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna ,hefur vísað á bug sem „fáránlegum" sögusögnum að afsögn æðsta yfirmanns hersins í Írak þýði að Bandaríkin ætli í stríð við Íran.

Gaf sig fram við lögreglu

Fimmti aðilinn sem lögreglan leitaði vegna þjófnaðar á skotvopnum í Hafnarfirði er nú fundinn. Hann gaf sig fram í gærkvöld eftir að lögreglan hafði náð tali af honum. Maðurinn, sem er rétt rúmlega tvítugur, viðurkenndi þátt sinn í málinu og einnig aðild sína að öðrum þjófnaðarmálum á höfuborgarsvæðinu að undanförnu. Manninum var sleppt að lokinni skýrslutöku og telst málið upplýst.

Laun hækkuðu mest í iðnaði í fyrra

Heildarlaunakostnaður í landinu jókst um á bilinu 6,3 til 9,6 prósent á milli áranna 2006 og 2007 samkvæmt vísitölu launakostnaðar sem birt er á vef Hagstofunnar.

Vill ekki að teikning verði notuð í pólitískum tilgangi

Danski teiknarinn Kurt Westergaard hefur ákveðið að leita til dómstóla til þess að koma í veg fyrir að andstæðingar múslíma í Danmörku noti teikningu hans af Múhameð spámanni í mótmælum sem fyrirhuguð eru í Álaborg á laugardag.

Skattar á barnafjölskyldur hafa aukist á síðustu árum, segir OECD

Ísland er í hópi þeirra ríkja þar sem skattar á barnafjölskyldur hafa aukist á árabilinu 2000-2006 samkvæmt samtantekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þá hafa breytingar á skattkerfi hér á landi fyrst og fremst gagnast þeim tekjumeiri ólíkt því sem víða gerist innan OECD.

Thaksin lýsir yfir sakleysi sínu

Thaksin Shinawatra fyrrum forsætisráðherra Taílands lýsti yfir sakleysi sínu á fyrsta degi réttarhaldanna yfir honum fyrir spillingu í starfi.

Mikill áhugi á samvinnu Íslands og Mexíkó

Í viðræðum forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar við forseta Mexíkó Felipe Calderón á fyrsta degi opinberrar heimsóknar forseta Íslands kom fram ríkur áhugi á að hrinda í framkvæmd fjölmörgum samvinnuverkefnum milli landanna.

Reiknað er með afsögn ríkisstjórans í New York í dag

Reiknað er með að ríkisstjórinn í New York muni segja af sér í dag. Forystumaður Repúblikana á ríkisþinginu hefur gefið ríkisstjóranum 48 stunda frest til að segja af sér annars muni þingið svipta hann embættinu.

Dópmál gegn Jóhannesi í Kompás fellt niður

Mál sem lögreglan höfðaði gegn Jóhannesi Kr. Kristjánssyni ritstjóra fréttaskýringarþáttarins Kompás hefur verið fellt niður. Málið tengist fíkniefnum sem Jóhannes keypti en skilaði inn til lögreglu.

Sagður hætta vegna ágreinings um Íran

Yfirmaður herja Bandaríkjanna í Miðausturlöndum, þar á meðal Írak og Afganistan, William Fallon aðmíráll, lét í dag af embætti fyrr en áætlað var.

Hraðakstur í Hafnarfirði

Tuttugu og níu ökumenn voru staðnir að hraðakstri á Suðurbraut í Hafnarfirði í dag en þar var staðsett ómerkt lögreglubifreið sem er búin myndavélabúnaði. Reynslan hefur sýnt að notkun slíks búnaðar gefur gagnlegar upplýsingar um ástand umferðarmála og auðveldar leit að lausnum þar sem þeirra er þörf. Mælingarnar í dag eru hluti af sérstöku umferðar- og hraðaeftirliti í og við íbúðargötur í umdæminu en unnið er eftir ábendingum frá starfsmönnum svæðisstöðva lögreglunnar.

UVG: Heimagreiðslur leysa engan vanda

Ung vinstri græn í Reykjavík harma ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um að hefja heimgreiðslur til foreldra barna á biðlista eftir leikskólaplássi.

Ofbauð verðið á stúdentshúfum

Nýstúdentum ofbauð verðið á stúdentahúfunum þegar þeir útskrifuðust og hafa því hafið innflutning á húfum frá Kína.

Ekki hægt að útskrifa sjúklinga af Kleppi

Ekki er hægt að útskrifa um fimmtíu manns af endurhæfingardeild Landspítalans að Kleppi vegna skorts á félagslegum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Sumir hafa beðið árum saman.

Áttatíu og tvö umferðaróhöpp um helgina

Sextán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Tveir voru stöðvaðir á föstudag, fimm á laugardag, átta á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags.

