Fleiri fréttir

Mjölnir er fundinn

Hundurinn Mjölnir er kominn í leitirnar. Hann fannst eftir að auglýst var eftir honum hér á Vísi. Mjölnir er sjö mánaða gamall labradorhvolpur. Honum var stolið fyrir utan Fjölbrautaskólann í Breiðholti á fimmtudag og leitaði hópur manna að honum.

Sportlegur lítill Ford

Ford verksmiðjurnar kynntu nýjan smábíl á Norður-Ameríku bílasýningunni í Detroit. Hann er á stærð við Ford Fiesta. Bíllinn er hannaður í Evrópu en ætlaður til sölu um allan heim.

Verkefni sem þarf að leysa

Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins koma til fundar ásamt Samtökum atvinnulífsins klukkan eitt í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara.

Morðingi verður ráðherra

Veturinn 2004 myrti Rússinn Vitalij Kalojev danska flugumferðarstjórann Peter Nielsen. Tveim árum áður hafði Nielsen verið í flugturni í Sviss þegar rússnesk leiguflugvél og fragtþota frá DHL rákust saman.

Sektuð fyrir að slá til strætóbílstjóra

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu til að greiða 30 þúsund króna sekt fyrir að ráðast á strætisvagnastjóra og slá hann í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut eymsli við nefið og mar á kinn og kinnbeini.

Skólahaldi aflýst í Grindavík vegna veðurs

Mikil ófærð er í Grindavík þessa stundina og hefur skólahaldi verið frestað fram að hádegi vegna veðurs. Björgunarsveitamenn í Björgunarsveitinni Þorbirni hafa verið að störfum frá því klukkan fimm í morgun við að aðstoða ökumenn við að komast leiðar sinnar.

Verðbólga óbreytt milli mánaða

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,28 stig frá fyrra mánuði og og mælist verðbólga hér á landi nú 5,9 prósent samkvæmt Hagstofu Íslands.

Björk réðst á ljósmyndara á Nýja Sjálandi

Flestir fjölmiðlar í Nýja Sjálandi greina frá því að söngkonan Björk Guðmundsdóttir hafi ráðist á ljósmyndara við komuna til Auckland en þar á hún að koma fram á tónlistarhátíð. Árásin átti sér stað á flugvellinum í Auckland og mun Björk hafa rifið stuttermabol ljósmyndarans í tvennt.

Geimfar flýgur framhjá Merkúr

Fyrsta geimfarið sem heimsækir Merkúr í yfir 30 ár mun fljúga framhjá plánetunni í dag í aðeins 200 kílómetra fjarlægð. Stjarnfræðingar bíða spenntir eftir myndum og upplýsingum frá geimfarinu

Fíkniefni algeng á lokuðum geðdeildum í Danmörku

Fíkniefni fljóta um allt á lokuðum deildum á geðsjúkrahúsum í Danmörku. Í umfjöllun danskra fjölmiðla um málið kemur meðal annars fram að allt að helmingur sjúklinga á þessum stofnunum notar ólögleg fíkniefni.

Komust undan á hlaupum frá skemmdarverki

Brotist var inn í verslanamiðstöina Grímsbæ í nótt og málningu sprautað úr úðabrúsum á nokkra veggi. Þar sást til tveggja dökkklæddra ungmenna, sem komust undan á hlaupum.

Mörg þekkt nöfn vilja frekari sjálfstæði dómstóla

Vísir sagði frá því í dag að hafin væri undirskriftarsöfnun áhugafólks um sjálfstæði dómstóla. Nú í kvöld eru komnar 517 undirskriftir og eru þar nokkrir þjóðþekktir einstaklingar sem hafa ritað nafn sitt.

Undrar sig á ummælum Svandísar Svavars

„Einkennilegt er að heyra Svandísi Svavarsdóttur, formann skipulagsráðs borgarinnar, átelja vegagerðina fyrir niðurstöðu hennar vegna Sundabrautar,“ skrifar Björn Bjarnason í pistli á heimasíðu sinni í dag. Þar undrar hann sig á ummælum oddvita Vinstri grænna í borgarstjórn.

Ölvaður á Reykjanesbraut um hábjartan dag

Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvun við akstur á suðurnesjum í dag. Annar þeirra mældist á 115 km/klst á Reykjanesbrautinni þar sem hámarkshraðinn er 50 km/klst.

Frjálslyndar konur senda ríkisstjórninni tóninn

Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum beinir þeim tilmælum til ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að flokkarnir sjái til þess að vinna hefjist nú þegar við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins, í ljósi niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í málaleitan.

