Fleiri fréttir

Bobby leitaði skjóls í búðinni hjá Braga

„Ég var einmitt að leggja til hliðar bækur til að láta hann fá þegar ég heyrði fréttirnar," segir Bragi Kristjónsson bóksali, en Bobby Fischer var fastagestur í búðinni hans á Klapparstígnum. „Hann hafði mest gaman af gömlum amerískum teiknimyndasögum og hló mikið þegar hann las þær." Bragi segir að einnig hafi hann leitað í sögur af mönnum sem hrakist hefðu frá löndum sínum enda má segja að Bobby hafi verið í slíkri stöðu sjálfur.

Ómögulegt að vinna sigur á Srí Lanka með hernaði

Fyrrverandi upplýsingafulltrúi vopnahléseftirlitsins á Srí Lanka segir ómögulegt fyrir stríðandi fylkingar í landinu að vinna sigur með hernaði. Hann er svartsýnn á þróun í landinu fyrir almenna borgara.

Fundu hass við húsleit í Hveragerði

Lögreglan á Selfossi fann lítilræði af hassi við húsleit í Hveragerði í nótt. Einn maður var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann var svo yfirheyrður í dag vegna þessa máls og annara sem lágu fyrir.

Námsráðgjöf og aukinn netaðgangur fyrir fanga

Nefnd á vegum menntamálaráðherra leggur til að ráðinn verði náms- og starfsráðgjafi við Fjölbrautaskóla Suðurlnad á Selfossi hið fyrsta til þess að sinna föngum bæði á Litla-Hrauni og annars staðar á landinu. Fram kemur í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu að nefndinni hafi verið falið að vinna að stefnumótun í menntunarmálum fanga.

Fékk að kenna á snilli Bobbys Fischer

Friðrik Ólafsson stórmeistari og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands segir fráfall Bobbys Fischer sorgleg tíðindi. Friðrik segist nokkrum sinnum hafa fengið að kenna á snilli Fischers og telur hann einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar.

Óli Stef ekki með um helgina

Ólafur Stefánsson fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta verður ekki með í nætu tveimur leikjum liðsins á evrópumeistaramótinu í handbolta. Ólafur er með rifinn vöðva aftan í læri.

Bobby kom Íslandi á kortið

Einar S. Einarsson var í forsvari hópsins sem beitti sér fyrir því að Bobby Fischer fengi lausn úr fangelsi í Japan og íslenskan ríkisborgararétt. Hann kynntist Fischer náið á þeim þremur árum sem liðin eru síðan hann kom hingað til lands. „Bobby Fischer var að mínu mati meistari meistarana í skák," segir Einar í samtali við Vísi. „Hann kom Íslandi á kortið, svo einfalt er það. Þegar hann tefldi hér við Spassky 1972 var Ísland óþekkt í heiminum og Fischer breytti því á skammri stund."

Spasskí brugðið við fréttir af fráfalli Fischers

Boris Spasskí var brugðið þegar Vísir hafði samband við hann á heimili hans í París fyrir stundu vegna andláts Bobbys Fischer fyrrverandi andstæðings síns í skák. Hann hafði ekki heyrt af fráfalli Fishers en vildi vita nánari upplýsingar um aðdraganda þess. Spasskí vildi ekki tjá sig frekar á þessari stundu.

Þakklát fyrir að Fischer fékk að deyja á Íslandi

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Skáksambands Íslands, segist þakklát fyrir það að Íslendingar hafi komið Bobby Fischer til hjálpar og hann hafi fengið að deyja frjáls á Íslandi en ekki í fangelsi. Bobby Fischer lést í gær.

Bobby Fischer látinn

Skákmeistarinn Bobby Fischer er látinn. Hann lést eftir erfið veikindi.

Indverjar aftra yfirvöldum að hefta fuglaflensufaraldur

Heilbrigðisyfirvöld á Indlandi hvetja íbúa þorpa þar sem hið banvæna afbrigði fuglaflensu H5N1 kom upp í vikunni, að hætta að henda dauðum fuglum í vötn og tjarnir. Vanþekking þorpsbúa aftrar yfirvöldum frá því að hefta útbreiðslu flensunnar.

200 látnir í kuldakasti í Afghanistan

Tvö hundruð manns hafa látist í miklu kuldakasti í Afghanistan síðustu daga. Flestir hinna látnu eru fjárhirðar, en konur og börn hafa einnig látist af völdum kuldanna. Fólk virðist ekki vera viðbúið þessum kulda, en ekki hefur fallið jafnmikill snjór í sumum hlutum landsins í 20 ár. Rauði krossinn segir fólk hafa búist við snjókomu í einungis tvo daga.

Segja flugstjóra Boeing þotunnar hetju

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands hrósaði flugstjóra farþegaþotunnar sem brotlenti á Heathrow flugvelli í gær fyrir fagmennsku. Brown var einmitt staddur á Heathrow og tafðist flug hans til Kína vegna atviksins. Willie Walsh yfirmaður British Airways flugfélagsins sem á þotuna segir flugstjórann og áhöfn hans hetju.

Stálu 430 þúsund dósum af neftóbaki

Risastórt neftóbaksrán var framið í Gautaborg í Svíþjóð í fyrrinótt þegar 430.000 dósum af neftóbaki var stolið úr kæligeymslu við höfnina í borginni.