Samkynhneigðum Írana neitað um hæli

Samkynhneigður Írani sem segir að hann verði tekinn af lífi ef honum verði vísað frá Hollandi hefur verið neitað um hæli þar. Mehdi Kazemi hefur sagt að líf hans sé í hættu ef hann verði sendur aftur til Íran þar sem hann segir að yfirvöld hafi tekið kærasta hans af lífi vegna samkynhneigðar. Kærastinn gaf yfirvöldum upp nafn Kazemi áður en hann var líflátinn.

Vonast eftir góðu samstarfi um uppbyggingu á stjórnarráðsreit

Uppbygging á stjórnarráðsreitnum er mjög mikilvæg fyrir Reykjavíkurborg, að sögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formanns skipulagsráðs. Fréttablaðið greindi frá því í gær að tillaga að breytingu á stjórnarráðsreitnum hafi verið til meðferðar síðan árið 2004.

Skipuð forstöðumaður Verðlagsstofu skiptaverðs

Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað Guðrúnu Arndísi Jónsdóttur forstöðumann Verðlagsstofu skiptaverðs frá 1. apríl 2008 til næstu fimm ára.

Ríkisstjóra New York gefinn úrslitakostur

Eliot Spitzer, ríkisstjóra New York, hefur verið gefinn lokafrestur af andstæðingum sínum til að segja af sér embætti. Að öðrum kosti verði hann kærður vegna ásakana um að hann hafi nýtt sér þjónustu vændiskonu. Helsti andstæðingur hans úr hópi repúblíkana í New York gaf honum tvo sólarhringa til að segja af sér.

Aðstæður tjarnarfugla óviðunandi

Engar stokkendur, gargendur, duggendur eða skúfendur notuðu friðlandið í Vatnsmýri til varps á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu tveggja fuglafræðinga um fuglalíf tjarnarinnar. Þeir segja aðstæður tjarnarfugla óviðunandi.

Ágúst neitar að tjá sig um kæru - Nemendur ósáttir

Ágúst Einarsson vildi ekkert tjá sig um gagnrýni sem fram hefur komið á vinnubrögð hans þegar hann rak þrjá nemendur úr skólanum um daginn. "Nemendunum var vísað úr skóla. Ég hef engu við það að bæta," sagði Ágúst þegar hann var spurður um málið.

Ákall til almennings

Foreldrar Kristins Veigars Sigurðssonar, sem keyrt var á í Reykjanesbæ í nóvember síðastliðnum, óska eftir upplýsingum og aðstoð frá almenningi um slysið. Þau leituðu til Kompáss og ákváðu að segja erfiða sögu sína. Þau vilja vita hver keyrði á Kristinn Veigar með þeim afleiðingum að hann lést.

Kæra rektor og háskólaráð

Tveir af þremur nemendum sem vikið var úr Háskólanum á Bifröst um mánaðarmótin eftir að vopnaðir lögreglumenn gerðu húsleit í íbúðum þeirra ætla að kæra Ágúst Einarsson rektor til siðanefndar háskólans. Þá ætla þeir líka að kæra staðfestingu háskólaráðs á brottvísun þeirra úr skólanum.

300 slasaðir eftir 200 bíla árekstur

Þrír létust í fjöldaárekstri 200 bíla á þjóðvegi á milli Dubai og Abu Dhabi í dag. Þrír til viðbótar létust í kjölfarið. Samkvæmt upplýsingum lögreglu eru sex manns alvarlega slasaðir og 39 illa slasaðir en stöðugir. Að minnsta kosti 255 hlutu minni háttar meiðsli.

Félagar í VR blessa samning við SA

Kjarasamningur VR og Samtaka atvinnulífsins var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða en atkvæðagreiðslu lauk á hádegi í dag.

Arabísk kona notar YouTube í kvennabaráttu

Sádi-Arabísk kona hefur sett myndband af sjálfri sér undir stýri á YouTube til að þrýsta á þarlend yfirvöld að auka réttindi kvenna og leyfa þeim að keyra bíl. Wajeha Al-Huwaider er með ökuskírteini, en hún má einungis keyra á afskekktum svæðum í Sádí-Arabíu. Hún segir að hömlurnar lami helming þjóðarinnar og vill að yfirvöld leyfi konum að keyra í borgum.

Neysla Íslendinga eykst enn

Velta í dagvöruverslun jókst um 18% í febrúar síðastliðnum miðað við sama mánuð árið áður, ef miðað er við breytilegt verðlag.

Mál samkynhneigða Íranans til Evrópuþingsins

Michael Cashman þingmaður Evrópuþingsins í Strassborg mun taka fyrir mál samkynhneigðs írana sem á von á dauðadómi í Íran verði honum vísað úr landi í Bretlandi. Mehdi Kazemi er 19 ára og er nú í haldi í Hollandi þar sem hann berst gegn því að vera snúið aftur til Bretlands.

Sjá næstu 50 fréttir