Innlent

Veiðileyfi á ritstjóra Austurgluggans

Þorrablótið var haldið í Brúarásskóla.
Þorrablótið var haldið í Brúarásskóla. MYND AF HEIMSÍÐU BRÚARÁSSKÓLA

„Hæ ég heiti Einar. Það er búið að gefa út á mig veiðileyfi í Jökuldal. Er víst siðlaus, illviljaður og tala úr mórölsku hásæti - jú og ég var víst líka kallaður fífl," skrifar Einar Ben Þorsteinsson ritstjóri Austurgluggans á bloggsíðu sína í dag.

Ástæðan fyrir veiðileyfinu mun vera frétt sem hann skrifaði í staðarblaðið um skemmtiatriði á þorrablóti sveitarinnar. Vísir fjallaði um málið í gær.

„Einn bóndinn sagði mér að hann ætti spánýjan riffil sem færi svo illa með mig að ég yrði óþekkjanlegur á eftir. Þarf að keyra í gegnum sveitina seinni partinn á morgun á leið minni til Þórshafnar - þannig að bóndinn ætti að hafa séns á skjóta mig úr launsátri," skrifar Einar.

Í samtali við Vísi vildi Einar lítið tjá sig um málið en svo virðist sem sveitungar hans séu margir hverjir ósáttir við skrif ritstjórans.

Í frétt Einars var því haldið fram að Jóhann Árnason bóndi á Giljum, sem situr í þorrablótsnefndinni, og aðrir sem sáu um skemmtiatriðin hefðu gert óspart grín að dómi þeim sem Jóhann hlaut fyrir kynferðisafbrot í Héraðsdómi Austurlands í lok janúar.

"...... það sem fer fram á þorrablóti fer fram á þorrablóti og á ekki að fara víðar. Einar Ben ætti að finna sér eitthvað annað að gera," sagði Jóhann m.a. í samtali við Vísi í gær.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×