Ekkert samkomulag um varnarmál á Norðurlöndum

Yfirmaðurinn Juhani Kaskeala, staðhæfir að rök vanti í umræðu um varnarmál á Norðurlöndum. Kaskeala bendir á að ekkert norrænt samkomulag sé til um varnarmál og því séu norrænu ríkin ekki skuldbundin til að senda herlið til að aðstoða hvert annað.

Gordon Brown í sinni fyrstu heimsókn til Kína

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands er nú í sinni fyrstu opinberu heimsókn til Kína. Brown mun ræða við kínverska ráðamenn um aukin viðskipti milli landanna og umhverfismál

Fundu hass við húsleit á Þingeyri

Yfir fimmtíu grömm af hassi og áhöld til neyslu, fundust þegar lögreglan á Vestfjörðum gerði húsleit á heimili á Þingeyri í gær.

Annað kirkjuinnbrot á skömmum tíma

Brotist var inn í Neskirkju í nótt, en ekki liggur fyrir hvort einhverju var stolið þar. Þetta er annað innbortið í kirkju í vikunni, því fyrir nokkrum dögum var bortist inn í Grensáskirkju og tveir söfnunarbaukar stungnir upp. Þeir voru tómir og var engu stolið

Tuttugu lögreglumenn í húsleit á Vegas

Hátt í tuttugu manna lið lögreglumanna gerði húsleit í húsnæði Vegas við Frakkastíg um klukkan hálf tólf í gærkvöldi vegna gruns um fíkniefnamisferli og fjárhættuspil á staðnum.

Hver var Bobby Fischer?

Robert James Fischer var fæddur þann 9.mars árið 1943. Hann lést á Landsspítalanum í Fossvogi í gær og hefði því orðið 65 ára gamall á þessu ári. Bobby Fischer varð frægur á unglingsárum fyrir hæfileika sína við skákborðið.

Íbúasamtök álykta

Í framhaldi af bæjarstjórnarfundi á Seltjarnarnesi í gær komu "Íbúasamtök um lágreista byggð í Bygggörðum, austan Gróttu" saman til fundar síðdegis í dag. Á fundinum var samþykkt meðfylgjandi ályktun.

Húsleitir á Þingeyri vegna fíkniefnamála

Nú á tíunda tímanum í morgun gerði lögreglan á Vestfjörðum húsleit í tveimur húsum á Þingeyri. Aðgerðin var framkvæmd að fengnum dómsúrskurði Héraðsdóms Vestfjarða og tengdist ábendingum um meint fíkniefnamisferli tveggja aðila.

Undirbúa verkföll

Samninganefnd Starfsgreinasambandsins kaus í dag aðgerðahóp til að hefja undirbúning verkfallsaðgerða. Kristján Gunnarsson, formaður sambandins, segir ljóst að atvinnurekendur verði ekki dregnir að skammtímasamningi nema með látum.

Þeir smáu kljúfa smábátasambandið

Kvótaminnstu trillukarlarnir hafa ákveðið að kljúfa sig úr Landssambandi smábátaeigenda og stofna ný samtök. Þeir segja stóru smábátasjómennina gengna í lið með LÍÚ-auðvaldinu.

Blæs til sóknar gegn handrukkurum

Faðir átján ára drengs sem var fórnarlamb handrukkara hefur ákveðið að blása til sóknar gegn fíkniefnaneyslu og handrukkurum í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hann segir íbúum í Voga í gíslingu misindismanna. Kompás óskar eftir upplýsingum frá almenningi um mál sem lúta að handrukkurum.

Hesti bjargað úr mýri

Um 14:30 Fékk Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni útkallsbeiðni um að hestur hefði fallið í mýrarvilpu svo aðeins hausinn stóð uppúr. Ekki var vitað nákvæmlega hvenær það gerðist en tryppið var aðframkomið og ljóst að mínútur skiptu máli.

Dirfast ekki að ráðast á Íran

Forseti Íran, Mamhoud Ahmedinejad, sagði í dag að Ísralar munu ekki dirfast að ráðast á Íran. Þetta voru viðbrögð forsetans við tilraunum Ísraela eldflaugavopnakerfi sínu í dag. Ísraelar segja að tilraunirnar séu viðbröðg við þeirri ógn sem stendur af Íran.

22 umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fært 22 umferðaróhöpp til bókar það sem af er degi. Það er aðeins yfir meðallagi en fjarri því ná gærdeginum. Þá urðu um 40 umferðaróhöpp í slæmri færð og mikilli hálku. Enginn slasaðist þó alvarlega í þessum slysum.

18 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás

Hæstiréttur dæmdi í dag ungan karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og lengdi dóm héraðsdóms um þrjá mánuði. Árásarmaðurinn sló annan mann með hafnaboltakylfu í höfuð og líkama, og kýldi hann í höfuð inni á heimili föður þolanda. Við þetta hlaut maðurinn sár og mar á höfði, andliti, brjóstkassa, öxl og framhandleggjum.

Kalla eftir lækkun á eldsneyti

Félag Íslenskra Bifreiðaeigenda undrast seinagang olíufélaganna við að lækka eldsneytisverðið þrátt fyrir lækkanir á heimsmarkaði. Í frétt á heimasíðu samtakanna segir að Olíufélögin hafi verið skjót að taka við sér þegar verðið hækkaði í byrjun janúar. Nú þegar verðið hefur lækkað um 100 bandaríkjadali á hvert tonn af bensíni bólar hins vegar ekkert á lækkunum.

Sjá næstu 50 fréttir