Fleiri fréttir

Óttast ekki þótt Aron Pálmi lögsæki

Mike Trent, saksóknari í máli Arons Pálma Ágústssonar, segist ekki óttast þótt Aron Pálmi ákveði að stefna honum. Hann segist hafa fulla heimild til að birta gögn í máli Arons Pálma.

Ráðherra hunsi vilja Húsafriðunarnefndar

Samband ungra sjálfstæðismanna vill að menntamálaráðherra hafni ósk Húsafriðunarnefndar um friðun húsanna á Laugavegi 4-6. Þetta kemur fram í áskorun sem SUS sendi ráðherra í dag.

Kvaldist klukkustundum saman án hjálpar Gæslunnar

Slasaður sjómaður á Austfjarðamiðum kvaldist klukkustundum saman eftir að Gæslan hafnaði beiðni um þyrluútkall. Hneyksli, að þyrlurnar standi ónotaðar og séu allar á höfuðborgarsvæðinu, segir læknir.

Höfðu í hótunum við fjórða félagið

Þrjú greiðslukortafyrirtæki, sem hafa játað á sig ólöglegt samráð og margvísleg önnur brot á samkeppnislögum og greitt 735 milljónir í sektir, höfðu í hótunum við fjórða félagið, þegar það kom inn á markaðinn fyrir nokkrum árum.

Ný stóriðja er óráð

Umhverfisráðherra segir óráð að ráðast í nýja stóriðju hérlendis, hvort sem það er á Húsavík eða í Helguvík, fyrr en rammaáætlun um virkjanakosti liggur fyrir.

Víkur sér enn undan því að svara

Formaður Samfylkingarinnar víkur sér enn undan því að segja álit sitt á skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir hins vegar óþolandi að menn séu látnir gjalda þess hverra manna þeir eru.

Engin þjóðarsátt um aukna jaðarskatta

Engin þjóðarsátt hefði náðst um að auka jaðarskatta, segir starfandi forsætisráðherra um kröfu verkalýðshreyfingarinnar um sérstakan persónuafslátt lágtekjuhópa. Ríkisstjórnin stefnir þó á annars konar skattabreytingar í þágu fólks með lágar og meðaltekjur.

Fasteignamarkaður að kólna

540 kaupsamningum var þinglýst í desember og fækkaði þinglýstum samningum töluvert frá fyrri mánuði. Veltan í desember nam 19,5 milljörðum króna miðað við 18,5 milljarða í desember árið 2006 og er það til marks um að enn sé ágætis hiti á markaðnum, að mati Greiningadeildar Kaupþings.

Mjölnis er sárt saknað

Sjö mánaða gömlum labradorhvolpi var stolið fyrir utan Fjölbrautaskólann í Breiðholti í gærdag og hefur hópur manna leitað að honum síðan. Marvin Michelsen, eigandi hvolpsins, segir að hann hafi brugðið sér inn í skólann í 20 mínútur og bundið hundinn við ljósastaur. Það var um klukkan hálfþrjú í gærdag.

Packardinn kominn á götuna

Vegfarendur um Álftanesveg ráku upp stór augu í dag þegar mættu virðulegri Packard bifreið á númerum forsetaembættisins. Um er að ræða fyrsta forsetabíl þjóðarinnar, 1942 módel og hefur bíllinn verið í yfirhalningu hjá Sævari Pétussyni bifvélavirkja frá árinu 1998.

Nýja húsnæðið að springa utan af Ikea

Hið nýja verslunarhúsnæði Ikea í Garðabæ er þegar orðið of lítið þrátt fyrir að hafa einungis verið tekið í notkun fyrir rúmu ári. Þórarinn Hjörtur Ævarsson framkvæmdastjóri segir að langtímaáætlun sem gerði ráð fyrir að ekki þyrfti að stækka verslunina fyrstu tvö til þrjú árin sé löngu úrelt. Nú sé húsnæðið að springa utan af þeim og þeir þurfi líklega að koma sér upp lagerhúsnæði annars staðar.

Samiðn lýsir vonbrigðum með ríkisstjórnina

Samninganefnd Samiðnar vill að skattkerfið verði notað í auknum mæli til jöfnunar í samfélaginu og lýsir yfir miklum vonbrigðum með það að ríkisstjórnin hafi ekki séð sér fært að mæta óskum stéttarfélaganna um að boðaðar skattalækkanir verði fyrst og fremst nýttar til að lækka skatta á lægstu tekjur.

Vistunarmatsnefndum fækkað úr 40 í sjö

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð um vistunarmat í tengslum við breytingar á lögum um málefni aldraðra sem hefur í för með sér að vistunarmatsnefndum fækkar úr 40 í sjö.

Stór hluti heimila er án lágmarks eldvarna

Borgarstjóri og slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins boðuðu til blaðamannafundar í dag þar sem farið var yfir þær aðgerðir sem ráðist verður í vegna eldvarna. Meðal annars á að fjölga um eina slökkviliðsstöð, byggja tvær nýjar og loka þeirri sem nú er á Tunguhálsi.

Leitin að tvífara Madeleine svívirðileg

Talsmaður Gerry og Kate McCann gagnrýnir harkalega fyrirsætuskrifstofu sem leitar að tvífara Madeleine. Hann segir leitina óskammfeilna og móðgandi. Breska dagblaðið Evening Standard birti mynd af stúlkunni sem fyrirsætuskrifstofa Juliet Adams valdi úr hópi umsækjenda.

Mótorhjólaferðamenn stofna félag

Hópur áhugafólks um ferðamennsku og útivist á vélhjólum (tví- og fjórhjólum) ætlar að stofna félag sem hefur það að markmiði að auka þekkingu á notkun vélhjóla til ferðalaga og útivistar.

Tvíburar giftust án þess að vita skyldleika

Breskir tvíburar sem voru aðskildir við fæðingu giftust án þess að vita að þau væru systkin. Hjónabandið hefur nú verið dæmt ógilt af Hæstarétti landsins. Upplýsingar um hver tvíburasystkinin eru hafa ekki verið gefnar upp, né heldur hvernig þau urðu ástfangin og giftu sig.

Opið í Bláfjöllum um helgina

Opið verður á skíðasvæðinu í Bláfjöllum um helgina frá milli klukkan 10 og 18. Þetta kemur fram í tilkynningu frá staðarhöldurum.

Þyngri dómar í Hæstarétti Noregs vegna málverkaráns

Hæstiréttur þyngdi í dag dóma yfir tveimur mönnum sem ákærðir voru fyrir ránið á málverkunum Ópinu og Madonnu af Munch-safninu í Osló í ágúst 2004. Máli eins manns var vísað aftur til undirréttar.

Suharto við dauðans dyr

Heilsu Suharto fyrrverandi forseta Indónesíu hrakar nú ört. Í tilkynningu sem birt var fyrir stundu segir að forsetinn fyrrverandi hafi nú misst meðvitund og eigi erfitt með andardrátt.

Lúðvík í mál gegn hálfbræðrum sínum

Í dag var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál Lúðvíks Gizurarsonar hæstaréttarlögmanns gegn hálfbræðrum sínum, þeim Sigurði og Bergsteini Gizurarsonum.

Ómögulegt að staðfesta bílaíkveikju í Vogum

Þrír bandarískir sérfræðingar, sem dvöldu hér á landi við að rannsaka vettvang og bíla í bílabrunanum í Vogum í byrjun desember, hafa lokið störfum. Heimildir Vísis herma að bílarnir hafi verið svo illa brunnir að engin leið hafi verið að finna út hvort um íkveikju var að ræða.

Segja ekki koma til greina að skila aröbum landi

Harðlínumenn í Ísrael segja ekki koma til greina að skila landi sem þeir tóku af aröbum 1967. Bandaríkjaforseti segir það liðka fyrir friðarsamkomulagi Ísraela og Palestínumanna sem hann segir geta orðið áður en árið er úti.

Samkeppnisbrot áttu sér stað fyrir eigendabreytingar

Forsvarsmenn Borgunar hf., sem áður var Kreditkort hf., segja að þau samkeppnisbrot sem félagið hafi verið sektað fyrir hafi átt sér stað áður en eigendabreytingar urðu fyrir tveimur árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgun.

Fara líkindum fram á brottvísun árásarmanna

Lögreglan mun að öllum líkindum upplýsa Útlendingastofnun um feril tveggja útlendinga sem tóku þátt í árás á lögreglumenn í Reykjavík í nótt með það fyrir augum að stofnunin vísi þeim úr landi.

Þorgerður: Óþolandi að menn gjaldi þess hverra manna þeir eru

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, styður þá ákvörðun flokksbróður síns, Árna M. Mathiesen, að skipa Þorstein Davíðsson sem héraðsdómara og segir óþolandi að menn séu látnir gjalda þess hverra manna þeir eru.

Efna til frekari mótmæla í Kenía

Helsti stjórnarandstöðuflokkur Kenía hyggur á frekari mótmælaaðgerðir eftir misheppnaðar tilraunir til málamiðlunar eftir umdeildar forsetakosningar í landinu. Tilkynning þess efnis var gefin út eftir að málamiðlunarviðræður undir stjórn John Kufuor forseta Ghana og yfirmanns Afríkubandalagsins sigldu í strand.

Reisugill hæstu byggingar landsins er í dag

Byggingaraðilarnir sem standa að byggingu hæsta húss Íslands á Smáratorgi í Kópavoginum hafa náð þeim áfanga að ljúka uppsteypun og utanhússfrágangi. Hafist var handa við bygginguna síðla árs 2006 og nú rúmu ári síðar er verið að reka smiðshöggið á verkið. Reisugill verður haldið til heiðurs þeim verka- og iðnaðarmönnum sem komið hafa að byggingu turnsins og eru þeir þegar þetta er skrifað að gæða sér á dýrindis humarsúpu.

Meintur kanadískur barnaníðingur neitar sök

Kanadamaður sem sendi myndir af sér með tölvuruglað andlit á netið, þar sem hann var að nauðga börnum víða í Asíu, neitaði allri sök þegar mál hans var tekið fyrir í Bangkok í dag.

Ekki var farið að reglum í ákveðnum tilfellum

Forsvarsmenn VALITORS, sem áður var Greiðslumiðlun, viðurkenna að ekki hafi verið farið að reglum í ákveðnum tilfellum á árunum 1995-2006, en félagið var ásamt tveimur öðrum sektað um samtals 735 milljónir fyrir samkeppnisbrot.

John Kerry styður Obama í forkosningunum

Frétt dagsins af forkosningum Demókrata í Bandaríkjunum er sú að öldungardeildarþingmaðurinn John Kerry hefur ákveðið að styðja Barak Obama í kosningnum.

Sjá næstu 50 fréttir