Innlent

Óvenjumikið um umferðaróhöpp í og við Akureyri í morgun

Ökumenn tveggja bifreiða voru fluttir á sjúkrahús á Akureyri í óhöppum sem urðu í morgun utan við bæinn.

Í báðum tilvikum var um útafakstur að ræða en ökumennirnir meiddust þó ekki alvarlega. Alls hafa fimm umferðaróhöpp orðið á Akureyri það sem af er degi og talsvert tjón á bifreiðum í þeim öllum.

Lögregla segir að þetta sé í meira lagi en með hækkandi hita hafi hálkan á vegum í og við bæinn aukist nokkuð. Því þurfi menn að gæta að sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×