760 hermenn hafa látist í Afghanistan

Tala látinna hermanna úr alþjóðlegu herliði sem verið hefur í Afghanistan síðan 2001 er komin upp í 760. Tveir hollenskir hermenn létust í landinu í gær.

Skaparinn snýr aftur

„Ýmislegt hefur gengið á undarfarnar vikurnar í kynþáttamálum á Íslandi. Löggimann heimsótti einn af betri hugsandi mönnum landsins og ruddist þar inn með leitarheimild,“ segir á vefsíðunni skapari.com.

Tony Blair vill verða forseti

Fyrrum forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, vill verða fyrsti forseti Evrópusambandsins. Blair hóf kosningabaráttu sína á kosningafundi hjá Sarkozy í Frakklandi í gær.

Færri slasa sig á heitu vatni

Jens Kjartansson, yfirlæknir á lýtalækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss telur að átaksverkefnið Stillum hitann hóflega hafi nú þegar borið árangur með fækkun brunaslysa af völdum heits vatns.

Íslendingar drekka minnst vestrænna þjóða

Íslendingar drekka minnst vestrænna þjóða, samkvæmt rannsókn sem Fréttablaðið greinir frá í dag. Jafnvel þótt drykkja Íslendinga hafi aukist um 110% á árunum 1980 til 2005, eða úr þremur lítrum í 6,4 lítra á mann á ári, þá drekki Íslendingar samt minna áfengi en íbúar annarra vestrænna ríkja.

Áskorun frá áhugafólki um sjálfstæði dómstóla

„Vafi ríkir um sjálfstæði íslenskra dómstóla í kjölfar skipan dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands,“ segir í yfirlýsingu frá áhugafólki um sjálfstæði dómstóla.

Meintur berklasmitberi útskrifaður af sjúkrahúsi

Maðurinn sem grunaður var um berklasmit í hádeginu í dag hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Grunurinn átti ekki við rök að styðjast og var hann því sendur heim að skoðun lokinni.

Árás á lögreglumenn samsæri fíkniefnabaróna?

Björn Bjarnason spyr á heimasíðu sinni hvort fíkniefnabarónum hafi vaxið viðurkenning fíkniefnadeildarinnar í augum og þess vegna gert erlenda málaliða sína út af örkinn gegn lögreglumönnunum.

Svona skipun mun alltaf vekja upp efasemdaraddir

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag um skipun Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara, að afgerandi frávik frá niðurstöðu lögmæltrar matsnefndar muni alltaf vekja upp efasemdarraddir um að faglegar forsendur ráði.

Tony Blair sendir sitt fyrsta SMS

Það er ekki oft sem fyrrum forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, lendir í því að fólki viti ekki hver hann er. En eftir að hann fékk sinn fyrsta farsíma hefur hann lent í vandræðum.

Ekki grunur um berklasmit í Kópavogi

Rétt fyrir hádegi í dag kom til átaka í heimahúsi í Hjallahverfi í Kópavogi. Lenti þar tveimur mönnum saman og hlaut annar skurð á enni.

Saksóknaranum misbýður aðdáun á Aroni Pálma

Mike Trent, saksóknari í máli Arons Pálma Ágústssonar, misbýður sú aðdáun sem honum hefur fundist Aron hafa hlotið hér á landi. Í bréfi sem hann sendi ritstjórn Vísis í kjölfar frétta okkar af málinu segir hann það vanvirðingu við fórnarlömb Arons að á hann sé litið sem nokkurskonar hetju á Íslandi.

Lögreglustjóri rekinn

Jackie Selebi, lögreglustjóri í Suður-Afríku og yfirmaður Alþjóðalögreglunnar Interpol, verður ákærður fyrir spillingu.

Neyð í Kenya

Um hálf milljón Keníabúa mun þurfa á mannúðaraðstoð að halda innan skamms ef ekki tekst að leysa deilur stríðandi fylkinga þar í landi.

Össur stendur með aflimuðum íþróttamanni

Össur hf. gerir alvarlegar athugasemdir við þær prófanir sem Alþjóða frjálsíþróttasambandið (IAAF) hefur látið gera á gervifótum spretthlauparans Oscars Pistorius.

Sþ rannsaka ekki morðið á Bhutto

Pervez Musharraf, forseti Pakistans, útilokar að Sameinuðu þjóðunum verði falið að stýra rannsókn á morðinu á stjórnarandstöðuleiðtoganum Benazir Bhutto í síðasta mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir